„Virkar á mig eins og Margrét Lára“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 11:00 Amanda Andradóttir kom við sögu í lokaleik Íslands á EM í sumar. Sérfræðingar Bestu markanna telja hana vel til þess fallna að fylla í skarðið sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem hér er með Amöndu á mynd, skilur eftir sig vegna meiðsla. Getty/Alex Livesey Sérfræðingar Bestu markanna telja að hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir eigi að fá sæti í byrjunarliði Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag, í leiknum mikilvæga í undankeppni HM. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Amanda, sem spilar undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í Svíþjóð, nú þegar leikið sjö A-landsleiki, þar af tvo í byrjunarliði. Hún lék meðal annars tíu mínútur á EM í júlí, í lokaleiknum gegn Frökkum, og þótti standa sig vel. „Ég held að þetta sé tíminn til að sjá hversu langt Amanda er komin,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir stilltu báðar Amöndu upp í sinni hugmynd að byrjunarliði, í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport. „Amanda kom frábærlega inn, fannst mér, á móti Frökkum. Hún þorir og virkar á mann eins og hún sé alveg tilbúin. Hún virkar pínu á mig eins og Margrét Lára. Þá á ég við kjarkinn og fleira,“ segir Helena Ólafsdóttir þáttastjórnandi. Byrjunarliðið sem Ásgerður Stefanía, eða Adda, myndi velja. Bára: Með eiginleika sem vantar inn á miðjuna „Ég hef ekki mikið séð hana, bara aðeins í Svíþjóð og þessar fáu mínútur sem hún hefur fengið með landsliðinu, en maður sér að hún er með fótboltaheila. Hún er með miklar pælingar, ofboðslega mikla tækni, og ég held að hennar besta staða sé 10-staðan. Í mínu byrjunarliði leitar hún inn af kantinum og Gunnhildur fer í hornhlaupin,“ segir Ásgerður og Bára tekur undir: „Hún er með ótrúlega mikinn leikskilning þrátt fyrir að hún sé ung. Hún sér skýrar sendingarlínur og svæði vel, er góð að halda boltanum og fiskar fullt af aukaspyrnum. Stundum tekur hún föstu leikatriðin líka,“ segir Bára sem telur Amöndu nauðsynlega til að fylla í skarðið sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skilur eftir sig. Byrjunarliðið sem Bára myndi stóla á. „Mér finnst ótrúlega margir eiginleikar í henni svipaðir og hjá Karólínu, þó að þær séu svo ekkert endilega líkir leikmenn. Þetta eru eiginleikar sem mér finnst vanta inn á miðjuna. Svo myndi ég vilja hafa „sprengjurnar“ úti á köntunum, Sveindísi og Svövu, til þess að negla í gegnum línuna og fá þessar sendingar í gegn,“ segir Bára. Telja að Hlín komi beint inn í byrjunarliðið Sérfræðingarnir telja hins vegar að Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari muni hafa Amöndu á bekknum og að hann setji Hlín Eiríksdóttur, sem var ekki valin í EM-hópinn í sumar, á hægri kantinn. Líklegt byrjunarlið Íslands í kvöld að mati Bestu markanna. „Það eina sem mér finnst vera alvöru spurningamerki er hvort Áslaug Munda sé heil og geti spilað. Ef ekki þá held ég að hann setji Elísu í vinstri bakvörðinn. Hlín er líka spurningamerki en að sama skapi ertu búin að missa Karólínu, sem var fyrsti kostur þarna inn, og Öglu Maríu sem var leikmaður númer tvö þarna inn,“ segir Bára sem telur að Hlín myndi spjara sig vel á hægri kantinum: „Þú ert að taka eldheitan kantmann beint frá Svíþjóð sem er búinn að standa sig mjög vel þar og á fullt af landsleikjum. Mér finnst ekkert því til fyrirstöðu að hún starti en svo er Svava Rós þarna líka. Í báðum tilvikum þarf hann að færa Sveindísi yfir vinstra megin.“ Klippa: Bestu mörkin - Umræða um líklegt byrjunarlið Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Fótbolti Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Amanda, sem spilar undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í Svíþjóð, nú þegar leikið sjö A-landsleiki, þar af tvo í byrjunarliði. Hún lék meðal annars tíu mínútur á EM í júlí, í lokaleiknum gegn Frökkum, og þótti standa sig vel. „Ég held að þetta sé tíminn til að sjá hversu langt Amanda er komin,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir stilltu báðar Amöndu upp í sinni hugmynd að byrjunarliði, í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport. „Amanda kom frábærlega inn, fannst mér, á móti Frökkum. Hún þorir og virkar á mann eins og hún sé alveg tilbúin. Hún virkar pínu á mig eins og Margrét Lára. Þá á ég við kjarkinn og fleira,“ segir Helena Ólafsdóttir þáttastjórnandi. Byrjunarliðið sem Ásgerður Stefanía, eða Adda, myndi velja. Bára: Með eiginleika sem vantar inn á miðjuna „Ég hef ekki mikið séð hana, bara aðeins í Svíþjóð og þessar fáu mínútur sem hún hefur fengið með landsliðinu, en maður sér að hún er með fótboltaheila. Hún er með miklar pælingar, ofboðslega mikla tækni, og ég held að hennar besta staða sé 10-staðan. Í mínu byrjunarliði leitar hún inn af kantinum og Gunnhildur fer í hornhlaupin,“ segir Ásgerður og Bára tekur undir: „Hún er með ótrúlega mikinn leikskilning þrátt fyrir að hún sé ung. Hún sér skýrar sendingarlínur og svæði vel, er góð að halda boltanum og fiskar fullt af aukaspyrnum. Stundum tekur hún föstu leikatriðin líka,“ segir Bára sem telur Amöndu nauðsynlega til að fylla í skarðið sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skilur eftir sig. Byrjunarliðið sem Bára myndi stóla á. „Mér finnst ótrúlega margir eiginleikar í henni svipaðir og hjá Karólínu, þó að þær séu svo ekkert endilega líkir leikmenn. Þetta eru eiginleikar sem mér finnst vanta inn á miðjuna. Svo myndi ég vilja hafa „sprengjurnar“ úti á köntunum, Sveindísi og Svövu, til þess að negla í gegnum línuna og fá þessar sendingar í gegn,“ segir Bára. Telja að Hlín komi beint inn í byrjunarliðið Sérfræðingarnir telja hins vegar að Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari muni hafa Amöndu á bekknum og að hann setji Hlín Eiríksdóttur, sem var ekki valin í EM-hópinn í sumar, á hægri kantinn. Líklegt byrjunarlið Íslands í kvöld að mati Bestu markanna. „Það eina sem mér finnst vera alvöru spurningamerki er hvort Áslaug Munda sé heil og geti spilað. Ef ekki þá held ég að hann setji Elísu í vinstri bakvörðinn. Hlín er líka spurningamerki en að sama skapi ertu búin að missa Karólínu, sem var fyrsti kostur þarna inn, og Öglu Maríu sem var leikmaður númer tvö þarna inn,“ segir Bára sem telur að Hlín myndi spjara sig vel á hægri kantinum: „Þú ert að taka eldheitan kantmann beint frá Svíþjóð sem er búinn að standa sig mjög vel þar og á fullt af landsleikjum. Mér finnst ekkert því til fyrirstöðu að hún starti en svo er Svava Rós þarna líka. Í báðum tilvikum þarf hann að færa Sveindísi yfir vinstra megin.“ Klippa: Bestu mörkin - Umræða um líklegt byrjunarlið Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Fótbolti Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira