Enginn skorað jafn mikið fyrir eitt lið og Kane í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2022 07:00 Stuðningsmenn Tottenham ættu að vera orðnir vanir þvi að sjá Harry Kane fagna mörkum. Craig Mercer/MB Media/Getty Images Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, varð í gær sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk fyrir eitt og sama liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Harry Kane skoraði eina mark leiksins er Tottenham vann nauman 1-0 sigur í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Tottenham hefur farið vel af stað á tímabilinu og lyfti sigurinn liðinu tímabundið á topp deildarinnar. Markið sem Kane skoraði var tímamótamark fyrir leikmanninn af tveimur ástæðum. Þetta var hans 250. mark í treyju Tottenham í öllm keppnum, en markið gerði hann einnig að þeim leikmanni sem hefur skorað flest deildarmörk fyrir eitt og sama liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þá má einnig minnast á það að þetta var einnig tímamótamark fyrir Tottenham Hotspur sem félag, en þetta var þúsundasta markið sem liðið skorar á heimavelli. One goal, three milestones 🔥✅ Most PL goals for one club✅ Fourth in the all-time PL goalscorer standings✅ Scorer of our 1,000th home PL goal pic.twitter.com/KEQn55uEIv— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 20, 2022 Kane hefur nú skorað 185 mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Tottenham. Fyrir leikinn var hann jafn Sergio Agüero sem skoraði á sínum tíma 184 mörk fyrir Manchester City. Kane hefur nú tekið fram úr Agüero og er þar með einn í toppsætinu yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar fyrir eitt og sama félagið. Þá er Kane einnig orðinn fjórði markahæsti leikmaður sögunnar í deildinni, en aðeins Alan Shearer, Wayne Rooney og Andrew Cole skoruðu fleiri mörk en hann hefur gert. Harry Kane has scored the most goals for one club in #PL history 👏⚪️@HKane | @SpursOfficial pic.twitter.com/VuTEkLCXhq— Premier League (@premierleague) August 20, 2022 Kane er aðeins tveimur mörkum á eftir Cole og því verður að teljast ansi líklegt að hann komi sér í þriðja sætið á næstu vikum. Hvort hann nái að bæta met Shearer, sem skoraði 260 deildarmörk í ensku úrvalsdeildinni, verður þó að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Harry Kane skoraði eina mark leiksins er Tottenham vann nauman 1-0 sigur í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Tottenham hefur farið vel af stað á tímabilinu og lyfti sigurinn liðinu tímabundið á topp deildarinnar. Markið sem Kane skoraði var tímamótamark fyrir leikmanninn af tveimur ástæðum. Þetta var hans 250. mark í treyju Tottenham í öllm keppnum, en markið gerði hann einnig að þeim leikmanni sem hefur skorað flest deildarmörk fyrir eitt og sama liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þá má einnig minnast á það að þetta var einnig tímamótamark fyrir Tottenham Hotspur sem félag, en þetta var þúsundasta markið sem liðið skorar á heimavelli. One goal, three milestones 🔥✅ Most PL goals for one club✅ Fourth in the all-time PL goalscorer standings✅ Scorer of our 1,000th home PL goal pic.twitter.com/KEQn55uEIv— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 20, 2022 Kane hefur nú skorað 185 mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Tottenham. Fyrir leikinn var hann jafn Sergio Agüero sem skoraði á sínum tíma 184 mörk fyrir Manchester City. Kane hefur nú tekið fram úr Agüero og er þar með einn í toppsætinu yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar fyrir eitt og sama félagið. Þá er Kane einnig orðinn fjórði markahæsti leikmaður sögunnar í deildinni, en aðeins Alan Shearer, Wayne Rooney og Andrew Cole skoruðu fleiri mörk en hann hefur gert. Harry Kane has scored the most goals for one club in #PL history 👏⚪️@HKane | @SpursOfficial pic.twitter.com/VuTEkLCXhq— Premier League (@premierleague) August 20, 2022 Kane er aðeins tveimur mörkum á eftir Cole og því verður að teljast ansi líklegt að hann komi sér í þriðja sætið á næstu vikum. Hvort hann nái að bæta met Shearer, sem skoraði 260 deildarmörk í ensku úrvalsdeildinni, verður þó að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira