„Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 13:01 Íslenskir stuðningsmenn vöktu verðskuldaða athygli á EM í Englandi í sumar. vísir/vilhelm Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. Íslendingar fylgdust spenntir með kvennalandsliðinu á EM í sumar og til að mynda sáu 63% landsmanna síðasta leik liðsins á mótinu, auk þess sem þúsundir ferðuðust til Englands að styðja liðið. Samt sem áður hefur miðasala á leikinn mikilvæga við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag farið hægt af stað. Mikið er undir í leiknum því ef Ísland nær í fjögur stig úr þeim leik og gegn Hollandi ytra á þriðjudag tryggir liðið sér sæti á HM í fyrsta sinn. Samkvæmt svari frá KSÍ voru nú í hádeginu um 2.500 miðar farnir út úr kerfinu og því enn rúmlega 7.000 sæti ónýtt en miðasala er í fullum gangi á tix.is. Helena Ólafsdóttir velti því fyrir sér í Bestu mörkunum í gær hvort ekki hefði verið hægt að nýta meðbyrinn frá EM betur með því að hefja miðasöluna strax eftir mótið: „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni á þennan leik, því það var stemning fyrir liðinu?“ spurði Helena og Adda Baldursdóttir tók undir: „Nýta mómentið, ég er alveg sammála því. Mér hefur fundist lítið fara fyrir þessari miðasölu núna. Ég veit ekki hvort það er bara það að maður sjái það ekki. En ég er alveg sammála því að það megi nýta mómentin betur til að selja á þessa leiki. Þetta eru ofboðslega mikilvægir leikir fyrir okkur,“ sagði Adda. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um miðasölu Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Íslendingar fylgdust spenntir með kvennalandsliðinu á EM í sumar og til að mynda sáu 63% landsmanna síðasta leik liðsins á mótinu, auk þess sem þúsundir ferðuðust til Englands að styðja liðið. Samt sem áður hefur miðasala á leikinn mikilvæga við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag farið hægt af stað. Mikið er undir í leiknum því ef Ísland nær í fjögur stig úr þeim leik og gegn Hollandi ytra á þriðjudag tryggir liðið sér sæti á HM í fyrsta sinn. Samkvæmt svari frá KSÍ voru nú í hádeginu um 2.500 miðar farnir út úr kerfinu og því enn rúmlega 7.000 sæti ónýtt en miðasala er í fullum gangi á tix.is. Helena Ólafsdóttir velti því fyrir sér í Bestu mörkunum í gær hvort ekki hefði verið hægt að nýta meðbyrinn frá EM betur með því að hefja miðasöluna strax eftir mótið: „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni á þennan leik, því það var stemning fyrir liðinu?“ spurði Helena og Adda Baldursdóttir tók undir: „Nýta mómentið, ég er alveg sammála því. Mér hefur fundist lítið fara fyrir þessari miðasölu núna. Ég veit ekki hvort það er bara það að maður sjái það ekki. En ég er alveg sammála því að það megi nýta mómentin betur til að selja á þessa leiki. Þetta eru ofboðslega mikilvægir leikir fyrir okkur,“ sagði Adda. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um miðasölu Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira