„Þær tóku mjög stórt pláss í liðinu“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 13:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af landsleikjunum vegna meiðsla en Hallbera Guðný Gísladóttir er hætt í fótbolta. VÍSIR/VILHELM Ljóst er að Þorsteinn Halldórsson getur ekki stólað á sama byrjunarlið og á EM þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag, í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Hallbera Guðný Gísladóttir, sem sá um stöðu vinstri bakvarðar í 14 ár og lék 131 A-landsleik, er hætt og þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Agla María Albertsdóttir eru meiddar. Vísir spurði leikmenn íslenska liðsins út í þessi forföll í vikunni, fyrir leikina við Hvít-Rússa og Hollendinga sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM. „Auðvitað breytir það einhverju að vera ekki með þær í liðinu. Þær tóku mjög stórt pláss í liðinu. En við erum með breiðan og góðan hóp og það koma leikmenn inn í staðinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði. Búin að búa til stóran hóp „Ég myndi segja að við værum búin að vera að búa til frekar stóran hóp, þannig að við séum undirbúin fyrir að það geti komið enhver forföll, því það gerist alltaf,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir og bætti við: „Klárlega munum við sakna þeirra sem eru ekki hérna núna en að sama skapi erum við með flottan hóp. Þær sem fá þessi hlutverk þeirra sem hafa verið að detta út, ég er viss um að þær muni stíga upp og standa sig frábærlega.“ Alexandra Jóhannsdóttir gæti fengið tækifæri á miðjunni í leikjunum og saknar sérstaklega góðvinkonu sinnar Karólínu. „Já, auðvitað. Hallbera er búin að vera hérna í ég veit ekki hvað mörg ár, og Karólína er líka ótrúlega mikilvæg fyrir liðið innan vallar sem utan. En það kemur maður í manns stað og við erum ekkert með verri leikmenn sem koma inn. En auðvitað er svakalegur missir að missa þær,“ sagði Alexandra. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31 Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45 Hallbera Guðný hætt: „Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“ Hallbera Guðný Gísladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar síðasti landsleikur var því 1-1 jafnteflið gegn Frakklandi í kvöld en hún staðfesti þetta sjálf á samfélagsmiðlum eftir leik. 18. júlí 2022 23:55 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir, sem sá um stöðu vinstri bakvarðar í 14 ár og lék 131 A-landsleik, er hætt og þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Agla María Albertsdóttir eru meiddar. Vísir spurði leikmenn íslenska liðsins út í þessi forföll í vikunni, fyrir leikina við Hvít-Rússa og Hollendinga sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM. „Auðvitað breytir það einhverju að vera ekki með þær í liðinu. Þær tóku mjög stórt pláss í liðinu. En við erum með breiðan og góðan hóp og það koma leikmenn inn í staðinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði. Búin að búa til stóran hóp „Ég myndi segja að við værum búin að vera að búa til frekar stóran hóp, þannig að við séum undirbúin fyrir að það geti komið enhver forföll, því það gerist alltaf,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir og bætti við: „Klárlega munum við sakna þeirra sem eru ekki hérna núna en að sama skapi erum við með flottan hóp. Þær sem fá þessi hlutverk þeirra sem hafa verið að detta út, ég er viss um að þær muni stíga upp og standa sig frábærlega.“ Alexandra Jóhannsdóttir gæti fengið tækifæri á miðjunni í leikjunum og saknar sérstaklega góðvinkonu sinnar Karólínu. „Já, auðvitað. Hallbera er búin að vera hérna í ég veit ekki hvað mörg ár, og Karólína er líka ótrúlega mikilvæg fyrir liðið innan vallar sem utan. En það kemur maður í manns stað og við erum ekkert með verri leikmenn sem koma inn. En auðvitað er svakalegur missir að missa þær,“ sagði Alexandra. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31 Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45 Hallbera Guðný hætt: „Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“ Hallbera Guðný Gísladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar síðasti landsleikur var því 1-1 jafnteflið gegn Frakklandi í kvöld en hún staðfesti þetta sjálf á samfélagsmiðlum eftir leik. 18. júlí 2022 23:55 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira
Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31
Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45
Hallbera Guðný hætt: „Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“ Hallbera Guðný Gísladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar síðasti landsleikur var því 1-1 jafnteflið gegn Frakklandi í kvöld en hún staðfesti þetta sjálf á samfélagsmiðlum eftir leik. 18. júlí 2022 23:55