Rangur bróðir fékk skráð á sig sjálfsmark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 11:01 Bjarki Aðalsteinsson var að reyna að bjarga marki á marklínunni. Var boltinn kominn inn? Ekki að mati dómara leiksins. Vísir/Hulda Margrét Um tíma leit út fyrir að bræður hefðu skorað sjálfsmark fyrir sitt hvort liðið í sama leiknum í Bestu deild karla í gær. Þegar betur var að gáð þá ætti það ekki að vera þannig. Leiknir vann 4-3 sigur á KR í átjándu umferð Bestu deildarinnar í gær þar sem fyrirliðar liðanna tveggja voru bræðurnir Arnór Sveinn og Bjarki Aðalsteinssynir. Undir lok fyrri hálfleiks komu tvö mörk með fimm mínútna millibili sem fjölmiðlar skráðu bæði sem sjálfsmark á þá bræður. Í fyrra markinu reyndi Bjarki að bjarga á marklínunni en boltinn fór af honum og inn. Í seinna markinu var fékk Arnór Sveinn boltann í sig eftir að markvörður hans hafði varið skot Zean Peetz Dalügge. Svona gekk dómari leiksins frá leiksskýrslunni eftir leik Leiknis og KR í gær. Mörkin sem um ræðir voru skoruð á 42. og 45+2. mínútu leiksins.ksi.is Jóhann Ingi Jónsson dómari leiksins skráði þó aðeins sjálfsmark á Bjarka en ekki á Arnór Svein. Í raun ætti það að vera öfugt ef bara annar þeirra ætti að fá skráð á sig sjálfsmark. Rangur bróðir fékk skráð á sig sjálfsmark. Skot KR-ingsins Stefáns Árna Geirssonar er á leið á markið þegar Bjarki reynir að bjarga á marklínunni og það lítur út fyrir að boltinn sé kominn yfir marklínuna þegar Bjarki sparkar honum í sjálfan sig. Það er dómarans að meta það hvort skotið hafi verið komið yfir marklínuna þegar Bjarki sparkar boltanum í sjálfan sig. Mögulega sjálfsmark en líklegast bara mark hjá Stefáns Árna. Það er hins vegar rangt að skrá ekki sjálfsmark á Arnór Svein bróður hans fimm mínútum síðar. Beitir Ólafsson, markvörður KR, er þá búinn að verja skot Zean Peetz Dalügge en boltinn er á leið frá markinu þegar hann fer í Arnór og yfir línuna. Í stað þess að skrá þarna sjálfsmark þá gefur dómarinn Zean Peetz Dalügge markið. Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk af Leiknisvellinum í gær. Klippa: Sjálfsmark eða ekki sjálfsmark: Bjarki Aðalsteinsson, Leikni á móti KR Klippa: Sjálfsmark eða ekki sjálfsmark: Arnór Sveinn Aðalsteinsson, KR á móti Leikni Besta deild karla KR Leiknir Reykjavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Leiknir vann 4-3 sigur á KR í átjándu umferð Bestu deildarinnar í gær þar sem fyrirliðar liðanna tveggja voru bræðurnir Arnór Sveinn og Bjarki Aðalsteinssynir. Undir lok fyrri hálfleiks komu tvö mörk með fimm mínútna millibili sem fjölmiðlar skráðu bæði sem sjálfsmark á þá bræður. Í fyrra markinu reyndi Bjarki að bjarga á marklínunni en boltinn fór af honum og inn. Í seinna markinu var fékk Arnór Sveinn boltann í sig eftir að markvörður hans hafði varið skot Zean Peetz Dalügge. Svona gekk dómari leiksins frá leiksskýrslunni eftir leik Leiknis og KR í gær. Mörkin sem um ræðir voru skoruð á 42. og 45+2. mínútu leiksins.ksi.is Jóhann Ingi Jónsson dómari leiksins skráði þó aðeins sjálfsmark á Bjarka en ekki á Arnór Svein. Í raun ætti það að vera öfugt ef bara annar þeirra ætti að fá skráð á sig sjálfsmark. Rangur bróðir fékk skráð á sig sjálfsmark. Skot KR-ingsins Stefáns Árna Geirssonar er á leið á markið þegar Bjarki reynir að bjarga á marklínunni og það lítur út fyrir að boltinn sé kominn yfir marklínuna þegar Bjarki sparkar honum í sjálfan sig. Það er dómarans að meta það hvort skotið hafi verið komið yfir marklínuna þegar Bjarki sparkar boltanum í sjálfan sig. Mögulega sjálfsmark en líklegast bara mark hjá Stefáns Árna. Það er hins vegar rangt að skrá ekki sjálfsmark á Arnór Svein bróður hans fimm mínútum síðar. Beitir Ólafsson, markvörður KR, er þá búinn að verja skot Zean Peetz Dalügge en boltinn er á leið frá markinu þegar hann fer í Arnór og yfir línuna. Í stað þess að skrá þarna sjálfsmark þá gefur dómarinn Zean Peetz Dalügge markið. Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk af Leiknisvellinum í gær. Klippa: Sjálfsmark eða ekki sjálfsmark: Bjarki Aðalsteinsson, Leikni á móti KR Klippa: Sjálfsmark eða ekki sjálfsmark: Arnór Sveinn Aðalsteinsson, KR á móti Leikni
Besta deild karla KR Leiknir Reykjavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira