„Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2022 15:46 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var að vonum svekkt eftir niðurstöðuna á EM í sumar en nýtir það til að ná meiri árangri. VÍSIR/VILHELM Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. Gunnhildur var í eldlínunni með Íslandi á EM í Englandi í júlí en fór svo beint til Bandaríkjanna til að spila með félagsliði sínu, Orlando Pride. „Það var erfitt að mæta aftur, ég ætla ekkert að neita því. Það tekur andlega á að vera á svona stórmóti, og eins það að hafa ekki komist áfram eða unnið leik á mótinu. Ég þurfti bara að mæta strax á tvær æfingar fyrsta daginn og fara svo beint í útileik. Það tók á. En svona er fótboltinn og maður heldur bara áfram, og gefur sig í öll verkefni sem eru framundan. Ég er því í fullu fjöri,“ segir Gunnhildur fyrir landsliðsæfingu Íslands á Laugardalsvelli í gær. Klippa: Gunnhildur Yrsa um leikinn mikilvæga og lífið eftir EM Ísland mætir þar Hvíta-Rússlandi á morgun klukkan 17:30 og heldur svo til Hollands á sunnudag til að spila úrslitaleik við Hollendinga á þriðjudaginn, um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í flókið umspil og endi Ísland þar skiptir máli að hafa unnið Hvíta-Rússland. „Við vitum hversu mikilvægir þessir leikir eru og við tökum það góða frá EM með okkur. Við erum ótrúlega hungraðar í að ná á HM eftir það sem gerðist á EM. Við stóðum okkur frábærlega þar og ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við töpuðum ekki leik en komumst samt ekki áfram, og við notum það til að mótivera okkur í þessu verkefni,“ segir Gunnhildur. Hvít-Rússar unnu 2-1 sigur gegn Tékklandi í júní og eru sýnd veiði en ekki gefin: „Þær eru með mjög sterkt lið og náðu að stríða Tékkum, sem sýnir hvað þær geta. Við vitum að við þurfum að vera hundrað prósent og ætlum að einbeita okkur að þessum leik. Steini hefur alltaf verið þannig að við tökum bara einn leik í einu og ég held að það sé mjög gott fyrir okkur að vera í núinu og fókusa á einn dag í einu,“ segir Gunnhildur. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Gunnhildur var í eldlínunni með Íslandi á EM í Englandi í júlí en fór svo beint til Bandaríkjanna til að spila með félagsliði sínu, Orlando Pride. „Það var erfitt að mæta aftur, ég ætla ekkert að neita því. Það tekur andlega á að vera á svona stórmóti, og eins það að hafa ekki komist áfram eða unnið leik á mótinu. Ég þurfti bara að mæta strax á tvær æfingar fyrsta daginn og fara svo beint í útileik. Það tók á. En svona er fótboltinn og maður heldur bara áfram, og gefur sig í öll verkefni sem eru framundan. Ég er því í fullu fjöri,“ segir Gunnhildur fyrir landsliðsæfingu Íslands á Laugardalsvelli í gær. Klippa: Gunnhildur Yrsa um leikinn mikilvæga og lífið eftir EM Ísland mætir þar Hvíta-Rússlandi á morgun klukkan 17:30 og heldur svo til Hollands á sunnudag til að spila úrslitaleik við Hollendinga á þriðjudaginn, um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í flókið umspil og endi Ísland þar skiptir máli að hafa unnið Hvíta-Rússland. „Við vitum hversu mikilvægir þessir leikir eru og við tökum það góða frá EM með okkur. Við erum ótrúlega hungraðar í að ná á HM eftir það sem gerðist á EM. Við stóðum okkur frábærlega þar og ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við töpuðum ekki leik en komumst samt ekki áfram, og við notum það til að mótivera okkur í þessu verkefni,“ segir Gunnhildur. Hvít-Rússar unnu 2-1 sigur gegn Tékklandi í júní og eru sýnd veiði en ekki gefin: „Þær eru með mjög sterkt lið og náðu að stríða Tékkum, sem sýnir hvað þær geta. Við vitum að við þurfum að vera hundrað prósent og ætlum að einbeita okkur að þessum leik. Steini hefur alltaf verið þannig að við tökum bara einn leik í einu og ég held að það sé mjög gott fyrir okkur að vera í núinu og fókusa á einn dag í einu,“ segir Gunnhildur. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira