„Ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 20:40 Dagný Brynjarsdóttir fagnaði tveimur mörkum í Laugardalnum í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við skoruðum sex góð mörk og héldum hreinu, og gáfum þeim aldrei séns. Við getum verið stolt af þessari frammistöðu,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö marka Íslands í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Dagný jafnaði þar með Hólmfríði Magnúsdóttur á listanum yfir markahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi en Rangæingarnir hafa skorað 37 mörk hvor um sig. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. „Það er ótrúlega gaman alltaf að skora mörk en mér er svo sem sama á meðan að við vinnum leikina. Auðvitað er gaman að jafna Hólmfríði en ég er kannski ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig,“ sagði Dagný og brosti en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dagný eftir sigurinn á Hvít-Rússum Verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ Margrét Lára skoraði 79 mörk á sínum landsliðsferli svo það er ekki met sem að Dagný stefnir á: „Nei, Margrét er með svolítið mörg mörk. Ég á nú nokkur ár eftir í þessu þannig að vonandi stoppa ég ekki í markaskorun hérna. Það væri leiðinlegt. En ég held að ég, sem djúpur miðjumaður, sé nú ekki að fara að ná Margréti. Ég er farin að spila svo aftarlega hjá Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] að ég verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ í leik,“ sagði Dagný sem eins og hún segir sjálf hefur leikið sem varnarsinnaður miðjumaður í síðustu leikjum, eftir að hafa jafnan verið mun framar á miðjunni í gegnum tíðina. „Ég fékk nú ekki að fara mikið inn í box [í kvöld]. Ég viðurkenni að í fyrri hálfleik, þegar það var mikið af fyrirgjöfum, var erfitt að bíða fyrir utan teiginn. En það opnaðist aðeins fyrir mig þegar ég skoraði annað markið. Þetta var flottur leikur og sex góð mörk sem við skoruðum. Við hefðum örugglega getað skorað fleiri en þetta var flott,“ sagði Dagný. Sveindís Jane Jónsdóttir olli usla með innköstum sínum inn í teiginn.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sveindís frænka ótrúlega flott Frænka hennar, Sveindís Jane Jónsdóttir, var dugleg að leggja upp fyrir liðsfélaga sína í kvöld og fyrra mark Dagnýjar kom einmitt eftir langt innkast Sveindísar. „Já, Sveindís er ótrúlega flott. Mér persónulega myndi finnast erfiðara að verjast löngu innkasti en hornspyrnu. Það er erfiðara að reikna út hvernig boltinn kemur. Við fengum fullt af færum út úr þessu og náðum nánast skoti á markið eftir hvert einasta innkast. Þetta er orðið virkilega hættulegt vopn fyrir okkur,“ sagði Dagný. Næst á dagskrá er úrslitaleikur við Holland í Utrecht á þriðjudaginn. Þar dugir Íslandi núna jafntefli til að komast á HM. „Ég er eiginlega ekkert búin að hugsa um hann. Einbeitingin var á Hvít-Rússana og nú snýst þetta um að fagna sigrinum í kvöld, endurheimta vel á morgun og einbeita okkur að Hollendingum. Ég veit ekki hvort það sé nokkuð þægilegra að vita að manni dugi jafntefli. Auðvitað ætlum við í leikinn til að sigra. En fyrst og fremst þurfum við að spila góðan varnarleik. Þær eru frábærar sóknarlega. Við vitum líka að við munum fá færi og þá snýst þetta um að nýta okkar færi. Eins og ég þekki alla hérna þá erum við að fara í þennan leik til að sækja sigur.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Dagný jafnaði þar með Hólmfríði Magnúsdóttur á listanum yfir markahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi en Rangæingarnir hafa skorað 37 mörk hvor um sig. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. „Það er ótrúlega gaman alltaf að skora mörk en mér er svo sem sama á meðan að við vinnum leikina. Auðvitað er gaman að jafna Hólmfríði en ég er kannski ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig,“ sagði Dagný og brosti en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dagný eftir sigurinn á Hvít-Rússum Verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ Margrét Lára skoraði 79 mörk á sínum landsliðsferli svo það er ekki met sem að Dagný stefnir á: „Nei, Margrét er með svolítið mörg mörk. Ég á nú nokkur ár eftir í þessu þannig að vonandi stoppa ég ekki í markaskorun hérna. Það væri leiðinlegt. En ég held að ég, sem djúpur miðjumaður, sé nú ekki að fara að ná Margréti. Ég er farin að spila svo aftarlega hjá Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] að ég verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ í leik,“ sagði Dagný sem eins og hún segir sjálf hefur leikið sem varnarsinnaður miðjumaður í síðustu leikjum, eftir að hafa jafnan verið mun framar á miðjunni í gegnum tíðina. „Ég fékk nú ekki að fara mikið inn í box [í kvöld]. Ég viðurkenni að í fyrri hálfleik, þegar það var mikið af fyrirgjöfum, var erfitt að bíða fyrir utan teiginn. En það opnaðist aðeins fyrir mig þegar ég skoraði annað markið. Þetta var flottur leikur og sex góð mörk sem við skoruðum. Við hefðum örugglega getað skorað fleiri en þetta var flott,“ sagði Dagný. Sveindís Jane Jónsdóttir olli usla með innköstum sínum inn í teiginn.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sveindís frænka ótrúlega flott Frænka hennar, Sveindís Jane Jónsdóttir, var dugleg að leggja upp fyrir liðsfélaga sína í kvöld og fyrra mark Dagnýjar kom einmitt eftir langt innkast Sveindísar. „Já, Sveindís er ótrúlega flott. Mér persónulega myndi finnast erfiðara að verjast löngu innkasti en hornspyrnu. Það er erfiðara að reikna út hvernig boltinn kemur. Við fengum fullt af færum út úr þessu og náðum nánast skoti á markið eftir hvert einasta innkast. Þetta er orðið virkilega hættulegt vopn fyrir okkur,“ sagði Dagný. Næst á dagskrá er úrslitaleikur við Holland í Utrecht á þriðjudaginn. Þar dugir Íslandi núna jafntefli til að komast á HM. „Ég er eiginlega ekkert búin að hugsa um hann. Einbeitingin var á Hvít-Rússana og nú snýst þetta um að fagna sigrinum í kvöld, endurheimta vel á morgun og einbeita okkur að Hollendingum. Ég veit ekki hvort það sé nokkuð þægilegra að vita að manni dugi jafntefli. Auðvitað ætlum við í leikinn til að sigra. En fyrst og fremst þurfum við að spila góðan varnarleik. Þær eru frábærar sóknarlega. Við vitum líka að við munum fá færi og þá snýst þetta um að nýta okkar færi. Eins og ég þekki alla hérna þá erum við að fara í þennan leik til að sækja sigur.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti