„Gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2022 08:31 Erlingur Agnarsson skoraði tvö marka Víkinga í undanúrslitasigrinum á miðvikudagskvöldið. Vísir/Hulda Margrét Erlingur Agnarsson var allt í öllu hjá Víkingum sem tryggðu sæti sitt í bikarúrslitum í fyrrakvöld með 3-0 sigri á Breiðabliki í undanúrslitum á Kópavogsvelli. Hann segir ríg vera milli félaganna og að Víkingar muni gera allt til að velta toppliði Bestu deildarinnar um koll í framhaldinu. Erlingur opnaði markareikning Víkings gegn Breiðabliki í undanúrslitunum í fyrrakvöld og skoraði einnig þriðja mark liðsins í 3-0 sigri. Breiðablik vann 3-0 sigur þegar liðin mættust í deildinni fyrr í sumar en Víkingar svöruðu í sömu mynt í bikarkeppninni. Það var eilítill púki í Víkingum eftir leik þar sem ummæli leikmanna vöktu athygli. „Já, það var það. Það er náttúrulega mikill rígur á milli þessara liða og búið að vera síðustu tvö ár. Þannig að það er alltaf gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu,“ „Við vissum bara að við þyrftum að mæta helvíti fastir fyrir í þennan leik því að þeir eru búnir að gera það í síðustu tveimur leikjum á móti okkur. Þá vorum við bara soft ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Erlingur í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakkanum. Klippa: Sportpakkinn: Erlingur Agnarsson Gaupi spurði þá hvort þetta hefði verið fyrirfram ákveðið. „Ekkert þannig. Við vissum allir að við þyrftum að gera þetta. Í síðasta leik var bara ekki í lagi hvernig við mættum, við vorum alltof soft og leyfðum þeim að negla okkur niður,“ Lét gagnrýni ekki trufla sig Erlingur sat undir gagnrýni snemmsumars fyrir að skora ekki nóg fyrir liðið. Hann lét þá gagnrýni hins vegar sem vind um eyru þjóta. „Ég bara vissi það sjálfur að ég þyrfti að skora mörk. Umræðan sjálf skipti engu máli, hún átti alveg fullan rétt á sér,“ En er það ekkert óþægilegt að slík umræða hangi yfir manni? „Maður pælir ekkert í því. Það er ekkert gaman að það sé verið að tala um það en það er bara eins og það er,“ Hlakkar til framhaldsins Erlingur var þá spurður um framhaldið. Víkingur situr í 3. sæti Bestu deildarinnar, tíu stigum frá Breiðabliki á toppnum, en á þó leik inni. „Það er náttúrulega núna bara úrslitaleikur í bikar og síðan þessi deild. Við eigum fjóra leiki eftir í venjulegu deildinni og svo er þessi úrslitakeppni. Það verður bara spennandi sjá hvernig hún kemur út,“ segir Erlingur sem segir Víkinga hafa fulla trú á því að þeir geti skákað Blikum. „Við verðum að halda í trúna og vonina. Ef Blikar skyldu fara að tapa einhverjum stigum þá ætlum við að vera þarna klárir að hirða af þeim toppsætið. Það er alveg klárt mál,“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Erlingur opnaði markareikning Víkings gegn Breiðabliki í undanúrslitunum í fyrrakvöld og skoraði einnig þriðja mark liðsins í 3-0 sigri. Breiðablik vann 3-0 sigur þegar liðin mættust í deildinni fyrr í sumar en Víkingar svöruðu í sömu mynt í bikarkeppninni. Það var eilítill púki í Víkingum eftir leik þar sem ummæli leikmanna vöktu athygli. „Já, það var það. Það er náttúrulega mikill rígur á milli þessara liða og búið að vera síðustu tvö ár. Þannig að það er alltaf gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu,“ „Við vissum bara að við þyrftum að mæta helvíti fastir fyrir í þennan leik því að þeir eru búnir að gera það í síðustu tveimur leikjum á móti okkur. Þá vorum við bara soft ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Erlingur í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakkanum. Klippa: Sportpakkinn: Erlingur Agnarsson Gaupi spurði þá hvort þetta hefði verið fyrirfram ákveðið. „Ekkert þannig. Við vissum allir að við þyrftum að gera þetta. Í síðasta leik var bara ekki í lagi hvernig við mættum, við vorum alltof soft og leyfðum þeim að negla okkur niður,“ Lét gagnrýni ekki trufla sig Erlingur sat undir gagnrýni snemmsumars fyrir að skora ekki nóg fyrir liðið. Hann lét þá gagnrýni hins vegar sem vind um eyru þjóta. „Ég bara vissi það sjálfur að ég þyrfti að skora mörk. Umræðan sjálf skipti engu máli, hún átti alveg fullan rétt á sér,“ En er það ekkert óþægilegt að slík umræða hangi yfir manni? „Maður pælir ekkert í því. Það er ekkert gaman að það sé verið að tala um það en það er bara eins og það er,“ Hlakkar til framhaldsins Erlingur var þá spurður um framhaldið. Víkingur situr í 3. sæti Bestu deildarinnar, tíu stigum frá Breiðabliki á toppnum, en á þó leik inni. „Það er náttúrulega núna bara úrslitaleikur í bikar og síðan þessi deild. Við eigum fjóra leiki eftir í venjulegu deildinni og svo er þessi úrslitakeppni. Það verður bara spennandi sjá hvernig hún kemur út,“ segir Erlingur sem segir Víkinga hafa fulla trú á því að þeir geti skákað Blikum. „Við verðum að halda í trúna og vonina. Ef Blikar skyldu fara að tapa einhverjum stigum þá ætlum við að vera þarna klárir að hirða af þeim toppsætið. Það er alveg klárt mál,“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast