Keane og Neville ósammála um Casemiro: „Svona á ekki að sjást“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2022 14:02 Keane er spenntur fyrir Casemiro. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images Skiptar skoðanir eru um kaup Manchester United á brasilíska miðjumanninum Casemiro frá Real Madrid. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum kaupanna en sá brasilíski sá United vinna Liverpool 2-1 á Old Trafford í gærkvöld. Fyrrum United-mennirnir Roy Keane og Gary Neville eru ósammála um kaupin. United greiðir Real Madrid 60 milljónir punda fyrir Casemiro en hann hefur verið á meðal betri djúpu miðjumanna heims undanfarin ár, enda verið lykilmaður í Real liði sem hefur unnið þrjár spænska deildartitla og fimm Meistaradeildartitla með hann á miðjunni. Roy Keane spilaði árum saman á miðju United á blómaskeiði félagsins undir Sir Alex Ferguson en hann kvaðst spenntur fyrir því að sjá Casemiro í rauðu treyjunni í setti Sky Sports fyrir leik United við Liverpool í gær. „Þeir eru klárlega örvæntingafullir en mér finnst hann góður leikmaður, það er hægt að líta á stóru myndina og segja að þetta sér mikill peningur og langur samningur, eins og Eriksen fékk þriggja ára samning,“ „Þeir eru örvæntingafullir og þá þarftu líklega að greiða meira en uppsett verð, býst ég við, en hann er góð kaup, þó þeir hafi greitt mikið fyrir hann,“ segir Keane en samkvæmt breskum miðlum fær Casemiro gríðarhá laun hjá United og fær að auki fimm ára samning þrátt fyrir að vera þrítugur. Gætu setið uppi með háan launakostnað fyrir bekkjarsetumann Neville er ekki sannfærður.James Gill - Danehouse/Getty Images) Gary Neville, liðsfélagi Keane hjá United til fjölda ára, segir það hættumerki og United geti lent í vandræðum vegna þess eftir nokkur ár. „Hann er þrítugur, og hann fær fimm ára samning? segir Neville. Önnur lið eru mjög skýr í því sem þau vilja á markaðnum, þú sérð þau ekki skjótast frá einum leikmanni til þess næsta. Þeir áttu að fá De Jong, Rabiot og svo endar það á Casemiro á sturluðum samningi sem mun kosta félagið 160 milljónir punda,“ segir Neville. „Ég býst við að hann geri vel fyrir United í nokkur ár, Casemiro, en hann gæti verið maður sem er kominn yfir sitt besta eftir tvö ár kostandi pening sem þeir komast ekki undan að greiða leikmanni sem þeir geta ekki losað sig við. Það gæti verið Erik ten Hag, eða nýr þjálfari eða nýir eigendur sem sitja uppi með það, svo það er klárlega mikil örvæntingarlykt af kaupunum vegna þess að fimm ára samningur fyrir þrítugan mann á ekki að sjást,“ segir Neville. Enski boltinn Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
United greiðir Real Madrid 60 milljónir punda fyrir Casemiro en hann hefur verið á meðal betri djúpu miðjumanna heims undanfarin ár, enda verið lykilmaður í Real liði sem hefur unnið þrjár spænska deildartitla og fimm Meistaradeildartitla með hann á miðjunni. Roy Keane spilaði árum saman á miðju United á blómaskeiði félagsins undir Sir Alex Ferguson en hann kvaðst spenntur fyrir því að sjá Casemiro í rauðu treyjunni í setti Sky Sports fyrir leik United við Liverpool í gær. „Þeir eru klárlega örvæntingafullir en mér finnst hann góður leikmaður, það er hægt að líta á stóru myndina og segja að þetta sér mikill peningur og langur samningur, eins og Eriksen fékk þriggja ára samning,“ „Þeir eru örvæntingafullir og þá þarftu líklega að greiða meira en uppsett verð, býst ég við, en hann er góð kaup, þó þeir hafi greitt mikið fyrir hann,“ segir Keane en samkvæmt breskum miðlum fær Casemiro gríðarhá laun hjá United og fær að auki fimm ára samning þrátt fyrir að vera þrítugur. Gætu setið uppi með háan launakostnað fyrir bekkjarsetumann Neville er ekki sannfærður.James Gill - Danehouse/Getty Images) Gary Neville, liðsfélagi Keane hjá United til fjölda ára, segir það hættumerki og United geti lent í vandræðum vegna þess eftir nokkur ár. „Hann er þrítugur, og hann fær fimm ára samning? segir Neville. Önnur lið eru mjög skýr í því sem þau vilja á markaðnum, þú sérð þau ekki skjótast frá einum leikmanni til þess næsta. Þeir áttu að fá De Jong, Rabiot og svo endar það á Casemiro á sturluðum samningi sem mun kosta félagið 160 milljónir punda,“ segir Neville. „Ég býst við að hann geri vel fyrir United í nokkur ár, Casemiro, en hann gæti verið maður sem er kominn yfir sitt besta eftir tvö ár kostandi pening sem þeir komast ekki undan að greiða leikmanni sem þeir geta ekki losað sig við. Það gæti verið Erik ten Hag, eða nýr þjálfari eða nýir eigendur sem sitja uppi með það, svo það er klárlega mikil örvæntingarlykt af kaupunum vegna þess að fimm ára samningur fyrir þrítugan mann á ekki að sjást,“ segir Neville.
Enski boltinn Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira