Loka á umsagnir um Rings of Power vegna trölla Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2022 14:02 Galadriel er mikil stríðskona í Rings of Power. Svo virðist sem að neikvæðum umsögnum rigni yfir þættina Rings of Power frá Amazon, sem byggja á Hringadróttinssögu J.R.R Tolkien og öðrum bókum hans. Gagnrýnendum lýst ágætlega á þættina og er meðaleinkunn þeirra á Rotten Tomatoes 84 prósent. Meðaleinkun frá áhorfendum er þó 36 prósent. Ákveðin barátta um einkunn þáttanna virðist vera að eiga sér stað á IMDB þar sem þættirnir eru með 6,7 í einkunn af tíu. Þegar þetta er skrifað hafa 27,1 prósent þeirra sem gefið hafa þáttunum einkunn gefið þeim einn í einkunn. Aftur á móti hafa 33,5 prósent gefið þáttunum tíu í einkunn. Búið er að loka á umsagnir um þættina á vef Amazon. Einkunnir Rings of Power á Rotten Tomatoes. Tveir fyrstu þættir þáttaraðarinnar voru frumsýndir á Amazon Prime í fyrrakvöld. Heimildarmaður Hollywood Reporter innan raða Amazon segir að lokað hafi verið á umsagnir í 72 klukkustundir á meðan svokölluð „tröll“ séu síuð út. Auðvitað er ekki hægt að slá alla gagnrýni á þættina af borðinu sem „tröllaskap“ en mikið af gagnrýninni virðist snúa að því að þættirnir tveir þykja ekki fylgja bókunum nægilega vel eftir og margir aðrir segja fyrstu þættina tvo langdrægna. Það er þó þannig að mikilli heift hefur verið beint að Rings of Power í aðdraganda frumsýningarinnar. Stór hluti þeirrar heiftar hefur borið keim rasisma og kvennhaturs og hefur snúið að því að þeldökkt fólk og konur skipa stóra rullu í þáttunum. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem sjónvarpsþættir verða fyrir barðinu á drullusokkum sem þessum en nýjasta dæmið um það er eflaust She-Hulk á Disney +, sem fjallar um frænku Bruce Banner sem verður einnig að Hulk. Svipaðri heift var einnig beint að House of the Dragon, nýjum þáttum úr söguheimi George RR Martin, vegna þeldökks leikara. Það hefur þó aldrei ná því stigi sem heiftin í garð Rings of Power virðist vera. Gerast þúsundum árum fyrir Hringadróttinssögu Hringadróttinssaga gerist á þriðju öld Miðgarðs en þættirnir á annarri öld. Þá voru hringar Saurons og hinir hringarnir smíðaðir og hjarðir orka og drýsla herjuðu á gervallan Miðgarð, þar til álfar og menn frá Númenor tóku höndum saman og mynduðu hið svokallaða síðasta bandalag álfa og manna. Meðal annars fjalla þættirnir um Galadriel, álfadrottninguna sem Kate Blanchet lék í þríleiknum. Hún er leikin af Morfydd Clark en í upphafi hennar sögu mun hún vera að elta uppi þá sem þjónuðu hinum illa Melkor/Morgoth/Bauglir en fróðir lesendur vita ef til vill að Sauron sjálfur var einn þeirra. Bíó og sjónvarp Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Ákveðin barátta um einkunn þáttanna virðist vera að eiga sér stað á IMDB þar sem þættirnir eru með 6,7 í einkunn af tíu. Þegar þetta er skrifað hafa 27,1 prósent þeirra sem gefið hafa þáttunum einkunn gefið þeim einn í einkunn. Aftur á móti hafa 33,5 prósent gefið þáttunum tíu í einkunn. Búið er að loka á umsagnir um þættina á vef Amazon. Einkunnir Rings of Power á Rotten Tomatoes. Tveir fyrstu þættir þáttaraðarinnar voru frumsýndir á Amazon Prime í fyrrakvöld. Heimildarmaður Hollywood Reporter innan raða Amazon segir að lokað hafi verið á umsagnir í 72 klukkustundir á meðan svokölluð „tröll“ séu síuð út. Auðvitað er ekki hægt að slá alla gagnrýni á þættina af borðinu sem „tröllaskap“ en mikið af gagnrýninni virðist snúa að því að þættirnir tveir þykja ekki fylgja bókunum nægilega vel eftir og margir aðrir segja fyrstu þættina tvo langdrægna. Það er þó þannig að mikilli heift hefur verið beint að Rings of Power í aðdraganda frumsýningarinnar. Stór hluti þeirrar heiftar hefur borið keim rasisma og kvennhaturs og hefur snúið að því að þeldökkt fólk og konur skipa stóra rullu í þáttunum. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem sjónvarpsþættir verða fyrir barðinu á drullusokkum sem þessum en nýjasta dæmið um það er eflaust She-Hulk á Disney +, sem fjallar um frænku Bruce Banner sem verður einnig að Hulk. Svipaðri heift var einnig beint að House of the Dragon, nýjum þáttum úr söguheimi George RR Martin, vegna þeldökks leikara. Það hefur þó aldrei ná því stigi sem heiftin í garð Rings of Power virðist vera. Gerast þúsundum árum fyrir Hringadróttinssögu Hringadróttinssaga gerist á þriðju öld Miðgarðs en þættirnir á annarri öld. Þá voru hringar Saurons og hinir hringarnir smíðaðir og hjarðir orka og drýsla herjuðu á gervallan Miðgarð, þar til álfar og menn frá Númenor tóku höndum saman og mynduðu hið svokallaða síðasta bandalag álfa og manna. Meðal annars fjalla þættirnir um Galadriel, álfadrottninguna sem Kate Blanchet lék í þríleiknum. Hún er leikin af Morfydd Clark en í upphafi hennar sögu mun hún vera að elta uppi þá sem þjónuðu hinum illa Melkor/Morgoth/Bauglir en fróðir lesendur vita ef til vill að Sauron sjálfur var einn þeirra.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira