Harry Kane skoraði eina mark leiksins er Tottenham vann nauman 1-0 sigur í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Tottenham hefur farið vel af stað á tímabilinu og lyfti sigurinn liðinu tímabundið á topp deildarinnar.
Markið sem Kane skoraði var tímamótamark fyrir leikmanninn af tveimur ástæðum. Þetta var hans 250. mark í treyju Tottenham í öllm keppnum, en markið gerði hann einnig að þeim leikmanni sem hefur skorað flest deildarmörk fyrir eitt og sama liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þá má einnig minnast á það að þetta var einnig tímamótamark fyrir Tottenham Hotspur sem félag, en þetta var þúsundasta markið sem liðið skorar á heimavelli.
One goal, three milestones 🔥
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 20, 2022
✅ Most PL goals for one club
✅ Fourth in the all-time PL goalscorer standings
✅ Scorer of our 1,000th home PL goal pic.twitter.com/KEQn55uEIv
Kane hefur nú skorað 185 mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Tottenham. Fyrir leikinn var hann jafn Sergio Agüero sem skoraði á sínum tíma 184 mörk fyrir Manchester City.
Kane hefur nú tekið fram úr Agüero og er þar með einn í toppsætinu yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar fyrir eitt og sama félagið. Þá er Kane einnig orðinn fjórði markahæsti leikmaður sögunnar í deildinni, en aðeins Alan Shearer, Wayne Rooney og Andrew Cole skoruðu fleiri mörk en hann hefur gert.
Harry Kane has scored the most goals for one club in #PL history 👏⚪️@HKane | @SpursOfficial pic.twitter.com/VuTEkLCXhq
— Premier League (@premierleague) August 20, 2022
Kane er aðeins tveimur mörkum á eftir Cole og því verður að teljast ansi líklegt að hann komi sér í þriðja sætið á næstu vikum. Hvort hann nái að bæta met Shearer, sem skoraði 260 deildarmörk í ensku úrvalsdeildinni, verður þó að koma í ljós.