Mjög nálægt því að hætta en gæti komist á HM í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 09:30 Erin McLeod hefur mikla reynslu af því að spila á stórmótum á borð við HM og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir stefnir á að vinna sig inn á HM í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Það væri svakalegt. Bara draumur,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir um möguleikann á að feta í fótspor kærustu sinnar, kanadíska landsliðsmarkvarðarins Erin McLeod, með því að vinna sig í kvöld inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn. McLeod hefur farið á nokkur heimsmeistaramót með landsliði Kanada en íslenska landsliðið hefur aldrei í sögunni komist á HM, og sennilega aldrei átt meiri möguleika á því en í dag. Ef Íslandi tekst að koma í veg fyrir tap gegn Hollandi í Utrecht í kvöld kemst liðið á HM. „Ég bjóst þannig séð ekki við því að geta spilað með landsliðinu og núna er þetta komið í það að við gætum kannski komist á HM. Það er varla hægt að lýsa þessari tilfinningu. Það er magnað að þetta sé í okkar höndum, að geta komist á HM, og við einbeitum okkur bara að þessum leik,“ segir Gunnhildur sem verður 34 ára síðar í þessum mánuði. Þessi naglharði miðjumaður leikur sinn 95. A-landsleik í kvöld en það er ekki eitthvað sem hún bjóst alls ekki við þegar hún meiddist alvarlega og ítrekað fyrr á ferlinum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á leikvanginum í Utrecht þar sem spilað verður upp á HM-sæti í kvöld.vísir/Arnar „Ég náttúrulega sleit krossbönd þrisvar [innsk.: síðast árið 2013] og var mjög nálægt því að hætta í fótbolta, og ég myndi ekki segja að ég hafi verið besta knattspyrnukonan. En maður lagði hart að sér og ég er mjög þakklát fyrir að vera hér í dag og í þessum hópi. Þetta tekur mikla vinnu. Ég var kannski með átta landsleiki þegar ég var orðin 26 ára, svo að þannig séð bjóst maður ekki við að vera hér í dag. En þetta lið er svo magnað að það heldur manni gangandi. Það er geggjað að vera í þessari stöðu,“ segir Gunnhildur en viðtalið við hana, sem tekið var í Utrecht á sunnudag, má sjá hér að neðan. Klippa: Gunnhildur Yrsa vill að draumurinn rætist í kvöld „Erum með þetta íslenska hugarfar“ Ísland tapaði 2-0 fyrir Hollandi á Laugardalsvelli fyrir ári síðan en Gunnhildur segir bilið á milli liðanna hafa minnkað síðan þá: „Það eru margar ungar í okkar liði núna komnar með svakalega reynslu, búnar að taka þátt í EM og spila vel þar, og þetta lið fer bara stigvaxandi á hverjum degi. Ég myndi því segja það já. En hollenska liðið er frábært lið, vann EM 2017 og þekkir það að fara á stórmót, en við einbeitum okkur að okkar leik.“ Eins og fyrr segir dugar Íslandi jafntefli til að komast beint á HM en hverju breytir það fyrir liðið: „Engu svo sem. Við erum með þetta íslenska hugarfar og ætlum í alla leiki til að vinna þá. Það er gott að fara inn í leik með það hugarfar, þó að það sé fínt að eiga það inni að geta gert jafntefli. Við viljum vinna þennan leik, einbeitum okkur að okkur sjálfum, og getum ekki stjórnað öðru í kringum okkur. Við skiljum allt eftir á vellinum.“ Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands. 6. september 2022 08:00 „Þroskast og breyst mikið frá því síðast“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht. 5. september 2022 17:46 „Skiptir miklu máli að kippa henni út úr leiknum“ Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í vörn íslenska landsliðsins fá afar krefjandi verkefni annað kvöld þegar þær reyna að verjast hollenska landsliðinu og þar á meðal hinni mögnuðu Vivianne Miedema. 5. september 2022 12:31 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
