Þrír þjálfarar efstir á lista Chelsea Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 11:00 Zidane er á meðal þriggja þjálfara sem eru efstir á óskalista Chelsea. Denis Thaust/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Þrír kostir eru sagði heilla forráðamenn Chelsea mest þegar kemur að ráðningu nýs þjálfara. Thomas Tuchel var rekinn frá félaginu í morgun. Tuchel varð annar þjálfarinn til að missa starfið í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að aðeins sex umferðir séu að baki. Scott Parker var rekinn frá Bournemouth eftir 9-0 tap fyrir Liverpool í ágúst. Ef marka má breska fjölmiðla hefur Chelsea þegar sett sig í samband við Brighton vegna möguleikans á að ráða Graham Potter sem nýjan þjálfara liðsins. Ljóst er að Lundúnaliðið myndi þurfa að greiða suðurstrandarfélaginu ríkulega summu til að losa hann undan samningi. Mauricio Pochettino og Zinedine Zidane eru einnig ofarlega á lista, en báðir eru þeir atvinnulausir sem stendur. Graham Potter (Brighton) Spratt fram á sjónarsviðið sem þjálfari Östersund í Svíþjóð. Tók við liðinu árið 2011 og kom því upp um þrjár deildir, í þá efstu í Svíþjóð og vann sænska bikarinn 2017. Fór í kjölfarið með liðið í Evrópudeildina þar sem það komst upp úr riðli sínum og vann annan leik sinn við Arsenal en féll úr leik samanlagt 4-2 í 32-liða úrslitum. Graham Potter hefur náð góðum árangri með Brighton og liðið stendur vel að vígi eftir fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar.Robin Jones/Getty Images Gerði í kjölfarið góða hluti með Swansea í næst efstu deild og tók við Brighton árið 2019. Hefur vakið frekari athygli fyrir góðan árangur og fallegan fótbolta. Brighton hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum á leiktíðinni og sitja í 4. sæti með 13 stig, tveimur frá toppnum. Mauricio Pochettino (Án félags) Hóf þjálfaraferilinn hjá Espanyol árið 2009 þegar liðið sat á botni spænsku deildarinnar. Bjargaði liðinu frá falli og endaði um miðja deild. Náði ágætum árangri við erfiðar fjárhagslegar aðstæður í tæp fjögur ár áður en hann tók við Southampton á Englandi. Færði sig yfir til Tottenham eftir eitt og hálft ár í starfi á suðurströndinni. Pochettino náði góðum árangri með Tottenham en titlarnir skiluðu sér ekki. Átti erfiðara uppdráttar í París.David Ramos/Getty Images Var hvað næst enska meistaratitlinum þegar Chelsea fagnaði sigri 2017 og setti stigamet hjá Tottenham í úrvalsdeildinni með 86 stig. Komst í Meistaradeildarúrslit 2019, þar sem Spurs tapaði fyrir Liverpool, en sagt upp seinna sama ár. Tók við PSG í janúar í fyrra, af Thomasi Tuchel sem var rekinn. Mistókst að vinna franska titilinn á fyrstu leiktíð sinni en vann franska bikarinn og ofurbikarinn. Vann frönsku deildina í vor en var sagt upp störfum í sumar. Zinedine Zidane (Án félags) Hefur verið allan sinn þjálfaraferil hjá Real Madrid. Var aðstoðarþjálfari 2013 til 2014 og þjálfaði B-lið félagsins frá 2014 til 2016. Tók við aðalliðinu í janúar 2016 og vann Meistaradeild Evrópu strax um vorið. Varði Meistaradeildartitilinn næstu tvö ár, auk þess að vinna Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða tvisvar, 2016 og 2017. Vann einnig spænsku deildina 2017 en sagði svo óvænt upp vorið 2018 eftir þriðja Meistaradeildartitil liðsins í röð. Zidane þyrfti að fara út fyrir þægindarammann til að taka við Chelsea. Hefur aðeins þjálfað í spænsku höfuðborginni.Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Það var þá ekki síður óvænt þegar Zidane sneri aftur til liðsins sem þjálfari í mars 2018, rúmum níu mánuðum eftir afsögnina. Vann spænsku deildina og spænska ofurbikarinn eftir endurkomuna en sagði upp í annað sinn vorið 2021 eftir titlalaust tímabil. Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Tuchel varð annar þjálfarinn til að missa starfið í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að aðeins sex umferðir séu að baki. Scott Parker var rekinn frá Bournemouth eftir 9-0 tap fyrir Liverpool í ágúst. Ef marka má breska fjölmiðla hefur Chelsea þegar sett sig í samband við Brighton vegna möguleikans á að ráða Graham Potter sem nýjan þjálfara liðsins. Ljóst er að Lundúnaliðið myndi þurfa að greiða suðurstrandarfélaginu ríkulega summu til að losa hann undan samningi. Mauricio Pochettino og Zinedine Zidane eru einnig ofarlega á lista, en báðir eru þeir atvinnulausir sem stendur. Graham Potter (Brighton) Spratt fram á sjónarsviðið sem þjálfari Östersund í Svíþjóð. Tók við liðinu árið 2011 og kom því upp um þrjár deildir, í þá efstu í Svíþjóð og vann sænska bikarinn 2017. Fór í kjölfarið með liðið í Evrópudeildina þar sem það komst upp úr riðli sínum og vann annan leik sinn við Arsenal en féll úr leik samanlagt 4-2 í 32-liða úrslitum. Graham Potter hefur náð góðum árangri með Brighton og liðið stendur vel að vígi eftir fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar.Robin Jones/Getty Images Gerði í kjölfarið góða hluti með Swansea í næst efstu deild og tók við Brighton árið 2019. Hefur vakið frekari athygli fyrir góðan árangur og fallegan fótbolta. Brighton hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum á leiktíðinni og sitja í 4. sæti með 13 stig, tveimur frá toppnum. Mauricio Pochettino (Án félags) Hóf þjálfaraferilinn hjá Espanyol árið 2009 þegar liðið sat á botni spænsku deildarinnar. Bjargaði liðinu frá falli og endaði um miðja deild. Náði ágætum árangri við erfiðar fjárhagslegar aðstæður í tæp fjögur ár áður en hann tók við Southampton á Englandi. Færði sig yfir til Tottenham eftir eitt og hálft ár í starfi á suðurströndinni. Pochettino náði góðum árangri með Tottenham en titlarnir skiluðu sér ekki. Átti erfiðara uppdráttar í París.David Ramos/Getty Images Var hvað næst enska meistaratitlinum þegar Chelsea fagnaði sigri 2017 og setti stigamet hjá Tottenham í úrvalsdeildinni með 86 stig. Komst í Meistaradeildarúrslit 2019, þar sem Spurs tapaði fyrir Liverpool, en sagt upp seinna sama ár. Tók við PSG í janúar í fyrra, af Thomasi Tuchel sem var rekinn. Mistókst að vinna franska titilinn á fyrstu leiktíð sinni en vann franska bikarinn og ofurbikarinn. Vann frönsku deildina í vor en var sagt upp störfum í sumar. Zinedine Zidane (Án félags) Hefur verið allan sinn þjálfaraferil hjá Real Madrid. Var aðstoðarþjálfari 2013 til 2014 og þjálfaði B-lið félagsins frá 2014 til 2016. Tók við aðalliðinu í janúar 2016 og vann Meistaradeild Evrópu strax um vorið. Varði Meistaradeildartitilinn næstu tvö ár, auk þess að vinna Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða tvisvar, 2016 og 2017. Vann einnig spænsku deildina 2017 en sagði svo óvænt upp vorið 2018 eftir þriðja Meistaradeildartitil liðsins í röð. Zidane þyrfti að fara út fyrir þægindarammann til að taka við Chelsea. Hefur aðeins þjálfað í spænsku höfuðborginni.Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Það var þá ekki síður óvænt þegar Zidane sneri aftur til liðsins sem þjálfari í mars 2018, rúmum níu mánuðum eftir afsögnina. Vann spænsku deildina og spænska ofurbikarinn eftir endurkomuna en sagði upp í annað sinn vorið 2021 eftir titlalaust tímabil.
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira