Finnskir blaðamenn sakaðir um landráð neita sök Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2022 13:47 Frá Helsinki í Finnlandi. Sergi Reboredo/VW PICS/Universal Images Group via Getty Images) Réttarhöld yfir þremur finnskum blaðamönnum sem sakaðir eru um að hafa opinberað ríkisleyndarmál Finnlands hófust í Helsinki í dag. Þeir neita sök. Árið 2017 birti Helsingin-Sanomat, stærsta dagblað Finnlands, grein um starfsemi leyniþjónustu finnska hersins. Greinin bar titilinn „Leyndasti staður Finnlands“ og varpaði ljósi á staðsetningu og starfsemi leyniþjónustunnar. Áður en umfjöllunin birtist hafði lítið verið fjallað um starfsemi stofnunarinnar í finnskum fjölmiðlum Í frétt Reuters kemur fram að umfjöllunin hafi birst á sama tíma og finnska þingið rökræddi hvort auka ætti heimildir leyniþjónustunnar til að fylgjast með stafrænum samskiptum. Sakaðir um að fremja landráð með því að birta ríkisleyndarmál Ákæruvaldið segir að umfjöllunin hafi meðal annars verið byggð á gögnum sem merkt hafi verið sem trúnaðarmál og innihaldið ríkisleyndarmál. Með því að opinbera ríkisleyndarmál hafi blaðamennirnir framið landráð. Eru blaðamennirnir sem skrifuðu greinina, Laura Halmista og Tuomo Pietiläistä, sakaðir um að hafa framið landráð með því að hafa opinberað ríkisleyndarmál með umfjölluninni. Þar að auki er þáverandi yfirmaður þeirra, Kalle Silfverberg, sakaður um aðild að málinu. Sanomatalo byggingin í Helsinki, höfuðstöðvar Helsingin-Sanomat og tengdra miðla.EPA/MAURITZ ANTIN Undirbúningsréttarhöld vegna málsins hófust fyrir dómstóli í Helsinki í dag. Þau fela í sér að farið verður yfir gögn málsins og framhald þess afráðið. Sakborningar hafa öll neitað sök en þau voru ekki viðstödd réttarhöldin í dag. Aðalmeðferð málsins fer fram í september. Vilja að umfjölluninni sé eytt af netinu Í frétt Helsingin-Sanomat um réttarhöldin í dag kemur fram að saksóknari hafi farið fram á minnst eins og hálfs árs skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir blaðamennina. Þá er þess krafist að fjölmiðillinn eyði umræddri umfjöllun af vef blaðsins. Hanne Aho, formaður finnska blaðamannafélagsins segir að málið eigi sér ekki fordæmi í sögu Finnlands. Það sé algjörlega einstætt að finnskir blaðamenn hafi verið sakaðir um landráð. Segir hún það bagalegt að almenningur hafi fengið lítinn aðgang að upplýsingum um málið. Þá telur hún mikilvægt að dómstólinn skýri á hvaða grundvelli megi takmarka tjáningarfrelsi verði blaðamennirnir fundnir sekir. Segir hverja einustu setninga byggja á upplýsingum sem þegar hafi verið aðgengilegar almenningi Kaius Niemi, aðalritsjóri Helsingin Sanomat, sem sjálfur lá undir grun í málinu á fyrri stigum þess, er brattur í viðtali við Reuters vegna málsins. Segir hann að blaðið geti sýnt fram á að hver einasta setning umræddrar umfjöllunar megi byggja á upplýsingum sem þegar hafi mátt finna á netinu eða í bókum á þeim tíma sem umfjöllunin var birt. „Upplýsingar sem eru þegar aðgengilegar almenningi geta ekki verið trúnaðarmál,“ er haft eftir Niemi á vef Reuters. Finnland Fjölmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Árið 2017 birti Helsingin-Sanomat, stærsta dagblað Finnlands, grein um starfsemi leyniþjónustu finnska hersins. Greinin bar titilinn „Leyndasti staður Finnlands“ og varpaði ljósi á staðsetningu og starfsemi leyniþjónustunnar. Áður en umfjöllunin birtist hafði lítið verið fjallað um starfsemi stofnunarinnar í finnskum fjölmiðlum Í frétt Reuters kemur fram að umfjöllunin hafi birst á sama tíma og finnska þingið rökræddi hvort auka ætti heimildir leyniþjónustunnar til að fylgjast með stafrænum samskiptum. Sakaðir um að fremja landráð með því að birta ríkisleyndarmál Ákæruvaldið segir að umfjöllunin hafi meðal annars verið byggð á gögnum sem merkt hafi verið sem trúnaðarmál og innihaldið ríkisleyndarmál. Með því að opinbera ríkisleyndarmál hafi blaðamennirnir framið landráð. Eru blaðamennirnir sem skrifuðu greinina, Laura Halmista og Tuomo Pietiläistä, sakaðir um að hafa framið landráð með því að hafa opinberað ríkisleyndarmál með umfjölluninni. Þar að auki er þáverandi yfirmaður þeirra, Kalle Silfverberg, sakaður um aðild að málinu. Sanomatalo byggingin í Helsinki, höfuðstöðvar Helsingin-Sanomat og tengdra miðla.EPA/MAURITZ ANTIN Undirbúningsréttarhöld vegna málsins hófust fyrir dómstóli í Helsinki í dag. Þau fela í sér að farið verður yfir gögn málsins og framhald þess afráðið. Sakborningar hafa öll neitað sök en þau voru ekki viðstödd réttarhöldin í dag. Aðalmeðferð málsins fer fram í september. Vilja að umfjölluninni sé eytt af netinu Í frétt Helsingin-Sanomat um réttarhöldin í dag kemur fram að saksóknari hafi farið fram á minnst eins og hálfs árs skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir blaðamennina. Þá er þess krafist að fjölmiðillinn eyði umræddri umfjöllun af vef blaðsins. Hanne Aho, formaður finnska blaðamannafélagsins segir að málið eigi sér ekki fordæmi í sögu Finnlands. Það sé algjörlega einstætt að finnskir blaðamenn hafi verið sakaðir um landráð. Segir hún það bagalegt að almenningur hafi fengið lítinn aðgang að upplýsingum um málið. Þá telur hún mikilvægt að dómstólinn skýri á hvaða grundvelli megi takmarka tjáningarfrelsi verði blaðamennirnir fundnir sekir. Segir hverja einustu setninga byggja á upplýsingum sem þegar hafi verið aðgengilegar almenningi Kaius Niemi, aðalritsjóri Helsingin Sanomat, sem sjálfur lá undir grun í málinu á fyrri stigum þess, er brattur í viðtali við Reuters vegna málsins. Segir hann að blaðið geti sýnt fram á að hver einasta setning umræddrar umfjöllunar megi byggja á upplýsingum sem þegar hafi mátt finna á netinu eða í bókum á þeim tíma sem umfjöllunin var birt. „Upplýsingar sem eru þegar aðgengilegar almenningi geta ekki verið trúnaðarmál,“ er haft eftir Niemi á vef Reuters.
Finnland Fjölmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent