Emil hættur eftir tvö hjartastopp Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 13:30 Emil Pálsson lék sem atvinnumaður í Noregi, með Sandefjord, Sarpsborg og Sogndal. Sandefjord Emil Pálsson lýsti því yfir í dag að knattspyrnuferli sínum væri lokið en ástæðan er sú að hann hefur tvisvar farið í hjartastopp á síðustu misserum. Emil hné fyrst niður í leik með Sogndal í norsku 1. deildinni í fótbolta þann 1. nóvember síðasta vetur, þegar hjarta hans stöðvaðist. Hann þakkaði læknateymi og starfsfólki Sogndal það að hafa bjargað lífi sínu. Emil virtist svo hafa jafnað sig og var byrjaður að æfa fótbolta með sínu gamla liði FH þegar hann fór aftur í hjartastopp, í maí síðastliðnum. Emil, sem er 29 ára, hóf ferilinn heima á Ísafirði með BÍ/Bolungarvík en fór þaðan til FH þar sem hann lék frá 2011-2017, með viðkomu hjá Fjölni fyrri hluta leiktíðarinnar 2015. Það ár var hann valinn leikmaður ársins í efstu deild hér á landi. Stoltur af ferlinum og naut hverrar mínútu Í yfirlýsingu á Instagram í dag segir Emil það vissulega erfitt að hætta í fótbolta en að heilsan verði að vera í forgangi. Hann skrifaði, í lauslegri þýðingu blaðamanns: „Eftir tvö hjartastopp á sex mánaða tímabili hef ég ákveðið að ferli mínum sem fótboltamaður sé lokið. Fótbolti hefur alltaf verið stærsta ástríðan í lífi mínu og ég er stoltur af þeim ferli sem ég átti. Það eru forréttindi að spila sem atvinnumaður og ég naut hverrar mínútu. Það er erfitt að hætta í íþróttinni á þessum tímapunkti en heilsan hefur alltaf verið í forgangi. Ég vil þakka sérstaklega liðsfélögum mínum, sem margir eru orðnir að nánustu vinum mínum í dag, og þjálfurum og starfsfólki fyrir að hafa trú á mér.“ View this post on Instagram A post shared by Emil Pa lsson (@emilpals) Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Emil hné fyrst niður í leik með Sogndal í norsku 1. deildinni í fótbolta þann 1. nóvember síðasta vetur, þegar hjarta hans stöðvaðist. Hann þakkaði læknateymi og starfsfólki Sogndal það að hafa bjargað lífi sínu. Emil virtist svo hafa jafnað sig og var byrjaður að æfa fótbolta með sínu gamla liði FH þegar hann fór aftur í hjartastopp, í maí síðastliðnum. Emil, sem er 29 ára, hóf ferilinn heima á Ísafirði með BÍ/Bolungarvík en fór þaðan til FH þar sem hann lék frá 2011-2017, með viðkomu hjá Fjölni fyrri hluta leiktíðarinnar 2015. Það ár var hann valinn leikmaður ársins í efstu deild hér á landi. Stoltur af ferlinum og naut hverrar mínútu Í yfirlýsingu á Instagram í dag segir Emil það vissulega erfitt að hætta í fótbolta en að heilsan verði að vera í forgangi. Hann skrifaði, í lauslegri þýðingu blaðamanns: „Eftir tvö hjartastopp á sex mánaða tímabili hef ég ákveðið að ferli mínum sem fótboltamaður sé lokið. Fótbolti hefur alltaf verið stærsta ástríðan í lífi mínu og ég er stoltur af þeim ferli sem ég átti. Það eru forréttindi að spila sem atvinnumaður og ég naut hverrar mínútu. Það er erfitt að hætta í íþróttinni á þessum tímapunkti en heilsan hefur alltaf verið í forgangi. Ég vil þakka sérstaklega liðsfélögum mínum, sem margir eru orðnir að nánustu vinum mínum í dag, og þjálfurum og starfsfólki fyrir að hafa trú á mér.“ View this post on Instagram A post shared by Emil Pa lsson (@emilpals)
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira