Chelsea rak í morgun Thomas Tuchel úr starfi knattspyrnustjóra en liðið hefur farið illa af stað heima fyrir og tapaði fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í gærkvöld, 1-0 fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu.
Todd Boehly er stjórnarformaður félagsins og fer fyrir nýjum eigendahópi sem keypti liðið fyrir þremur mánuðum. Það eyddi heimsmetafjárhæð, 260 milljónum punda, í sumarglugganum og ljóst að þolinmæðin er ekki mikil.
Graham Potter er sagður efstur á óskalista hópsins og hefur Chelsea hafið viðræður við hann. Verði gengið frá ráðningu hans mun það kosta Chelsea 16 milljónir punda.
"It's a very ruthless club"
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 7, 2022
Jamie Carragher says he 'fears' for Graham Potter and he 'should be very wary' should he be appointed Chelsea manager following the sacking of Thomas Tuchel... pic.twitter.com/KWjoq6LoOX
„Ég er ekki viss um að hann sé rétti maðurinn fyrir félagið, en kannski vilja Chelsea boða breytingar fyrir framtíðina, með því að ráða meiri þjálfara heldur en framkvæmdastjóra,“ segir Jamie Carragher á Sky Sports.
„En ef ég væri Graham Potter ætti ég erfitt með að trúa því, að ný stjórn félagsins muni breyta til og að hann verði frekar þarna í tvö til þrjú ár. Þeir voru að reka stjóra eftir einungis sex leiki við stjórnvölin,“
„Auðvitað væri þetta frábært skref og skref sem hann vill taka á einhverjum tímapunkti á sínum ferli,“
Carragher segist óttast að Potter endi á sama stað og aðrir fyrrum þjálfarar liðsins. Í eigendatíð Roman Abramovich entust þjálfarar yfirleitt ekki mikið lengur en í tvö til þrjú ár.
„En maður óttast fyrir hönd Graham Potter að hann lendi í sömu stöðu og allir aðrir þjálfarar Chelsea síðustu tíu ár. Ef hann nær ekki árangri strax munu þeir finna nýjan mann í starfið innan tólf mánaða,“
„Það hefur verið erfitt að gagnrýna félagið því það hefur náð árangri í hvert sinn sem það skipti um þjálfara í tíð Abramovich, þar sem félagið var mjög miskunnarlaust í garð þjálfara,“ segir Carragher.