McLeod hefur farið á nokkur heimsmeistaramót með landsliði Kanada en íslenska landsliðið hefur aldrei í sögunni komist á HM, og sennilega aldrei átt meiri möguleika á því en í dag. Ef Íslandi tekst að koma í veg fyrir tap gegn Hollandi í Utrecht í kvöld kemst liðið á HM. „Ég bjóst þannig séð ekki við því að geta spilað með landsliðinu og núna er þetta komið í það að við gætum kannski komist á HM. Það er varla hægt að lýsa þessari tilfinningu. Það er magnað að þetta sé í okkar höndum, að geta komist á HM, og við einbeitum okkur bara að þessum leik,“ segir Gunnhildur sem verður 34 ára síðar í þessum mánuði. Þessi naglharði miðjumaður leikur sinn 95. A-landsleik í kvöld en það er ekki eitthvað sem hún bjóst alls ekki við þegar hún meiddist alvarlega og ítrekað fyrr á ferlinum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á leikvanginum í Utrecht þar sem spilað verður upp á HM-sæti í kvöld.vísir/Arnar „Ég náttúrulega sleit krossbönd þrisvar [innsk.: síðast árið 2013] og var mjög nálægt því að hætta í fótbolta, og ég myndi ekki segja að ég hafi verið besta knattspyrnukonan. En maður lagði hart að sér og ég er mjög þakklát fyrir að vera hér í dag og í þessum hópi. Þetta tekur mikla vinnu. Ég var kannski með átta landsleiki þegar ég var orðin 26 ára, svo að þannig séð bjóst maður ekki við að vera hér í dag. En þetta lið er svo magnað að það heldur manni gangandi. Það er geggjað að vera í þessari stöðu,“ segir Gunnhildur en viðtalið við hana, sem tekið var í Utrecht á sunnudag, má sjá hér að neðan. Klippa: Gunnhildur Yrsa vill að draumurinn rætist í kvöld „Erum með þetta íslenska hugarfar“ Ísland tapaði 2-0 fyrir Hollandi á Laugardalsvelli fyrir ári síðan en Gunnhildur segir bilið á milli liðanna hafa minnkað síðan þá: „Það eru margar ungar í okkar liði núna komnar með svakalega reynslu, búnar að taka þátt í EM og spila vel þar, og þetta lið fer bara stigvaxandi á hverjum degi. Ég myndi því segja það já. En hollenska liðið er frábært lið, vann EM 2017 og þekkir það að fara á stórmót, en við einbeitum okkur að okkar leik.“ Eins og fyrr segir dugar Íslandi jafntefli til að komast beint á HM en hverju breytir það fyrir liðið: „Engu svo sem. Við erum með þetta íslenska hugarfar og ætlum í alla leiki til að vinna þá. Það er gott að fara inn í leik með það hugarfar, þó að það sé fínt að eiga það inni að geta gert jafntefli. Við viljum vinna þennan leik, einbeitum okkur að okkur sjálfum, og getum ekki stjórnað öðru í kringum okkur. Við skiljum allt eftir á vellinum.“ Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands. 6. september 2022 08:00 „Þroskast og breyst mikið frá því síðast“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht. 5. september 2022 17:46 „Skiptir miklu máli að kippa henni út úr leiknum“ Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í vörn íslenska landsliðsins fá afar krefjandi verkefni annað kvöld þegar þær reyna að verjast hollenska landsliðinu og þar á meðal hinni mögnuðu Vivianne Miedema. 5. september 2022 12:31 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands. 6. september 2022 08:00
„Þroskast og breyst mikið frá því síðast“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht. 5. september 2022 17:46
„Skiptir miklu máli að kippa henni út úr leiknum“ Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í vörn íslenska landsliðsins fá afar krefjandi verkefni annað kvöld þegar þær reyna að verjast hollenska landsliðinu og þar á meðal hinni mögnuðu Vivianne Miedema. 5. september 2022 12:31
Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00