„Skil ekki alveg það að velja Elínu Mettu á þeim stað sem hún er núna“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2022 10:30 Elín Metta Jensen lék aðeins örfáar mínútur á EM í Englandi, í lokaleiknum gegn Frakklandi, eftir að hafa verið aðalframherji Íslands í undankeppninni. Getty/Dave Howarth Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum settu stórt spurningamerki við það að Elín Metta Jensen skyldi fá sæti í landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi, í leikjum sem gætu skilað Íslandi á HM í fyrsta sinn. Elín Metta lék aðeins örfáar mínútur á EM í Englandi í sumar, í lokaleiknum gegn Frakklandi, eftir að hafa verið aðalframherji Íslands í undankeppninni og markahæst með sex mörk. Þáttastjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, Helena Ólafsdóttir, velti upp þeirri spurningu hvort rétt hefði verið af Þorsteini Halldórssyni að velja Elínu Mettu í landsliðið núna, miðað við frammistöðu hennar með Val í sumar þar sem hún hefur misst byrjunarliðssæti sitt. „Ég hef í gegnum tíðina verið einn mesti aðdáandi Elínar Mettu og fyrir þetta tímabil hefði ég alltaf valið hana sem fyrsta framherja í staðinn fyrir Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur]. En hún er ekki búin að vera hundrað prósent,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfoss. „Gullið tækifæri til að velja Jasmín“ „Ég skildi það að taka hana með á EM en setti spurningamerki við það að taka hana með núna. Þú getur notað Sveindísi uppi á topp, og Svövu. Svo fannst mér þetta gullið tækifæri til að velja Jasmín Erlu [Ingadóttur úr Stjörnunni], sem er búin að vera heitasti leikmaður mótsins upp á síðkastið og ótrúlega vaxandi í sumar. Ég skil ekki alveg það að velja Elínu Mettu á þeim stað sem hún er núna. Hún kom til dæmis ekki inn á í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvert hennar hlutverk er,“ sagði Bára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Elínu Mettu Elín Metta frábær en átt í vandræðum Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sem reyndar er liðsfélagi Elínar Mettu hjá Val, segir erfitt að svara því hvort réttmætt sé að Elín Metta sé í íslenska landsliðshópnum. Ásgerður benti á að í grunninn væri Elín Metta frábær leikmaður, og Bára tók fullkomlega undir það. „Mér finnst Berglind mega fá sviðið. Berglind var góð á EM. Mér fannst hún halda sinni stöðu vel, vera góð í Frakkaleiknum, og mér finnst hún hafa vaxið inn í sitt hlutverk sem framherji númer eitt,“ sagði Ásgerður en tjáði sig svo lítillega um Elínu Mettu, fyrir áeggjan Báru: „Elín Metta er frábær leikmaður en hún er búin að vera í vandræðum. Hvort það sé réttmætt að hún sé í þessum hópi finnst mér erfitt að svara. Ég veit bara það að hún er frábær leikmaður þegar hún er upp á sitt besta.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Fótbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Elín Metta lék aðeins örfáar mínútur á EM í Englandi í sumar, í lokaleiknum gegn Frakklandi, eftir að hafa verið aðalframherji Íslands í undankeppninni og markahæst með sex mörk. Þáttastjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, Helena Ólafsdóttir, velti upp þeirri spurningu hvort rétt hefði verið af Þorsteini Halldórssyni að velja Elínu Mettu í landsliðið núna, miðað við frammistöðu hennar með Val í sumar þar sem hún hefur misst byrjunarliðssæti sitt. „Ég hef í gegnum tíðina verið einn mesti aðdáandi Elínar Mettu og fyrir þetta tímabil hefði ég alltaf valið hana sem fyrsta framherja í staðinn fyrir Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur]. En hún er ekki búin að vera hundrað prósent,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfoss. „Gullið tækifæri til að velja Jasmín“ „Ég skildi það að taka hana með á EM en setti spurningamerki við það að taka hana með núna. Þú getur notað Sveindísi uppi á topp, og Svövu. Svo fannst mér þetta gullið tækifæri til að velja Jasmín Erlu [Ingadóttur úr Stjörnunni], sem er búin að vera heitasti leikmaður mótsins upp á síðkastið og ótrúlega vaxandi í sumar. Ég skil ekki alveg það að velja Elínu Mettu á þeim stað sem hún er núna. Hún kom til dæmis ekki inn á í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvert hennar hlutverk er,“ sagði Bára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Elínu Mettu Elín Metta frábær en átt í vandræðum Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sem reyndar er liðsfélagi Elínar Mettu hjá Val, segir erfitt að svara því hvort réttmætt sé að Elín Metta sé í íslenska landsliðshópnum. Ásgerður benti á að í grunninn væri Elín Metta frábær leikmaður, og Bára tók fullkomlega undir það. „Mér finnst Berglind mega fá sviðið. Berglind var góð á EM. Mér fannst hún halda sinni stöðu vel, vera góð í Frakkaleiknum, og mér finnst hún hafa vaxið inn í sitt hlutverk sem framherji númer eitt,“ sagði Ásgerður en tjáði sig svo lítillega um Elínu Mettu, fyrir áeggjan Báru: „Elín Metta er frábær leikmaður en hún er búin að vera í vandræðum. Hvort það sé réttmætt að hún sé í þessum hópi finnst mér erfitt að svara. Ég veit bara það að hún er frábær leikmaður þegar hún er upp á sitt besta.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Fótbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira