Kristall Máni frá í hið minnsta sex vikur vegna axlarbrots Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2022 07:31 Kristall Máni í leik með Víkingum fyrr í sumar. Hann er nú leikmaður Rosenborg í Noregi. Vísir/Hulda Margrét Kristall Máni Ingason komst á blað í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um liðna helgi er hann skoraði tvívegis í 4-3 tapi Rosenborg gegn Tromsö. Því miður fyrir Kristal Mána þá meiddist hann í leiknum og verður frá næstu sex vikurnar hið minnsta. Hinn tvítugi Kristall Máni var í fyrsta sinn í byrjunarliði Rosenborg er liðið heimsótti Tromsö. Segja má að þessi lunkni framherji hafi nýtt tækifærið fullkomlega en hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, það síðara úr vítaspyrnu. Samkvæmt heimildum Vísis þá meiddist Kristall Máni er hann skoraði fyrra mark sitt í leiknum á 23. mínútu. Hann skorar þá af stuttu færi en þarf að hoppa yfir markvörð Tromsö og lendir á stönginni. Við höggið þá axlarbrotnaði Kristall Máni en hann fór þó ekki af velli. Nokkrum mínútum síðar skoraði hann annað mark sitt í leiknum og það var svo ekki fyrr en á 74. mínútu sem framherjinn fór af velli. Samkvæmt heimildum Vísis mun Kristall Máni ekki spila meira næstu vikurnar en um er að ræða gríðarlegt högg fyrir leikmanninn sjálfan, Rosenborg og svo U-21 árs landslið Íslands sem mætir Tékklandi í lok september í umspili um að komast á lokamót EM. Kristall Máni var mikilvægur hlekkur í tvöföldum sigri Víkings síðasta sumar og var valinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar. Hann var jafnvel betri í sumar og keypti norska stórliðið Rosenborg hann um miðjan júlí mánuð. Hann þarf nú að bíta í það súra epli að sitja á hliðarlínunni og fylgjast með félögum sínum spila næstu vikurnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Kristall skoraði tvö í fyrsta byrjunarliðsleiknum með Rosenborg Kristall Máni Ingason var í fyrsta skipti í byrjunarliði Rosenborg þegar liðið fór í heimsókn til Tromsø í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kristall skoraði tvö mörk í leiknum sem Rosenborg tapaði 4-3. 28. ágúst 2022 20:30 Kristall Máni kom inn af bekknum í dramatískum sigri Rosenborg Kristall Máni Ingason og félagar hans í Rosenborg unnu dramatískan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ålesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 21. ágúst 2022 19:55 Rosenborg vann í frumraun Kristals Mána Kristall Máni Ingason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg í Noregi er liðið vann 2-1 sigur á HamKam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. ágúst 2022 18:16 Þakkar stuðningsmönnum annarra liða fyrir að láta sig heyra það Kristall Máni Ingason lék í vikunni sinn síðasta leik fyrir Víking Reykjavík, að minnsta kosti í bili. Hann þakkaði ekki einungis stuðningsmönnum þeirra fyrir sig, heldur allra hinna liðanna í deildinni einnig. 30. júlí 2022 12:01 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Hinn tvítugi Kristall Máni var í fyrsta sinn í byrjunarliði Rosenborg er liðið heimsótti Tromsö. Segja má að þessi lunkni framherji hafi nýtt tækifærið fullkomlega en hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, það síðara úr vítaspyrnu. Samkvæmt heimildum Vísis þá meiddist Kristall Máni er hann skoraði fyrra mark sitt í leiknum á 23. mínútu. Hann skorar þá af stuttu færi en þarf að hoppa yfir markvörð Tromsö og lendir á stönginni. Við höggið þá axlarbrotnaði Kristall Máni en hann fór þó ekki af velli. Nokkrum mínútum síðar skoraði hann annað mark sitt í leiknum og það var svo ekki fyrr en á 74. mínútu sem framherjinn fór af velli. Samkvæmt heimildum Vísis mun Kristall Máni ekki spila meira næstu vikurnar en um er að ræða gríðarlegt högg fyrir leikmanninn sjálfan, Rosenborg og svo U-21 árs landslið Íslands sem mætir Tékklandi í lok september í umspili um að komast á lokamót EM. Kristall Máni var mikilvægur hlekkur í tvöföldum sigri Víkings síðasta sumar og var valinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar. Hann var jafnvel betri í sumar og keypti norska stórliðið Rosenborg hann um miðjan júlí mánuð. Hann þarf nú að bíta í það súra epli að sitja á hliðarlínunni og fylgjast með félögum sínum spila næstu vikurnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Kristall skoraði tvö í fyrsta byrjunarliðsleiknum með Rosenborg Kristall Máni Ingason var í fyrsta skipti í byrjunarliði Rosenborg þegar liðið fór í heimsókn til Tromsø í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kristall skoraði tvö mörk í leiknum sem Rosenborg tapaði 4-3. 28. ágúst 2022 20:30 Kristall Máni kom inn af bekknum í dramatískum sigri Rosenborg Kristall Máni Ingason og félagar hans í Rosenborg unnu dramatískan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ålesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 21. ágúst 2022 19:55 Rosenborg vann í frumraun Kristals Mána Kristall Máni Ingason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg í Noregi er liðið vann 2-1 sigur á HamKam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. ágúst 2022 18:16 Þakkar stuðningsmönnum annarra liða fyrir að láta sig heyra það Kristall Máni Ingason lék í vikunni sinn síðasta leik fyrir Víking Reykjavík, að minnsta kosti í bili. Hann þakkaði ekki einungis stuðningsmönnum þeirra fyrir sig, heldur allra hinna liðanna í deildinni einnig. 30. júlí 2022 12:01 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Kristall skoraði tvö í fyrsta byrjunarliðsleiknum með Rosenborg Kristall Máni Ingason var í fyrsta skipti í byrjunarliði Rosenborg þegar liðið fór í heimsókn til Tromsø í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kristall skoraði tvö mörk í leiknum sem Rosenborg tapaði 4-3. 28. ágúst 2022 20:30
Kristall Máni kom inn af bekknum í dramatískum sigri Rosenborg Kristall Máni Ingason og félagar hans í Rosenborg unnu dramatískan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ålesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 21. ágúst 2022 19:55
Rosenborg vann í frumraun Kristals Mána Kristall Máni Ingason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg í Noregi er liðið vann 2-1 sigur á HamKam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. ágúst 2022 18:16
Þakkar stuðningsmönnum annarra liða fyrir að láta sig heyra það Kristall Máni Ingason lék í vikunni sinn síðasta leik fyrir Víking Reykjavík, að minnsta kosti í bili. Hann þakkaði ekki einungis stuðningsmönnum þeirra fyrir sig, heldur allra hinna liðanna í deildinni einnig. 30. júlí 2022 12:01