Klopp segist vilja taka meiri áhættu á leikmannamarkaðnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2022 07:00 Jürgen Klopp vill að Liverpool taki meiri áhættu á leikmannamarkaðnum. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist vilja taka meiri áhættu á leikmannamarkaðnum nú þegar félagið er í leit að miðjumanni rétt áður en félagsskiptaglugginn í flestum deildum evrópu lokar á morgun. Í sumar hefur Klopp fengið þrjá leikmenn til Liverpool, en það eru þeir Fabio Carvalho frá Fulham, Calvin Ramsay frá Aberdeen og Darwin Nunez frá Benfica. Sá síðastnefndi er sá eini sem þykir líklegur til að vera reglulega í byrjunarliði Liverpool í vetur. „Stundum væri ég til í að taka meiri áhættu, en ég tek ekki þær ákvarðanir og það er í lagi,“ sagði Klopp í gær. „Við munum reyna eins og við getum þangað til glugginn lokar.“ Þá var Klopp spurður út í það hvort honum þætti hann hafa fengið nægilegan fjárhagslegan stuðning frá eigendum liðsins, Fenway Sports Group. Klopp var þó ekki alveg sáttur við þá spurningu. „Það sem mér líkar ekki er að ef ég segi að ég sé ekki viss þá gerið þið stórmál úr því,“ sagði Klopp nokkuð pirraður. „Hvað þýðir það að fá nægilegan fjárhagslegan stuðning?“ „Er þetta alltaf auðvelt? Nei. Ræðum við þessa hluti á almannafæri? Auðvitað ekki.“ Margir hafa bent á að Liverpool hafi líklega þurft að styrkja miðsvæðið fyrir tímabilið, en Klopp vildi þó lengi vel meina að svo væri ekki. Hann hefur nú viðurkennt að hann hafi rangt fyrir sér. Mikil meiðsli hafa hrjáð félagið í upphafi tímabils, en nú styttist í endurkomu hjá Curtis Jones, Joel Matip, Diogo Jota, Thiago Alcantara, Caoimhin Kelleher og Calvin Ramsay. „Við höfum enn tíma en þegar gluggin lokar - hvort sem við höfum keypt einhvern eða ekki - þá verð ég gríðarlega glaður þar sem ég get hætt að hugsa um þetta og farið að einbeita mér að liðinu og hópnum sem við erum með.“ „Því meira sem við nálgums það að glugginn loki því erfiðara verður þetta. Við eigum enn möguleika, en það verður mjög erfitt,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Í sumar hefur Klopp fengið þrjá leikmenn til Liverpool, en það eru þeir Fabio Carvalho frá Fulham, Calvin Ramsay frá Aberdeen og Darwin Nunez frá Benfica. Sá síðastnefndi er sá eini sem þykir líklegur til að vera reglulega í byrjunarliði Liverpool í vetur. „Stundum væri ég til í að taka meiri áhættu, en ég tek ekki þær ákvarðanir og það er í lagi,“ sagði Klopp í gær. „Við munum reyna eins og við getum þangað til glugginn lokar.“ Þá var Klopp spurður út í það hvort honum þætti hann hafa fengið nægilegan fjárhagslegan stuðning frá eigendum liðsins, Fenway Sports Group. Klopp var þó ekki alveg sáttur við þá spurningu. „Það sem mér líkar ekki er að ef ég segi að ég sé ekki viss þá gerið þið stórmál úr því,“ sagði Klopp nokkuð pirraður. „Hvað þýðir það að fá nægilegan fjárhagslegan stuðning?“ „Er þetta alltaf auðvelt? Nei. Ræðum við þessa hluti á almannafæri? Auðvitað ekki.“ Margir hafa bent á að Liverpool hafi líklega þurft að styrkja miðsvæðið fyrir tímabilið, en Klopp vildi þó lengi vel meina að svo væri ekki. Hann hefur nú viðurkennt að hann hafi rangt fyrir sér. Mikil meiðsli hafa hrjáð félagið í upphafi tímabils, en nú styttist í endurkomu hjá Curtis Jones, Joel Matip, Diogo Jota, Thiago Alcantara, Caoimhin Kelleher og Calvin Ramsay. „Við höfum enn tíma en þegar gluggin lokar - hvort sem við höfum keypt einhvern eða ekki - þá verð ég gríðarlega glaður þar sem ég get hætt að hugsa um þetta og farið að einbeita mér að liðinu og hópnum sem við erum með.“ „Því meira sem við nálgums það að glugginn loki því erfiðara verður þetta. Við eigum enn möguleika, en það verður mjög erfitt,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira