Án lykilmanns í úrslitaleiknum við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 09:01 Lieke Martens meiddist á Evrópumótinu í Englandi í sumar og verður ekki með gegn Íslandi. Getty Glænýr landsliðsþjálfari Hollands hefur valið 26 leikmenn í landsliðshóp fyrir leikinn við Ísland í Utrecht 6. september, sem verður úrslitaleikur um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári. Andries Jonker var í gær kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Hollands en hann kemur í stað Marks Parsons sem var rekinn eftir að Holland náði „aðeins“ í 8-liða úrslit á EM í Englandi. Jonker þarf að vera fljótur að koma sér inn í hlutina en fær einn vináttulandsleik, gegn Skotum, áður en að úrslitaleiknum við Ísland kemur. Hann er þó með sömu aðstoðarmenn og Parsons hafði. Eitt fyrsta verk Jonkers var að velja landsliðshóp en hann gat ekki valið hina frábæru Lieke Martens, kantmanninn sem PSG var að fá frá Barcelona og valin var best í heimi árið 2017. Bondscoach Andries Jonker heeft geselecteerd voor het oefenduel tegen Schotland (2/9) en het beslissende WK-kwalificatieduel tegen IJsland (6/9). Zien we jullie daar? #NEDSCO #NEDISL pic.twitter.com/xgeDqxcgoG— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) August 24, 2022 Martens meiddist á Evrópumótinu og hefur ekki náð að jafna sig af þeim meiðslum. Markvörðurinn Lize Kop snýr hins vegar aftur eftir árs fjarveru en Sari van Veenendaal, sem var fyrirliði og aðalmarkvörður Hollands, lagði skóna á hilluna eftir EM. Skærasta stjarna Hollands, af mörgum góðum, er Vivianne Miedema, sóknarmaður Arsenal, sem skorað hefur 94 mörk í 113 A-landsleikjum. Hún missti af leikjum á EM vegna kórónuveirusmits en spilaði í tapinu gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum. Holland vann 2-0 sigur gegn Íslandi á Laugardalsvelli í fyrra en engu að síður er það svo, vegna jafntefla Hollands við Tékkland, að ef Ísland vinnur Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli 2. september dugar liðinu jafntefli í lokaleiknum gegn Hollandi, til að komast á HM í fyrsta sinn. Tapi liðið fer það í umspil. Landsliðshópur Hollands: Lineth Beerensteyn, Juventus Esmee Brugts, PSV Kerstin Casparij, Manchester City Caitlin Dijkstra, FC Twente Merel van Dongen, Atletico Madrid Danielle van de Donk, Olympique Lyon Daphne van Domselaar, FC Twente Kayleigh van Dooren, FC Twente Damaris Egurrola, Olympique Lyon Kika from Es, PSV Stefanie van der Gragt, Internazionale Jackie Groenen, Manchester United Renate Jansen, FC Twente Dominique Janssen, VfL Wolfsburg Fenna Kalmac, FC Twente Lize Kop, Ajax Romee Leuchter, Ajax Barbara Lorsheyd, Ado den Haag Vivianne Miedema, Arsenal Aniek Nouwen, Chelsea Marisa Olislagers, FC Twente Victoria Pelova, Ajax Jill Roord, VfL Wolfsburg Shanice van de Sanden, Liverpool Sherida Spitse, Ajax Lynn Wilms, VfL Wolfsburg HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Andries Jonker var í gær kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Hollands en hann kemur í stað Marks Parsons sem var rekinn eftir að Holland náði „aðeins“ í 8-liða úrslit á EM í Englandi. Jonker þarf að vera fljótur að koma sér inn í hlutina en fær einn vináttulandsleik, gegn Skotum, áður en að úrslitaleiknum við Ísland kemur. Hann er þó með sömu aðstoðarmenn og Parsons hafði. Eitt fyrsta verk Jonkers var að velja landsliðshóp en hann gat ekki valið hina frábæru Lieke Martens, kantmanninn sem PSG var að fá frá Barcelona og valin var best í heimi árið 2017. Bondscoach Andries Jonker heeft geselecteerd voor het oefenduel tegen Schotland (2/9) en het beslissende WK-kwalificatieduel tegen IJsland (6/9). Zien we jullie daar? #NEDSCO #NEDISL pic.twitter.com/xgeDqxcgoG— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) August 24, 2022 Martens meiddist á Evrópumótinu og hefur ekki náð að jafna sig af þeim meiðslum. Markvörðurinn Lize Kop snýr hins vegar aftur eftir árs fjarveru en Sari van Veenendaal, sem var fyrirliði og aðalmarkvörður Hollands, lagði skóna á hilluna eftir EM. Skærasta stjarna Hollands, af mörgum góðum, er Vivianne Miedema, sóknarmaður Arsenal, sem skorað hefur 94 mörk í 113 A-landsleikjum. Hún missti af leikjum á EM vegna kórónuveirusmits en spilaði í tapinu gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum. Holland vann 2-0 sigur gegn Íslandi á Laugardalsvelli í fyrra en engu að síður er það svo, vegna jafntefla Hollands við Tékkland, að ef Ísland vinnur Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli 2. september dugar liðinu jafntefli í lokaleiknum gegn Hollandi, til að komast á HM í fyrsta sinn. Tapi liðið fer það í umspil. Landsliðshópur Hollands: Lineth Beerensteyn, Juventus Esmee Brugts, PSV Kerstin Casparij, Manchester City Caitlin Dijkstra, FC Twente Merel van Dongen, Atletico Madrid Danielle van de Donk, Olympique Lyon Daphne van Domselaar, FC Twente Kayleigh van Dooren, FC Twente Damaris Egurrola, Olympique Lyon Kika from Es, PSV Stefanie van der Gragt, Internazionale Jackie Groenen, Manchester United Renate Jansen, FC Twente Dominique Janssen, VfL Wolfsburg Fenna Kalmac, FC Twente Lize Kop, Ajax Romee Leuchter, Ajax Barbara Lorsheyd, Ado den Haag Vivianne Miedema, Arsenal Aniek Nouwen, Chelsea Marisa Olislagers, FC Twente Victoria Pelova, Ajax Jill Roord, VfL Wolfsburg Shanice van de Sanden, Liverpool Sherida Spitse, Ajax Lynn Wilms, VfL Wolfsburg
Lineth Beerensteyn, Juventus Esmee Brugts, PSV Kerstin Casparij, Manchester City Caitlin Dijkstra, FC Twente Merel van Dongen, Atletico Madrid Danielle van de Donk, Olympique Lyon Daphne van Domselaar, FC Twente Kayleigh van Dooren, FC Twente Damaris Egurrola, Olympique Lyon Kika from Es, PSV Stefanie van der Gragt, Internazionale Jackie Groenen, Manchester United Renate Jansen, FC Twente Dominique Janssen, VfL Wolfsburg Fenna Kalmac, FC Twente Lize Kop, Ajax Romee Leuchter, Ajax Barbara Lorsheyd, Ado den Haag Vivianne Miedema, Arsenal Aniek Nouwen, Chelsea Marisa Olislagers, FC Twente Victoria Pelova, Ajax Jill Roord, VfL Wolfsburg Shanice van de Sanden, Liverpool Sherida Spitse, Ajax Lynn Wilms, VfL Wolfsburg
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira