„Þeirra leikur er svolítið villtur“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 15:00 Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu báðar gegn Hvíta-Rússlandi þegar liðin mættust í apríl. VÍSIR/VILHELM Þó að Ísland hafi unnið 5-0 stórsigur gegn Hvíta-Rússlandi í apríl, í leik sem fór fram í Belgrad, býr íslenska landsliðið sig undir erfiða rimmu á Laugardalsvelli í dag í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Hvít-Rússar sýndu hvað í þeirra lið er spunnið með 2-1 sigri gegn Tékklandi í júní. Tékkar hafa til að mynda gert jafntefli í báðum leikjum sínum gegn Hollendingum, liðið sem Ísland berst við um efsta sætið í riðlinum. Hvít-rússneska liðið er því að mati Þorsteins Halldórssonar sýnd veiði en alls ekki gefin: „Þær eru duglegar og þeirra fremstu menn hlaupa mikið og pressa. Við þurfum að vera tilbúin í smá átök á móti þeim. Þær voru grimmar á móti okkur í fyrri leiknum fyrstu tíu mínúturnar, en eftir að við skoruðum gáfu þær svolítið eftir. Við skoruðum þrjú mörk úr föstum leikatriðum í fyrri leiknum gegn þeim og þurfum að nýta það aftur [í dag]. Nýta okkar styrkleika og vera tilbúin í alvöru bardaga. Þær voru grimmar á móti Tékklandi og mjög skeinuhættar,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi í gær og vildi ekki gera of mikið úr 5-0 sigrinum í apríl. „Þær eru með senter sem að hleypur endalaust og er hættuleg því hún er að allan leikinn. Þeirra leikur er svolítið villtur á köflum. Villtar í pressu. Tékkarnir áttu í vandræðum með það og við þurfum að vera tilbúnar í það frá fyrstu mínútu. Við þurfum að sýna þeim að þær koma ekkert hingað til að fá nokkuð gefins, en umfram allt að spila á okkar styrkleikum,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um Hvít-Rússana Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira
Hvít-Rússar sýndu hvað í þeirra lið er spunnið með 2-1 sigri gegn Tékklandi í júní. Tékkar hafa til að mynda gert jafntefli í báðum leikjum sínum gegn Hollendingum, liðið sem Ísland berst við um efsta sætið í riðlinum. Hvít-rússneska liðið er því að mati Þorsteins Halldórssonar sýnd veiði en alls ekki gefin: „Þær eru duglegar og þeirra fremstu menn hlaupa mikið og pressa. Við þurfum að vera tilbúin í smá átök á móti þeim. Þær voru grimmar á móti okkur í fyrri leiknum fyrstu tíu mínúturnar, en eftir að við skoruðum gáfu þær svolítið eftir. Við skoruðum þrjú mörk úr föstum leikatriðum í fyrri leiknum gegn þeim og þurfum að nýta það aftur [í dag]. Nýta okkar styrkleika og vera tilbúin í alvöru bardaga. Þær voru grimmar á móti Tékklandi og mjög skeinuhættar,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi í gær og vildi ekki gera of mikið úr 5-0 sigrinum í apríl. „Þær eru með senter sem að hleypur endalaust og er hættuleg því hún er að allan leikinn. Þeirra leikur er svolítið villtur á köflum. Villtar í pressu. Tékkarnir áttu í vandræðum með það og við þurfum að vera tilbúnar í það frá fyrstu mínútu. Við þurfum að sýna þeim að þær koma ekkert hingað til að fá nokkuð gefins, en umfram allt að spila á okkar styrkleikum,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um Hvít-Rússana Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira