Hólmbert Aron Friðjónsson lék fyrri hálfleikinn í fremsut víglínu fyrir Lilleström er liðið vann öruggan 3-0 heimasigur gegn Sandefjord. Hólmbert og félagar sitja nú í öðru dæti deildarinnar með 40 stig eftir 19 leiki, 19 stigum meira en Sandefjord sem situr í 12. sæti.
Þá var Brynjar Ingi Bjarnason ónotaður varamaður er Vålerenga vann 1-0 sigur gegn Tromsö, en sigurinn lyfti liðinu upp um tvö sæti í deildinni, úr sjöunda og upp í það fimmta.
Að lokum var Björn Bergmann Sigurðarson ekki með Molde vegna meiðsla er liðið vann 0-1 útisigur gegn Haugesund. Molde trónir enn á toppi deildarinnar með 45 stig, 23 stigum meira en Hugesund sem situr í níunda sæti.