„Ég var rosa barnalegur þá“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2022 17:16 Arnar á hliðarlínunni á sínu fyrsta sumri sem aðalþjálfari Víkings árið 2019. Hann kveðst hafa lært margt síðan. Vísir/Daníel Þór Arnar Gunnlaugsson fagnar því að hafa skrifað undir nýjan samning við Víking í dag. Hann segist hvergi annars staðar vilja vera þrátt fyrir að hugurinn leiti út. Það gefist tími fyrir það síðar. „Ég held að félagið sé alltaf að stækka og dafna á hverju einasta ári. Það er alltaf verið að finna leiðir til þess að verða betri. Það er verið að gera litlu smáatriðin að stórum efnum þannig að við getum haldið áfram að vaxa og dafna. Bara starfsheitið hjá Kára [Árnasyni], yfirmaður knattspyrnumála, bara hvað við erum búin að bæta í aðstöðuna sem kannski sést ekkert endilega út á við eða úti á velli þegar við erum að spila leikinn,“ „Að taka yfir Safamýrina er bara nýjasti kaflinn í sögu félagsins og þannig á þetta að vera. Þú mátt aldrei sofna á verðinum í þessum leik okkar ef þú gerir það er það dýrkeypt. Þannig að við erum að finna leiðir til þess að halda áfram að verða í fremstu röð og vera klúbbur sem getur barist um titla og komist langt í Evrópu,“ segir Arnar. Klippa: Viðtal við Arnar Gunnlaugsson Sá ekki fyrir sér að vera á þessum stað Arnar þjálfaði ÍA í tvígang meðan hann var enn leikmaður, fyrst 2006 og svo frá 2008 til 2009. Hann hætti að spila 2011 en það var ekki fyrr en Willum Þór Þórsson, núverandi heilbrigðisráðherra, dró hann inn í þjálfarateymi KR 2016 að hann sinnti þjálfun á ný. Hans leið lá í Fossvoginn árið 2017 hvar hann var aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar áður en hann tók við sem aðalþjálfari liðsins haustið 2018. „Ég verð nú að viðurkenna það að sá mig aldrei fyrir mér sem þjálfara. En maður sér það líka núna, eins og á Sölva [Geir Ottesen, sem hætti í fyrra] sem er að koma núna inn í teymið mitt, að það eru ekkert ósvipaðar aðstæður og þegar ég kom inn í teymið í KR hjá Willum. Fótboltinn dregur mann alltaf inn. Þér finnst hann ekkert mikilvægur hluti af þínu lífi en svo dregur hann mann alltaf til baka, þá færðu bakteríuna og þá er ekki aftur snúið,“ segir Arnar og bætir við: „Þá viltu auðvitað verða eins góður þjálfari og þú mögulega getur. Þú sankar að þér upplýsingum og hefur metnað til að ná langt. En aðalatriðið finnst mér að finna klúbb sem að þú finnur samhljóm með og ég hef fundið hann, og þess vegna er þetta samstarf að halda áfram,“ Gott að hafa pung í að prófa nýja hluti Arnar kveðst hafa lært mikið af Ólafi Jóhannessyni á meðal annarra.Vísir/Daníel Þór Arnar fór geist í yfirlýsingar þegar hann tók við félaginu og segist hafa gert fjöldamörg mistök sem hann hafi fljótt lært af. Hann þakkar þá fyrir að hafa átt góða þjálfara og lærifeður í gegnum árin. „Ég var rosa barnalegur þá, sem er kannski bara eins gott. Ef ég hefði haft meiri vitneskju þá hefði ég aldrei talað eins og ég talaði þegar ég byrjaði og ekki haft eins mikinn pung til að gera þá hluti sem ég gerði á þeim tíma. En með tímanum lærir maður líka að beisla þessi barnalegu læti og verða meira professional [faglegri],“ „Svo er þetta líka bara reynsla. Ég lærði af frábærum mönnum Willum, Gaua Þórðar, Loga Ólafs og Óla Jó, bara svona goðsögnum, sem hefur hjálpað mér mikið. En svo verðuru bara að þínum eigin manni og finnur leiðir. En auðvitað hjálpar líka árangurinn til, hann sýnir að þú ert á réttri leið. Þá getur maður fengið betri leikmenn, klúbburinn stækkar og þá færðu meiri pening. Þetta hefur allt keðjuverkandi áhrif en fyrst og fremst hefur þetta verið mikið ævintýri og vonandi heldur það áfram sem lengst,“ segir Arnar. Enginn tilgangur að fara eitt eða neitt núna Víkingar unnu tvöfalt í fyrra og berjast nú við Blika um báða titla í ár.Vísir/Hulda Margrét Arnar kveðst þá hafa heyrt af áhuga nokkurra félaga að utan og segist eflaust vera á radar nokkurra sökum árangursins sem hefur náðst undanfarin ár. Hann er þó ekkert að flýta sér út. „Auðvitað hef ég metnað til þess að fara sem lengst og þá óhjákvæmilega er það að fara erlendis. En mér líður bara svo ógeðslega vel hérna í Víkinni. Það er enginn tilgangur að fara eitt eða neitt núna, af því að þú ert í liði sem er að stækka, sem á eftir að ná ákveðnum markmiðum, sem er að berjast um titla og ert í liði sem er að berjast í Evrópukeppni og standa sig vel. Það eru bara ekkert svaka mörg lið sem geta boðið það úti í heimi nema maður fari í óraunhæfa möguleika um lið sem eru bara þegar nokkuð vel sett þjálfaralega séð,“ „Auðvitað stefni ég langt og sá tími mun koma, en það liggur ekkert á,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar sem má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Bein útsending: Arnar kynnir fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjá meira
„Ég held að félagið sé alltaf að stækka og dafna á hverju einasta ári. Það er alltaf verið að finna leiðir til þess að verða betri. Það er verið að gera litlu smáatriðin að stórum efnum þannig að við getum haldið áfram að vaxa og dafna. Bara starfsheitið hjá Kára [Árnasyni], yfirmaður knattspyrnumála, bara hvað við erum búin að bæta í aðstöðuna sem kannski sést ekkert endilega út á við eða úti á velli þegar við erum að spila leikinn,“ „Að taka yfir Safamýrina er bara nýjasti kaflinn í sögu félagsins og þannig á þetta að vera. Þú mátt aldrei sofna á verðinum í þessum leik okkar ef þú gerir það er það dýrkeypt. Þannig að við erum að finna leiðir til þess að halda áfram að verða í fremstu röð og vera klúbbur sem getur barist um titla og komist langt í Evrópu,“ segir Arnar. Klippa: Viðtal við Arnar Gunnlaugsson Sá ekki fyrir sér að vera á þessum stað Arnar þjálfaði ÍA í tvígang meðan hann var enn leikmaður, fyrst 2006 og svo frá 2008 til 2009. Hann hætti að spila 2011 en það var ekki fyrr en Willum Þór Þórsson, núverandi heilbrigðisráðherra, dró hann inn í þjálfarateymi KR 2016 að hann sinnti þjálfun á ný. Hans leið lá í Fossvoginn árið 2017 hvar hann var aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar áður en hann tók við sem aðalþjálfari liðsins haustið 2018. „Ég verð nú að viðurkenna það að sá mig aldrei fyrir mér sem þjálfara. En maður sér það líka núna, eins og á Sölva [Geir Ottesen, sem hætti í fyrra] sem er að koma núna inn í teymið mitt, að það eru ekkert ósvipaðar aðstæður og þegar ég kom inn í teymið í KR hjá Willum. Fótboltinn dregur mann alltaf inn. Þér finnst hann ekkert mikilvægur hluti af þínu lífi en svo dregur hann mann alltaf til baka, þá færðu bakteríuna og þá er ekki aftur snúið,“ segir Arnar og bætir við: „Þá viltu auðvitað verða eins góður þjálfari og þú mögulega getur. Þú sankar að þér upplýsingum og hefur metnað til að ná langt. En aðalatriðið finnst mér að finna klúbb sem að þú finnur samhljóm með og ég hef fundið hann, og þess vegna er þetta samstarf að halda áfram,“ Gott að hafa pung í að prófa nýja hluti Arnar kveðst hafa lært mikið af Ólafi Jóhannessyni á meðal annarra.Vísir/Daníel Þór Arnar fór geist í yfirlýsingar þegar hann tók við félaginu og segist hafa gert fjöldamörg mistök sem hann hafi fljótt lært af. Hann þakkar þá fyrir að hafa átt góða þjálfara og lærifeður í gegnum árin. „Ég var rosa barnalegur þá, sem er kannski bara eins gott. Ef ég hefði haft meiri vitneskju þá hefði ég aldrei talað eins og ég talaði þegar ég byrjaði og ekki haft eins mikinn pung til að gera þá hluti sem ég gerði á þeim tíma. En með tímanum lærir maður líka að beisla þessi barnalegu læti og verða meira professional [faglegri],“ „Svo er þetta líka bara reynsla. Ég lærði af frábærum mönnum Willum, Gaua Þórðar, Loga Ólafs og Óla Jó, bara svona goðsögnum, sem hefur hjálpað mér mikið. En svo verðuru bara að þínum eigin manni og finnur leiðir. En auðvitað hjálpar líka árangurinn til, hann sýnir að þú ert á réttri leið. Þá getur maður fengið betri leikmenn, klúbburinn stækkar og þá færðu meiri pening. Þetta hefur allt keðjuverkandi áhrif en fyrst og fremst hefur þetta verið mikið ævintýri og vonandi heldur það áfram sem lengst,“ segir Arnar. Enginn tilgangur að fara eitt eða neitt núna Víkingar unnu tvöfalt í fyrra og berjast nú við Blika um báða titla í ár.Vísir/Hulda Margrét Arnar kveðst þá hafa heyrt af áhuga nokkurra félaga að utan og segist eflaust vera á radar nokkurra sökum árangursins sem hefur náðst undanfarin ár. Hann er þó ekkert að flýta sér út. „Auðvitað hef ég metnað til þess að fara sem lengst og þá óhjákvæmilega er það að fara erlendis. En mér líður bara svo ógeðslega vel hérna í Víkinni. Það er enginn tilgangur að fara eitt eða neitt núna, af því að þú ert í liði sem er að stækka, sem á eftir að ná ákveðnum markmiðum, sem er að berjast um titla og ert í liði sem er að berjast í Evrópukeppni og standa sig vel. Það eru bara ekkert svaka mörg lið sem geta boðið það úti í heimi nema maður fari í óraunhæfa möguleika um lið sem eru bara þegar nokkuð vel sett þjálfaralega séð,“ „Auðvitað stefni ég langt og sá tími mun koma, en það liggur ekkert á,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar sem má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Bein útsending: Arnar kynnir fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjá meira