Fangar augnablik sem snúast um að njóta og vera þakklát Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 15:01 Julia Mai Linnéa Maria var að opna sína fyrstu einkasýningu. Gunnar Jónsson „Innblásturinn kemur alls staðar frá en kannski aðallega frá löngun til að komast út í náttúruna, að lifa nær henni og finna sinn stað í öllu saman,“ segir listakonan Julia Mai Linnea Maria um einkasýninguna INRE GRÖNSKA sem hún opnaði á dögunum í Vínstúkunni. Blaðamaður tók púlsinn á Juliu og fékk að heyra nánar frá listinni og lífinu. Tengingar „Þessi sýning er svolítið þannig að hún snýst um tengingu við bæði náttúruna hér á jörðinni en líka með kosmiska tengingu út í endalausan geiminn sem við erum bara pínulítill partur af,“ segir Julia. View this post on Instagram A post shared by Julia Mai Linne a Maria (@juliamaiart) Henni þykir mikilvægt að sýna þakklæti fyrir allt sem við höfum í náttúrunni. „Við erum á góðri leið með að eyðileggja fyrir okkur sjálfum. Að mála fyrir þessa sýningu var minn flótti frá því að hugsa um allt það slæma sem við erum að gera við plánetuna. Ég vildi ná að fanga þessi augnablik sem snúast bara um að njóta og vera þakklát.“ View this post on Instagram A post shared by Julia Mai Linne a Maria (@juliamaiart) Alltaf verið málandi Listsköpun heillaði Juliu frá ungum aldri. „Ég er búin að mála frá því að ég man eftir en ég byrjaði þó að taka sjálfri mér og því sem ég geri alvarlega fyrir kannski svona tólf árum síðan, þó ég hafi enga formlega menntun í listinni.“ View this post on Instagram A post shared by Julia Mai Linne a Maria (@juliamaiart) Nýleg verkefni Juliu eru meðal annars The Art of Self Care, sem er listrænn verkefni frá Nottingham, styrkt af Arts Council England. „Ég er einn af þremur listamönnum í því og ég hlakka til að fara á sýningu í tengslum við það í byrjun árs 2023. Nú í september fer ég svo til Svíþjóðar að taka þátt í Konstnatten, eða Listanóttinni, ásamt fullt af skapandi fólki. Ég er alltaf opin fyrir alls konar verkefnum.“ View this post on Instagram A post shared by Julia Mai Linne a Maria (@juliamaiart) INRE GRÖNSKA er fyrsta einkasýning Juliu og er jafnframt sölusýning. Hún stendur til 3. september næstkomandi en Julia stefnir á fleiri einkasýningar í framtíðinni. „Draumurinn er að hætta að vinna í þjónustustarfi, eins og ég hef gert í tæp tuttugu ár, og vinna bara með eitthvað listrænt. En þangað til þá er Vínstúkan klárlega besti vinnustaðurinn,“ segir Julia að lokum. Myndlist Menning Tengdar fréttir „Þetta gefur mér alveg óskaplega mikið“ Listamaðurinn Pétur Geir Magnússon sækir innblástur í náttúruna í sköpun sinni. Hann hefur komið að ýmsum skapandi greinum í gegnum tíðina og hefur augun sífellt opin fyrir nýjum hlutum. Amma hans og afi höfðu mótandi áhrif á myndlistarferil hans en Pétur Geir opnar listasýningu sína Annarskonar Annaspann í dag klukkan 14:00. Blaðamaður tók púlsinn á Pétri Geir og fékk að heyra nánar frá sýningunni og sköpunargleðinni. 13. ágúst 2022 13:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Tengingar „Þessi sýning er svolítið þannig að hún snýst um tengingu við bæði náttúruna hér á jörðinni en líka með kosmiska tengingu út í endalausan geiminn sem við erum bara pínulítill partur af,“ segir Julia. View this post on Instagram A post shared by Julia Mai Linne a Maria (@juliamaiart) Henni þykir mikilvægt að sýna þakklæti fyrir allt sem við höfum í náttúrunni. „Við erum á góðri leið með að eyðileggja fyrir okkur sjálfum. Að mála fyrir þessa sýningu var minn flótti frá því að hugsa um allt það slæma sem við erum að gera við plánetuna. Ég vildi ná að fanga þessi augnablik sem snúast bara um að njóta og vera þakklát.“ View this post on Instagram A post shared by Julia Mai Linne a Maria (@juliamaiart) Alltaf verið málandi Listsköpun heillaði Juliu frá ungum aldri. „Ég er búin að mála frá því að ég man eftir en ég byrjaði þó að taka sjálfri mér og því sem ég geri alvarlega fyrir kannski svona tólf árum síðan, þó ég hafi enga formlega menntun í listinni.“ View this post on Instagram A post shared by Julia Mai Linne a Maria (@juliamaiart) Nýleg verkefni Juliu eru meðal annars The Art of Self Care, sem er listrænn verkefni frá Nottingham, styrkt af Arts Council England. „Ég er einn af þremur listamönnum í því og ég hlakka til að fara á sýningu í tengslum við það í byrjun árs 2023. Nú í september fer ég svo til Svíþjóðar að taka þátt í Konstnatten, eða Listanóttinni, ásamt fullt af skapandi fólki. Ég er alltaf opin fyrir alls konar verkefnum.“ View this post on Instagram A post shared by Julia Mai Linne a Maria (@juliamaiart) INRE GRÖNSKA er fyrsta einkasýning Juliu og er jafnframt sölusýning. Hún stendur til 3. september næstkomandi en Julia stefnir á fleiri einkasýningar í framtíðinni. „Draumurinn er að hætta að vinna í þjónustustarfi, eins og ég hef gert í tæp tuttugu ár, og vinna bara með eitthvað listrænt. En þangað til þá er Vínstúkan klárlega besti vinnustaðurinn,“ segir Julia að lokum.
Myndlist Menning Tengdar fréttir „Þetta gefur mér alveg óskaplega mikið“ Listamaðurinn Pétur Geir Magnússon sækir innblástur í náttúruna í sköpun sinni. Hann hefur komið að ýmsum skapandi greinum í gegnum tíðina og hefur augun sífellt opin fyrir nýjum hlutum. Amma hans og afi höfðu mótandi áhrif á myndlistarferil hans en Pétur Geir opnar listasýningu sína Annarskonar Annaspann í dag klukkan 14:00. Blaðamaður tók púlsinn á Pétri Geir og fékk að heyra nánar frá sýningunni og sköpunargleðinni. 13. ágúst 2022 13:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Þetta gefur mér alveg óskaplega mikið“ Listamaðurinn Pétur Geir Magnússon sækir innblástur í náttúruna í sköpun sinni. Hann hefur komið að ýmsum skapandi greinum í gegnum tíðina og hefur augun sífellt opin fyrir nýjum hlutum. Amma hans og afi höfðu mótandi áhrif á myndlistarferil hans en Pétur Geir opnar listasýningu sína Annarskonar Annaspann í dag klukkan 14:00. Blaðamaður tók púlsinn á Pétri Geir og fékk að heyra nánar frá sýningunni og sköpunargleðinni. 13. ágúst 2022 13:00