Klopp sýnir Ten Hag enga samúð Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 08:01 Erik ten Hag og Jürgen Klopp verða á hliðarlínunni á Old Trafford í kvöld þegar Manchester United og Liverpool mætast í leik þar sem bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda. Getty/Mike Hewitt Hollendingurinn Erik ten Hag stendur nú í svipuðum sporum og Þjóðverjinn Jürgen Klopp var í fyrir sjö árum. Ten Hag er ætlað að koma stórveldi Manchester United aftur í hæstu hæðir en strax heyrast efasemdaraddir um að hann sé maðurinn til þess, eftir slæm úrslit í fyrstu tveimur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Klopp mætir með sína menn í Liverpool á Old Trafford í kvöld og vonast sjálfsagt eftir sams konar yfirburðum og í fyrra, þegar Liverpool vann þar 5-0 risasigur eftir að hafa skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik. Hann finnur að minnsta kosti enga þörf til að vorkenna Ten Hag yfir þeirri stöðu sem Hollendingurinn er í – að hafa byrjað svo illa í tilraun sinni til að endurmóta leikmannahóp og leikstíl United, eftir að hafa náð frábærum árangri í sínu fyrra starfi rétt eins og Klopp þegar hann mætti til Liverpool á sínum tíma. „Finn ég fyrir samúð? Nei,“ sagði Klopp samkvæmt Liverpool Echo. „Ef þetta snýst um fótboltavandræði þá erum við allir að glíma við vandræði. Ég efast um að þið farið núna til Manchester United og spyrjið Erik ten Hag hvort honum finnist við vera að glíma við einum of mörg meiðsli. Þannig virkar þetta ekki,“ sagði Klopp. Meiðsli hafa herjað á lið Liverpool og ekki bætti úr skák að nýi maðurinn, Darwin Nunez, lét nappa sig í gildru í síðasta leik og uppskar rautt spjald fyrir að skalla Joachim Andersen, leikmann Crystal Palace. Liverpool er enn án sigurs og getur misst United upp fyrir sig í kvöld. „Hafið er fullt af hákörlum í fótboltaheiminum. Það er ekki nauðsynlegt að ég sýni einhverja samúð. Það myndi ekki hjálpa þeim og það skaðar þá ekki að ég geri það ekki. Við erum allir að glíma við okkar vandamál og svo einfalt er það,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Klopp mætir með sína menn í Liverpool á Old Trafford í kvöld og vonast sjálfsagt eftir sams konar yfirburðum og í fyrra, þegar Liverpool vann þar 5-0 risasigur eftir að hafa skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik. Hann finnur að minnsta kosti enga þörf til að vorkenna Ten Hag yfir þeirri stöðu sem Hollendingurinn er í – að hafa byrjað svo illa í tilraun sinni til að endurmóta leikmannahóp og leikstíl United, eftir að hafa náð frábærum árangri í sínu fyrra starfi rétt eins og Klopp þegar hann mætti til Liverpool á sínum tíma. „Finn ég fyrir samúð? Nei,“ sagði Klopp samkvæmt Liverpool Echo. „Ef þetta snýst um fótboltavandræði þá erum við allir að glíma við vandræði. Ég efast um að þið farið núna til Manchester United og spyrjið Erik ten Hag hvort honum finnist við vera að glíma við einum of mörg meiðsli. Þannig virkar þetta ekki,“ sagði Klopp. Meiðsli hafa herjað á lið Liverpool og ekki bætti úr skák að nýi maðurinn, Darwin Nunez, lét nappa sig í gildru í síðasta leik og uppskar rautt spjald fyrir að skalla Joachim Andersen, leikmann Crystal Palace. Liverpool er enn án sigurs og getur misst United upp fyrir sig í kvöld. „Hafið er fullt af hákörlum í fótboltaheiminum. Það er ekki nauðsynlegt að ég sýni einhverja samúð. Það myndi ekki hjálpa þeim og það skaðar þá ekki að ég geri það ekki. Við erum allir að glíma við okkar vandamál og svo einfalt er það,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira