Reykjavíkurdætur fórnuðu Króla Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2022 14:26 Reykjavíkurdætur og Króli á Októberfest í gær. Kuflklæddar Reykjavíkurdætur leiddu lafandi hræddan Króla á svið á Októberfest í gær og „fórnuðu“ honum. Þær átu Króla lifandi á sviðið á meðan þær fluttu lagið A song to kill boys to. Eftir sat Króli alblóðugur og að virtist líflaus. Króla var þó auðvitað ekki fórnað í alvörunni og steig hann seinna á svið á Októberfest með Jóa seinna um kvöldið. Dæturnar segjast hafa fórnað allskonar karlmönnum út um allan heim á tónleikaferðalögum og að áhorfendum þyki það alltaf jafn mögnuð upplifun. Yfirleitt sé fórnarlambið valið úr salnum en þetta sé í annað sinn sem það var ákveðið fyrirfram. „Einu sinni fengum við Ólaf Darra til að vera með okkur, það er saga sem við munum segja barnabörnum okkar. Nú bætist Króli við þá sögu. Þeir eru báðir miklir aðdáendur hljómsveitarinnar og hafa verið í um áratug þannig að við vissum að þeir væru báðir pottþétt til í að láta fórna sér í þágu showsins,“ segir í tilkynningu frá dætrunum. Frá Októberfest í gær. Reykjavíkurdætur segjast þessa dagana vinna að nýju efni fyrir plötu sem til stendur að gefa út næsta vor. Reykjavík Háskólar Tónlist Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Eftir sat Króli alblóðugur og að virtist líflaus. Króla var þó auðvitað ekki fórnað í alvörunni og steig hann seinna á svið á Októberfest með Jóa seinna um kvöldið. Dæturnar segjast hafa fórnað allskonar karlmönnum út um allan heim á tónleikaferðalögum og að áhorfendum þyki það alltaf jafn mögnuð upplifun. Yfirleitt sé fórnarlambið valið úr salnum en þetta sé í annað sinn sem það var ákveðið fyrirfram. „Einu sinni fengum við Ólaf Darra til að vera með okkur, það er saga sem við munum segja barnabörnum okkar. Nú bætist Króli við þá sögu. Þeir eru báðir miklir aðdáendur hljómsveitarinnar og hafa verið í um áratug þannig að við vissum að þeir væru báðir pottþétt til í að láta fórna sér í þágu showsins,“ segir í tilkynningu frá dætrunum. Frá Októberfest í gær. Reykjavíkurdætur segjast þessa dagana vinna að nýju efni fyrir plötu sem til stendur að gefa út næsta vor.
Reykjavík Háskólar Tónlist Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira