Napoli fær vænan liðsstyrk Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 12:30 Ndombele hefur ekki sýnt sitt rétta andlit hjá Tottenham. James Williamson - AMA/Getty Images Napoli hefur gengið frá samningum við tvo leikmenn til að styrkja sig fyrir komandi átök í vetur. Báðir koma þeir á láni til félagsins. Framherjinn Giovanni Simeone, sonur Diego Simeone, þjálfara Atlético Madrid, hefur gengið í raðir Napoli á láni frá Hellas Verona. Simeone var öflugur hjá Verona í Seríu A á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í 35 leikjum. Hann hefur áður leikið með Cagliari, Fiorentina og Genoa í efstu deild á Ítalíu, Napoli á þá kost á að festa alfarið kaup á Simeone þegar lánssamningnum lýkur en hann mun veita Nígeríumanninum Victor Osimhen samkeppni um framherjastöðuna. Þá er Frakkinn Tanguy Ndombele einnig kominn á láni frá Tottenham. Hann var áður á láni hjá Lyon á seinni hluta síðustu leiktíðar en Antonio Conte, þjálfari Spurs, hefur engin not fyrir hann. Ndombele var keyptur til Tottenham frá Lyon á rúmlega 60 milljónir punda sumarið 2019 en hefur ekki staðið undir væntingum í Lundúnum þar sem menn hafa beðið eftir að hann springi út. Napoli greiðir eina milljón evra fyrir lánssamninginn og á kost á að kaupa Ndombele á 30 milljónir evra næsta sumar. Napoli vann sinn fyrsta leik í ítölsku A-deildinni síðustu helgi, 5-2 gegn Verona. Liðið mætir nýliðum Monza á heimavelli klukkan 16:30 á morgun en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Allir tíu leikir umferðarinnar á Ítalíu verða að venju í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Mikael Egill Ellertsson verður í eldlínunni með Spezia gegn Inter í dag klukkan 18:45 og Þórir Jóhann Helgason á sama tíma með Lecce gegn Sassuolo. Leikir helgarinnar á Ítalíu Laugardagur 16:30 Torino - Lazio (Stöð 2 Sport 2)16:30 Udinese - Salernitana (Stöð 2 Sport 3)18:45 Inter - Spezia (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sassuolo - Lecce (Stöð 2 Sport 3) Sunnudagur 16:30 Napoli - Monza (Stöð 2 Sport 2)16:30 Empoli - Fiorentina (Stöð 2 Sport 3)18:45 Atalanta - AC Milan (Stöð 2 Sport 2)18:45 Bologna - Verona (Stöð 2 Sport 3) Mánudagur 16:30 Roma-Cremonese (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sampdoria - Juventus (Stöð 2 Sport 2) Ítalski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Framherjinn Giovanni Simeone, sonur Diego Simeone, þjálfara Atlético Madrid, hefur gengið í raðir Napoli á láni frá Hellas Verona. Simeone var öflugur hjá Verona í Seríu A á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í 35 leikjum. Hann hefur áður leikið með Cagliari, Fiorentina og Genoa í efstu deild á Ítalíu, Napoli á þá kost á að festa alfarið kaup á Simeone þegar lánssamningnum lýkur en hann mun veita Nígeríumanninum Victor Osimhen samkeppni um framherjastöðuna. Þá er Frakkinn Tanguy Ndombele einnig kominn á láni frá Tottenham. Hann var áður á láni hjá Lyon á seinni hluta síðustu leiktíðar en Antonio Conte, þjálfari Spurs, hefur engin not fyrir hann. Ndombele var keyptur til Tottenham frá Lyon á rúmlega 60 milljónir punda sumarið 2019 en hefur ekki staðið undir væntingum í Lundúnum þar sem menn hafa beðið eftir að hann springi út. Napoli greiðir eina milljón evra fyrir lánssamninginn og á kost á að kaupa Ndombele á 30 milljónir evra næsta sumar. Napoli vann sinn fyrsta leik í ítölsku A-deildinni síðustu helgi, 5-2 gegn Verona. Liðið mætir nýliðum Monza á heimavelli klukkan 16:30 á morgun en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Allir tíu leikir umferðarinnar á Ítalíu verða að venju í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Mikael Egill Ellertsson verður í eldlínunni með Spezia gegn Inter í dag klukkan 18:45 og Þórir Jóhann Helgason á sama tíma með Lecce gegn Sassuolo. Leikir helgarinnar á Ítalíu Laugardagur 16:30 Torino - Lazio (Stöð 2 Sport 2)16:30 Udinese - Salernitana (Stöð 2 Sport 3)18:45 Inter - Spezia (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sassuolo - Lecce (Stöð 2 Sport 3) Sunnudagur 16:30 Napoli - Monza (Stöð 2 Sport 2)16:30 Empoli - Fiorentina (Stöð 2 Sport 3)18:45 Atalanta - AC Milan (Stöð 2 Sport 2)18:45 Bologna - Verona (Stöð 2 Sport 3) Mánudagur 16:30 Roma-Cremonese (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sampdoria - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
Ítalski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira