Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 09:11 Thomas Tuchel. vísir/Getty Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Chelsea tilkynnti tíðindin á heimasíðu sinni í morgun. Nýir eigendur liðsins hafa átt félagið í slétta 100 daga og hafa ákveðið að breyta til eftir strembna byrjun á tímabilinu. Chelsea eyddi fúlgum fjár í sumar, því mesta í sögu félagsins í einum félagsskiptaglugga, og þykir árangurinn ekki sýna sig á vellinum. 260 milljónum punda var eytt í leikmannakaup, þar af 200 milljónum umfram sölur. Chelsea hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki af sex í vetur, alla með eins marks mun, gegn Everton, Leicester og West Ham. Félagið gerði þá jafntefli við Tottenham og tapaði fyrir Leeds United og Southampton í deildinni. Tapið fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu í gærkvöld virðist hafa fyllt mæli nýs eigendahóps, sem leiddur er af Todd Boehly, stjórnarformanni félagsins. Hann gekk frá kaupum á félaginu í júní. Chelsea Football Club part company with Thomas Tuchel.— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 7, 2022 Tuchel var ráðinn þjálfari liðsins af Roman Abramovich, þáverandi eiganda liðsins, í janúar 2021 og vann Meistaradeild Evrópu með félaginu um vorið það ár. Hann bætti við Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða haustið eftir. Þá tapaði Chelsea undir hans stjórn í úrslitum FA-bikarsins í fyrra og í ár. Í tilkynningu Chelsea segir að starfslið félagsins muni sjá um þjálfun liðsins en ekkert hefur verið gefið út um arftaka Þjóðverjans. Tuchel þjálfaði áður Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain með fínum árangri en hann vann franska meistaratitilinn 2019 og 2020 með síðarnefnda liðinu og kom því í úrslit meistaradeildarinnar vorið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Chelsea tilkynnti tíðindin á heimasíðu sinni í morgun. Nýir eigendur liðsins hafa átt félagið í slétta 100 daga og hafa ákveðið að breyta til eftir strembna byrjun á tímabilinu. Chelsea eyddi fúlgum fjár í sumar, því mesta í sögu félagsins í einum félagsskiptaglugga, og þykir árangurinn ekki sýna sig á vellinum. 260 milljónum punda var eytt í leikmannakaup, þar af 200 milljónum umfram sölur. Chelsea hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki af sex í vetur, alla með eins marks mun, gegn Everton, Leicester og West Ham. Félagið gerði þá jafntefli við Tottenham og tapaði fyrir Leeds United og Southampton í deildinni. Tapið fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu í gærkvöld virðist hafa fyllt mæli nýs eigendahóps, sem leiddur er af Todd Boehly, stjórnarformanni félagsins. Hann gekk frá kaupum á félaginu í júní. Chelsea Football Club part company with Thomas Tuchel.— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 7, 2022 Tuchel var ráðinn þjálfari liðsins af Roman Abramovich, þáverandi eiganda liðsins, í janúar 2021 og vann Meistaradeild Evrópu með félaginu um vorið það ár. Hann bætti við Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða haustið eftir. Þá tapaði Chelsea undir hans stjórn í úrslitum FA-bikarsins í fyrra og í ár. Í tilkynningu Chelsea segir að starfslið félagsins muni sjá um þjálfun liðsins en ekkert hefur verið gefið út um arftaka Þjóðverjans. Tuchel þjálfaði áður Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain með fínum árangri en hann vann franska meistaratitilinn 2019 og 2020 með síðarnefnda liðinu og kom því í úrslit meistaradeildarinnar vorið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira