Arnar hugsaði út í metið: Aðalatriðið að taka ekki fótinn af pedalanum Smári Jökull Jónsson skrifar 7. september 2022 21:38 Arnar Gunnlaugsson viðurkenndi að hafa hugsað út í metið þegar mörkunum fjölgaði. Vísir/Diego „Frammistaðan var nánast fullkomin. Ég bað um svör eftir síðasta leik og fékk þau svo sannarlega, ég átti nú ekki von á þessu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 9-0 sigur liðsins á Leikni í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. „Leiknismenn byrjuðu leikinn mjög vel og spiluðu nákvæmlega sömu pressu og ÍBV var að gera en við vorum reynslunni ríkari og náðum að leysa hana. Eftir fyrsta markið þá var þetta bara erfitt fyrir Leiknismenn, við vorum bara „on our game“ og með allt á hreinu. Frábær frammistaða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. Eins og Arnar sagði þá byrjuðu Leiknismenn leikinn vel og voru í raun búnir að vera betri þegar fyrsta mark Víkings kom á 14.mínútu. Eftir það var hins vegar aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Leiknismenn áttu engin svör við pressu Víkinga í dag sem unnu boltann hvað eftir annað framarlega á vellinum. „Þetta er sama og á móti Breiðablik í bikarnum. Ef pressan er góð og þú nærð henni þarna þá færðu tækifæri og liðin verða svolítið skelkuð. Við vorum virkilega kröftugir í dag og skulduðum okkur frammistöðu, bæði einstaklingsframmistöðu og liðsheildin. Ég er virkilega ánægður með hvernig við svöruðum þessum leik gegn ÍBV,“ en Víkingur og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í síðustu umferð þar sem Víkingar voru heppnir að sleppa með eitt stig. Með þessum 9-0 sigri jafna Víkingar metið yfir stærstu sigra í efstu deild með tvöfaldri umferð. ÍA vann Breiðablik 10-1 árið 1973 og Skagamenn unnu Víkinga einnig 10-1 árið 1993. Arnar viðurkenndi að hafa hugsað út í metið á meðan á leiknum stóð. „Ég fór að spyrja, ég man að ég fór á leik uppi á Skaga ´93 og það er væntanlega metið sem þú ert að tala um. Auðvitað fórum við að pæla í þessu en aðalatriðið var að taka ekki fótinn af pedalanum, halda áfram og vera vægðarlausir.“ „Ég veit að þetta er illa gert gegn Leikni en við erum bara í okkar leik og gangi þeim vel í sínu. Við þurftum bara á þessari frammistöðu að halda og auðvitað langar mig að eiga met,“ sagði Arnar að endingu. Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlögðu Leikni Víkingar rótburstuðu Leikni í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar eftir fyrsta mark Víkinga.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0.Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar. 7. september 2022 21:00 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
„Leiknismenn byrjuðu leikinn mjög vel og spiluðu nákvæmlega sömu pressu og ÍBV var að gera en við vorum reynslunni ríkari og náðum að leysa hana. Eftir fyrsta markið þá var þetta bara erfitt fyrir Leiknismenn, við vorum bara „on our game“ og með allt á hreinu. Frábær frammistaða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. Eins og Arnar sagði þá byrjuðu Leiknismenn leikinn vel og voru í raun búnir að vera betri þegar fyrsta mark Víkings kom á 14.mínútu. Eftir það var hins vegar aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Leiknismenn áttu engin svör við pressu Víkinga í dag sem unnu boltann hvað eftir annað framarlega á vellinum. „Þetta er sama og á móti Breiðablik í bikarnum. Ef pressan er góð og þú nærð henni þarna þá færðu tækifæri og liðin verða svolítið skelkuð. Við vorum virkilega kröftugir í dag og skulduðum okkur frammistöðu, bæði einstaklingsframmistöðu og liðsheildin. Ég er virkilega ánægður með hvernig við svöruðum þessum leik gegn ÍBV,“ en Víkingur og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í síðustu umferð þar sem Víkingar voru heppnir að sleppa með eitt stig. Með þessum 9-0 sigri jafna Víkingar metið yfir stærstu sigra í efstu deild með tvöfaldri umferð. ÍA vann Breiðablik 10-1 árið 1973 og Skagamenn unnu Víkinga einnig 10-1 árið 1993. Arnar viðurkenndi að hafa hugsað út í metið á meðan á leiknum stóð. „Ég fór að spyrja, ég man að ég fór á leik uppi á Skaga ´93 og það er væntanlega metið sem þú ert að tala um. Auðvitað fórum við að pæla í þessu en aðalatriðið var að taka ekki fótinn af pedalanum, halda áfram og vera vægðarlausir.“ „Ég veit að þetta er illa gert gegn Leikni en við erum bara í okkar leik og gangi þeim vel í sínu. Við þurftum bara á þessari frammistöðu að halda og auðvitað langar mig að eiga met,“ sagði Arnar að endingu.
Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlögðu Leikni Víkingar rótburstuðu Leikni í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar eftir fyrsta mark Víkinga.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0.Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar. 7. september 2022 21:00 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlögðu Leikni Víkingar rótburstuðu Leikni í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar eftir fyrsta mark Víkinga.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0.Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar. 7. september 2022 21:00