Besta upphitun fyrir 14. umferð: Mælir með því fyrir alla unga þjálfara að fara út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 12:31 Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir er ánægð með lífið á Selfossi. S2 Sport Tveir leikir fara fram í fjórtándu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld og af því tilefni þá fékk Helena Ólafsdóttir góða gesti til sín í myndver Bestu markanna. Besta upphitunin er nú komin inn á Vísi. Tveir fulltrúar Selfossliðsins, aðstoðarþjálfarinn Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og fyrirliðinn Unnur Dóra Bergsdóttir, voru gestir Helenu í upphitun fyrir fjórtándu umferðina. Í kvöld tekur Þór/KA á móti Þrótti R. og Stjarnan fær Aftureldingu í heimsókn. Á morgun er síðan leikur Keflavíkur og Selfoss. Leikjum Vals og Breiðabliks í umferðinni, sem voru að taka þátt í Evrópukeppni, var frestað fram í september. „Ég fékk liðsmenn frá Selfossi með mér í dag. Það var umferð en þær skiluðu sér,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir var um tíma einn af spekingum markaþáttar efstu deildar kvenna á Stöð 2 Sport áður en hún elti þjálfaradrauminn sinn til Svíþjóðar. Bára Kristbjörg er nú komin heim eftir að hafa þjálfað hjá Kristianstad í Svíþjóð og hún sagði frá upplifun sinni þaðan. Hjá Kristianstad vann hún mikið með Elísabetu Gunnarsdóttur og Birni Sigurbjörnssyni, núverandi þjálfara Selfoss. Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð: Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Unnur Dóra Bergsdóttir „Mér fannst ég læra ótrúlega mikið. Ég þekkti þau aðeins síðan að ég var kjúklingur í Val sjálf. Allt öðruvísi að vinna með þeim í dag heldur en þá. Þau eru búin að ná sér í ótrúlega mikla reynslu og bæði ótrúlega fær í því sem þau gera,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „Það var geggjað að fá að fara út og líka bara önnur fótboltamenning. Að sjá hvernig Svíarnir byggja upp sitt og hvað þeir gera vel. Þetta var ógeðslega mikill skóli. Ég myndi mæla með því fyrir alla unga þjálfara að fara út og sækja sér reynslu. Það gefur þér aðra sýn,“ sagði Bára. Björn Sigurbjörnsson tók við sem þjálfari Selfoss þetta tímabil og Bára verður aðstoðarþjálfari hans. „Ég var með möguleika á því að vera áfram úti og var líka með aðra möguleika hérna heima. Svo þegar það kemur upp úr krafsinu að Bjössi sé að fara á Selfoss þá var ég farin að hugsa um að flytja heim. Þá náðum við að samtvinna þetta þannig að ég gæti farið með honum,“ sagði Bára. „Mér finnst það alveg gott að því leytinu til að við getum haldið áfram því samstarfi sem við áttum úti og byggt ofan á það sem við vorum að gera þar,“ sagði Bára. „Það er ótrúlega fínt að búa á Selfossi og kemur á óvart,“ sagði Bára í léttum tón. „Það er geggjað og ótrúlega svipað og að vera upp á Skaga sem ég þekki mjög vel. Kannski aðeins meira félagslegt. Það er mikil uppbygging í gangi og skemmtilegt bæjarfélag,“ sagði Bára. Það má horfa á allt viðtalið við Báru og Unni hér fyrir ofan sem og vangaveltur þeirra fyrir komandi umferð í Bestu deildinni. Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Tveir fulltrúar Selfossliðsins, aðstoðarþjálfarinn Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og fyrirliðinn Unnur Dóra Bergsdóttir, voru gestir Helenu í upphitun fyrir fjórtándu umferðina. Í kvöld tekur Þór/KA á móti Þrótti R. og Stjarnan fær Aftureldingu í heimsókn. Á morgun er síðan leikur Keflavíkur og Selfoss. Leikjum Vals og Breiðabliks í umferðinni, sem voru að taka þátt í Evrópukeppni, var frestað fram í september. „Ég fékk liðsmenn frá Selfossi með mér í dag. Það var umferð en þær skiluðu sér,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir var um tíma einn af spekingum markaþáttar efstu deildar kvenna á Stöð 2 Sport áður en hún elti þjálfaradrauminn sinn til Svíþjóðar. Bára Kristbjörg er nú komin heim eftir að hafa þjálfað hjá Kristianstad í Svíþjóð og hún sagði frá upplifun sinni þaðan. Hjá Kristianstad vann hún mikið með Elísabetu Gunnarsdóttur og Birni Sigurbjörnssyni, núverandi þjálfara Selfoss. Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð: Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Unnur Dóra Bergsdóttir „Mér fannst ég læra ótrúlega mikið. Ég þekkti þau aðeins síðan að ég var kjúklingur í Val sjálf. Allt öðruvísi að vinna með þeim í dag heldur en þá. Þau eru búin að ná sér í ótrúlega mikla reynslu og bæði ótrúlega fær í því sem þau gera,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „Það var geggjað að fá að fara út og líka bara önnur fótboltamenning. Að sjá hvernig Svíarnir byggja upp sitt og hvað þeir gera vel. Þetta var ógeðslega mikill skóli. Ég myndi mæla með því fyrir alla unga þjálfara að fara út og sækja sér reynslu. Það gefur þér aðra sýn,“ sagði Bára. Björn Sigurbjörnsson tók við sem þjálfari Selfoss þetta tímabil og Bára verður aðstoðarþjálfari hans. „Ég var með möguleika á því að vera áfram úti og var líka með aðra möguleika hérna heima. Svo þegar það kemur upp úr krafsinu að Bjössi sé að fara á Selfoss þá var ég farin að hugsa um að flytja heim. Þá náðum við að samtvinna þetta þannig að ég gæti farið með honum,“ sagði Bára. „Mér finnst það alveg gott að því leytinu til að við getum haldið áfram því samstarfi sem við áttum úti og byggt ofan á það sem við vorum að gera þar,“ sagði Bára. „Það er ótrúlega fínt að búa á Selfossi og kemur á óvart,“ sagði Bára í léttum tón. „Það er geggjað og ótrúlega svipað og að vera upp á Skaga sem ég þekki mjög vel. Kannski aðeins meira félagslegt. Það er mikil uppbygging í gangi og skemmtilegt bæjarfélag,“ sagði Bára. Það má horfa á allt viðtalið við Báru og Unni hér fyrir ofan sem og vangaveltur þeirra fyrir komandi umferð í Bestu deildinni.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira