Sá sem var drepinn í skotárásinni í Malmö hátt settur í glæpagengi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 20. ágúst 2022 11:35 Fimmtán ára drengur hefur verið handtekinn grunaður um árásina. EPA-EFE/JOHN NILSSON Karlmaður sem lést í skotárás í verslunarmiðstöð í Malmö í gær er talinn hafa verið skotmark árásarinnar. Samkvæmt sænskum miðlum er maðurinn mikilvægur í glæpagenginu Satudarah. Kona sem er alvarlega særð eftir árásina var gangandi vegfarandi í fríi og tengdist málinu ekkert. Ástand konunnar er sagt stöðugt en hún liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Fleiri hundruð gestir verslunarmiðstöðvarinnar Emporia flúðu staðinn í skelfingu eða földs sig síðdegis í gær þegar skothljóðin hófu að heyrast. Þær stóðu ekki lengi, lögreglan var komin á vettvang örfáum mínútum síðar, og tuttugu mínútum eftir að fyrstu skotunum var hleypt af var fimmtán ára piltur handtekinn, grunaður um að hafa verið að verki. Sá sem pilturinn skaut til bana var þrjátíu og eins árs frammámaður í genginu Satudarah Assasins samkvæmt Sydsvenska Dagbladet en konan sem var illa særð virðist hafa verið skotin óvart. Árásarmaðurinn, fimmtán ára piltur frá Gautaborg, hefur áður komið við sögu lögreglu og var að sögn fjölmiðla á flótta úr haldi yfirvalda. Petra Stenkula, lögreglustjóri í Malmö, segir að nú sé gengið út frá því að pilturinn hafi verið einn að verki en að vel geti verið að aðrir kunni að hafa komið að málinu. Ástandið í Malmö er að sögn lögreglustjórans orðið virkilega alvarlegt, fólk upplifi óöryggi á stöðum eins og í verslunarmiðstöðvum og að gera þurfi allt mögulegt til að stöðva innlimun ungmenna í glæpaheiminn. Magdalena Anderson forsætisráðherra Svíþjóðar mun í dag funda með Stenkula um ofbeldisölduna sem ríður yfir Malmö. Ríki og lögregla þurfi að hennar sögn að taka höndum saman til að bregðast við ástandinu. Svíþjóð Tengdar fréttir Telja manninn sem lést hafa verið skotmark árásarmannsins Kona sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Malmö eftir að hafa verið skotin í verslunarmiðstöðinni Emporia í gær var almennur vegfarandi að sögn lögreglu. Konan er enn á sjúkrahúsi en ástand hennar sagt stöðugt og hún ekki lengur talin í lífshættu. Maður sem lést af sárum sínum í gær er talinn hafa verið skotmark árásarmannsins. 20. ágúst 2022 09:41 Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. 19. ágúst 2022 20:30 Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Kona sem er alvarlega særð eftir árásina var gangandi vegfarandi í fríi og tengdist málinu ekkert. Ástand konunnar er sagt stöðugt en hún liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Fleiri hundruð gestir verslunarmiðstöðvarinnar Emporia flúðu staðinn í skelfingu eða földs sig síðdegis í gær þegar skothljóðin hófu að heyrast. Þær stóðu ekki lengi, lögreglan var komin á vettvang örfáum mínútum síðar, og tuttugu mínútum eftir að fyrstu skotunum var hleypt af var fimmtán ára piltur handtekinn, grunaður um að hafa verið að verki. Sá sem pilturinn skaut til bana var þrjátíu og eins árs frammámaður í genginu Satudarah Assasins samkvæmt Sydsvenska Dagbladet en konan sem var illa særð virðist hafa verið skotin óvart. Árásarmaðurinn, fimmtán ára piltur frá Gautaborg, hefur áður komið við sögu lögreglu og var að sögn fjölmiðla á flótta úr haldi yfirvalda. Petra Stenkula, lögreglustjóri í Malmö, segir að nú sé gengið út frá því að pilturinn hafi verið einn að verki en að vel geti verið að aðrir kunni að hafa komið að málinu. Ástandið í Malmö er að sögn lögreglustjórans orðið virkilega alvarlegt, fólk upplifi óöryggi á stöðum eins og í verslunarmiðstöðvum og að gera þurfi allt mögulegt til að stöðva innlimun ungmenna í glæpaheiminn. Magdalena Anderson forsætisráðherra Svíþjóðar mun í dag funda með Stenkula um ofbeldisölduna sem ríður yfir Malmö. Ríki og lögregla þurfi að hennar sögn að taka höndum saman til að bregðast við ástandinu.
Svíþjóð Tengdar fréttir Telja manninn sem lést hafa verið skotmark árásarmannsins Kona sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Malmö eftir að hafa verið skotin í verslunarmiðstöðinni Emporia í gær var almennur vegfarandi að sögn lögreglu. Konan er enn á sjúkrahúsi en ástand hennar sagt stöðugt og hún ekki lengur talin í lífshættu. Maður sem lést af sárum sínum í gær er talinn hafa verið skotmark árásarmannsins. 20. ágúst 2022 09:41 Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. 19. ágúst 2022 20:30 Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Telja manninn sem lést hafa verið skotmark árásarmannsins Kona sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Malmö eftir að hafa verið skotin í verslunarmiðstöðinni Emporia í gær var almennur vegfarandi að sögn lögreglu. Konan er enn á sjúkrahúsi en ástand hennar sagt stöðugt og hún ekki lengur talin í lífshættu. Maður sem lést af sárum sínum í gær er talinn hafa verið skotmark árásarmannsins. 20. ágúst 2022 09:41
Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. 19. ágúst 2022 20:30
Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56