50 laxa dagar í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 24. ágúst 2022 08:46 Flott morgunveiði í Rangárvaði í gær. Hundurinn Freyja afar stolt með feng dagsins Mynd: Karl Lúðvíksson Eystri Rangá er að eiga gott sumar og veiðin í ánni er nokkuð jöfn þessa dagana en til að gera þetta ennþá skemmtilegra er nýr lax að ganga á hverjum degi. Eystri Rangá getur verið að fá göngur langt inn í október og stundum lengur. Þetta gerir það að verkum að veiðimenn sem veiða síðsumars eru reglulega að fá nýgengna laxa í bland við legna. Áin hefur verið að fá góðar göngur í sumar og eru helstu staðir í ánni vel setnir af laxi. Þar má nefna Strandsíki, Dýjanes, Bátsvað, Drápubakka og Rangárvaðið en þar liggur lax frá útfalli við sleppitjörn og niður næstu 150 metrana í það minnsta. Sama með Drápubakka. Þar var sett niður ný tjörn og árangurinn af henni sést vel enda er mikið af laxi á breiðunni fyrir neðan tjörnina. Í fyrradag komu 54 laxar á land og gærdagurinn ekki síðri en áin er í frábæru vatni eins og yfirleitt nema að því viðbættu að hún er tær og þess vegna reglulega gaman að nota hefðbundnar litlar flugur við veiðar. Stærðir 12-14# hafa til dæmis verið að virka miklu betur heldur en túpurnar sem veiðimenn nota venjulega þarna en það breytist auðvitað ef hún litast. Það er eingöngu veitt á flugu þessa dagana þegar vikan er að skila um það bil 250-300 löxum en það á eftir að breytast ansi mikið þegar maðkurinn fer í ánna 1. september. Miðað við magn af laxi í Eystri þá reikna vanir menn að fyrsta vikan í maðki gæti skilað 500-600 löxum ef skilyrðin verða góð. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði
Eystri Rangá getur verið að fá göngur langt inn í október og stundum lengur. Þetta gerir það að verkum að veiðimenn sem veiða síðsumars eru reglulega að fá nýgengna laxa í bland við legna. Áin hefur verið að fá góðar göngur í sumar og eru helstu staðir í ánni vel setnir af laxi. Þar má nefna Strandsíki, Dýjanes, Bátsvað, Drápubakka og Rangárvaðið en þar liggur lax frá útfalli við sleppitjörn og niður næstu 150 metrana í það minnsta. Sama með Drápubakka. Þar var sett niður ný tjörn og árangurinn af henni sést vel enda er mikið af laxi á breiðunni fyrir neðan tjörnina. Í fyrradag komu 54 laxar á land og gærdagurinn ekki síðri en áin er í frábæru vatni eins og yfirleitt nema að því viðbættu að hún er tær og þess vegna reglulega gaman að nota hefðbundnar litlar flugur við veiðar. Stærðir 12-14# hafa til dæmis verið að virka miklu betur heldur en túpurnar sem veiðimenn nota venjulega þarna en það breytist auðvitað ef hún litast. Það er eingöngu veitt á flugu þessa dagana þegar vikan er að skila um það bil 250-300 löxum en það á eftir að breytast ansi mikið þegar maðkurinn fer í ánna 1. september. Miðað við magn af laxi í Eystri þá reikna vanir menn að fyrsta vikan í maðki gæti skilað 500-600 löxum ef skilyrðin verða góð.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði