Everton hóf leikinn betur þar sem Anthony Gordon, sem hefur verið orðaður við Chelsea að undanförnu, kom liðinu yfir eftir 17 mínútna leik og staðan var 1-0 fyrir gestina frá Liverpool á Elland Road í gærkvöld.
Kólumbíumaðurinn Luis Sinisterra, sem Leeds keypti frá Feyenoord í sumar, skoraði hins vegar sitt fyrsta mark fyrir félagið á 55. mínútu og leiknum lauk 1-1.
Jesse Marsch, stjóri Leeds, segir Everton hafa eytt tíma nánast allan leikinn.
„[Tímasóunin] er hörmuleg. Maður sá Everton sparka boltanum burt frá fyrstu mínútu til þess að reyna að minnka orkuna á Elland Road. Þetta er skemmanaiðnaður. Ég vildi óska þess að dómararnir myndu taka betur á þessu. Eftir að það við jöfnuðum 1-1 varð leikurinn eilítið skemmtilegri en það var of seint,“ sagði Marsch eftir leik.
Leeds er með átta stig í 5. sæti deildarinnar en Everton með þrjú stig í því fimmtánda, og leitar enn síns fyrsta sigurs.