Liverpool nær varla í tvö lið á æfingum: „Augljóslega ekki í lagi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2022 16:01 Klopp hefur áhyggjur af stöðu mála en Naby Keita er níundi maðurinn á meiðslalista Liverpool sem nær varla í tvö lið á æfingum. Mike Hewitt/Getty Images Naby Keïta var ekki í leikmannahópi Liverpool er liðið tapaði 2-1 fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, hefur staðfest að hann er meiddur, líkt og átta aðrir leikmenn í aðalliði félagsins. Það er ekkert nýtt að Keïta sé meiddur en hann hefur glímt við ítrekuð meiðsli frá því að hann var keyptur til Liverpool frá RB Leipzig sumarið 2018 fyrir rúmar 50 milljónir punda. Af þeim sökum hefur hann spilað mismikið fyrir liðið og aldrei náð að festa sig í sessi. Hann hafði tækifæri til þess í ljósi mikilla meiðsla hjá félaginu, sér í lagi í hans stöðu á miðsvæðinu, en óvíst er um hversu alvarleg meiðsli er að ræða. Keïta er níundi leikmaðurinn á meiðslalista Liverpool. Miðverðirnir Ibrahima Konaté og Joël Matip eru báðir frá, sem og miðjumennirnir Curtis Jones, Alex Oxlade-Chamberlain og Thiago Alcantara. Þá eru Diogo Jota, Caoimhin Kelleher og Calvin Ramsey einnig meiddir, auk þess sem nýliðinn Darwin Nunez á tvo leiki eftir af þriggja leikja banni sínu eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Crystal Palace í síðustu viku. Þjálfaranum Jürgen Klopp líst illa á stöðuna. „Naby var meiddur. Við þurfum að meta meiðslin en það lítur ekki út fyrir að hann æfi á morgun [í dag, þriðjudag]. Kannski vitum við meira þá en ég er ekki viss,“ sagði Klopp eftir leik í gær. „Þetta var ekki auðvelt í vikunni þar sem við erum með 15 heila aðalliðsleikmenn á æfingu. Það er augljóslega ekki í lagi,“ sagði Þjóðverjinn enn fremur. Liverpool hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni en liðið er aðeins með tvö stig eftir tap fyrir Manchester United í gær. Áður gerði liðið 2-2 jafntefli við Fulham og 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Næsti leikur liðsins er við Bournemouth á Anfield á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Það er ekkert nýtt að Keïta sé meiddur en hann hefur glímt við ítrekuð meiðsli frá því að hann var keyptur til Liverpool frá RB Leipzig sumarið 2018 fyrir rúmar 50 milljónir punda. Af þeim sökum hefur hann spilað mismikið fyrir liðið og aldrei náð að festa sig í sessi. Hann hafði tækifæri til þess í ljósi mikilla meiðsla hjá félaginu, sér í lagi í hans stöðu á miðsvæðinu, en óvíst er um hversu alvarleg meiðsli er að ræða. Keïta er níundi leikmaðurinn á meiðslalista Liverpool. Miðverðirnir Ibrahima Konaté og Joël Matip eru báðir frá, sem og miðjumennirnir Curtis Jones, Alex Oxlade-Chamberlain og Thiago Alcantara. Þá eru Diogo Jota, Caoimhin Kelleher og Calvin Ramsey einnig meiddir, auk þess sem nýliðinn Darwin Nunez á tvo leiki eftir af þriggja leikja banni sínu eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Crystal Palace í síðustu viku. Þjálfaranum Jürgen Klopp líst illa á stöðuna. „Naby var meiddur. Við þurfum að meta meiðslin en það lítur ekki út fyrir að hann æfi á morgun [í dag, þriðjudag]. Kannski vitum við meira þá en ég er ekki viss,“ sagði Klopp eftir leik í gær. „Þetta var ekki auðvelt í vikunni þar sem við erum með 15 heila aðalliðsleikmenn á æfingu. Það er augljóslega ekki í lagi,“ sagði Þjóðverjinn enn fremur. Liverpool hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni en liðið er aðeins með tvö stig eftir tap fyrir Manchester United í gær. Áður gerði liðið 2-2 jafntefli við Fulham og 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Næsti leikur liðsins er við Bournemouth á Anfield á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira