Mikael hóf leik á varamannabekk AGF, en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós strax á 16. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Sigurd Haugen annað mark sitt og annað mark AGF og staðan því orðin 0-2 áður en tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum.
Liðið bætti svo þriðja markinu við stuttu fyrir hálfleikshlé og staðan því 0-3 þegar gengið var til búningsherbergja.
Haugen fullkomnaði svo þrennu sína snemma í síðari hálfleik, en liðið átti þá enn eftir að bæta fjórum mörkum við og niðurstaðan því öruggur 0-8 sigur AGF sem er á leið í 32-liða úrslit dönsku bikarkeppninnar.