Englandsmeistararnir völtuðu fyrir Sevilla

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Erling Haaland elskar að skora mörk.
Erling Haaland elskar að skora mörk. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Englandsmeistarar Manchester City unnu afar öruggan 0-4 útisigur er liðið heimsótti Sevilla í fyrstu umferð riðlekppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Norðmaðurinn Erling Braut Haaland getur bara ekki hætt að skora og hann kom gestunum í forystu á tuttugustu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Kevin de Bruyne og staðan var því 0-1 í hálfleik.

Phil Foden tvöfaldaði svo forystu gestanna eftir rétt tæplega klukkutíma leik áður en hann lagði upp þriðja mark liðsins fyrir Erling Braut Haaland tæpum tíu mínútum síðar.

Það var svo Ruben Dias sem rak smiðshöggið á öruggan sigur City er hann skoraði fjórða mark liðsins í uppbótartíma og tryggði liðinu þar með 0-4 sigur.

Manchester City er nú á toppi G-riðils, ásamt Borussia Dortmund sem vann 3-0 sigur gegn Íslendingaliði FCK fyrr í dag.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira