„Hann vill að ég fái fleiri stelpur til að taka upp mínar hefðir“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 09:01 Frænkurnar Dagný Brynjarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir léttar í bragði. Þær eru í lykilhlutverkum hjá íslenska landsliðinu sem stefnir á að landa HM-sæti í fyrsta sinn í sögunni, helst næsta þriðjudag. VÍSIR/VILHELM Dagný Brynjarsdóttir segir að nú sé mögulega síðasti sénsinn hennar til að komast með íslenska landsliðinu í lokakeppni HM í fótbolta. Hún mætir í landsleikina við Hvíta-Rússland og Holland eftir að hafa nýverið fengið nýtt ábyrgðarhlutverk hjá West Ham. Dagný var gerð að fyrirliða West Ham á dögunum en hún hefur verið á mála hjá félaginu síðasta eitt og hálfa árið. Þessi 31 árs gamli Rangæingur hefur haldið með West Ham frá því í æsku og því er væntanlega draumur að verða fyrirliði liðsins? „Þetta er fyrst og fremst heiður, og gaman að þeir treysti mér fyrir því að leiða liðið áfram. Ég er samt bara enn þá sama Dagný en fæ kannski aðeins meiri ábyrgð,“ segir Dagný létt í bragði. Paul Konchesky, þjálfari West Ham, hefur greinilega miklar mætur á Íslendingnum í liðinu sínu: „Honum fannst ég bara góð fyrirmynd innan vallar og utan vallar. Góður leiðtogi. Hann vill að ég dragi liðið áfram með mér og fái fleiri stelpur til að taka upp mínar hefðir, sérstaklega kannski utan vallar,“ segir Dagný og bætir við að Hamrarnir ætli sér að gera enn betur í vetur en á síðustu leiktíð, sem þó hafi verið sú besta hjá liðinu frá upphafi. Klippa: Dagný um fyrirliðahlutverkið og leiðina að HM Næstu daga hugsar Dagný hins vegar alfarið um leiki Íslands í undankeppni HM því með sigri gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag, og að minnsta kosti jafntefli við Holland í Utrecht næsta þriðjudagskvöld, tryggir Ísland sér sæti á HM í fyrsta sinn. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir, sérstaklega Hvít-Rússaleikurinn. Það er stórleikur og sérstaklega mikilvægt að við séum einbeittar að því verkefni. Við þurfum að taka þrjú stig þar svo að leikurinn við Holland verði næsti stórleikur. Við stefnum að því að klára dæmið í þessum leikjum og vonandi gengur það eftir en við verðum að spila vel,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir er langmarkahæst í núverandi landsliðshópi Íslands, með 35 mörk.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Kannski er þetta síðasti sénsinn manns“ Ísland fagnaði 5-0 sigri gegn Hvíta-Rússlandi í apríl, í leik sem fór fram í Belgrad, en Dagný varar við of mikilli bjartsýni fyrir föstudaginn: „Eftir 5-0 sigur er kannski auðvelt að segja að við eigum að vera sterkari en það sem skeði í leiknum gegn þeim úti var að við nýttum færin okkar vel og náðum að skora snemma á þær. Það gerði það að verkum að þær þurftu að stíga framar og við gátum þá opnað þær meira. Það er mikilvægt að við spilum vel, látum boltann ganga hratt á milli og klárum þau færi sem við fáum. En Hvít-Rússarnir unnu Tékkana og Tékkarnir gerðu jafntefli við Hollendinga, þannig að þær eru með öflugt lið og við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Dagný. En hversu mikils virði yrði það fyrir hana að komast á HM? „Það er draumur og hefur alltaf verið draumur að komast með íslenska landsliðinu á HM. Vonandi gengur það eftir. Alla langar til að það gerist. Nú er maður orðinn 31 árs og veit aldrei hvort að næsti séns komi. Kannski er þetta síðasti sénsinn manns. Vonandi gengur það eftir.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick með slitna hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
Dagný var gerð að fyrirliða West Ham á dögunum en hún hefur verið á mála hjá félaginu síðasta eitt og hálfa árið. Þessi 31 árs gamli Rangæingur hefur haldið með West Ham frá því í æsku og því er væntanlega draumur að verða fyrirliði liðsins? „Þetta er fyrst og fremst heiður, og gaman að þeir treysti mér fyrir því að leiða liðið áfram. Ég er samt bara enn þá sama Dagný en fæ kannski aðeins meiri ábyrgð,“ segir Dagný létt í bragði. Paul Konchesky, þjálfari West Ham, hefur greinilega miklar mætur á Íslendingnum í liðinu sínu: „Honum fannst ég bara góð fyrirmynd innan vallar og utan vallar. Góður leiðtogi. Hann vill að ég dragi liðið áfram með mér og fái fleiri stelpur til að taka upp mínar hefðir, sérstaklega kannski utan vallar,“ segir Dagný og bætir við að Hamrarnir ætli sér að gera enn betur í vetur en á síðustu leiktíð, sem þó hafi verið sú besta hjá liðinu frá upphafi. Klippa: Dagný um fyrirliðahlutverkið og leiðina að HM Næstu daga hugsar Dagný hins vegar alfarið um leiki Íslands í undankeppni HM því með sigri gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag, og að minnsta kosti jafntefli við Holland í Utrecht næsta þriðjudagskvöld, tryggir Ísland sér sæti á HM í fyrsta sinn. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir, sérstaklega Hvít-Rússaleikurinn. Það er stórleikur og sérstaklega mikilvægt að við séum einbeittar að því verkefni. Við þurfum að taka þrjú stig þar svo að leikurinn við Holland verði næsti stórleikur. Við stefnum að því að klára dæmið í þessum leikjum og vonandi gengur það eftir en við verðum að spila vel,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir er langmarkahæst í núverandi landsliðshópi Íslands, með 35 mörk.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Kannski er þetta síðasti sénsinn manns“ Ísland fagnaði 5-0 sigri gegn Hvíta-Rússlandi í apríl, í leik sem fór fram í Belgrad, en Dagný varar við of mikilli bjartsýni fyrir föstudaginn: „Eftir 5-0 sigur er kannski auðvelt að segja að við eigum að vera sterkari en það sem skeði í leiknum gegn þeim úti var að við nýttum færin okkar vel og náðum að skora snemma á þær. Það gerði það að verkum að þær þurftu að stíga framar og við gátum þá opnað þær meira. Það er mikilvægt að við spilum vel, látum boltann ganga hratt á milli og klárum þau færi sem við fáum. En Hvít-Rússarnir unnu Tékkana og Tékkarnir gerðu jafntefli við Hollendinga, þannig að þær eru með öflugt lið og við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Dagný. En hversu mikils virði yrði það fyrir hana að komast á HM? „Það er draumur og hefur alltaf verið draumur að komast með íslenska landsliðinu á HM. Vonandi gengur það eftir. Alla langar til að það gerist. Nú er maður orðinn 31 árs og veit aldrei hvort að næsti séns komi. Kannski er þetta síðasti sénsinn manns. Vonandi gengur það eftir.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick með slitna hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn