Fyrrverandi ríkissaksóknari Mexíkó handtekinn vegna hvarfs stúdenta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 09:17 Hvarf nemendanna leiddi til mótmælaöldu í Mexíkó. Getty/Brett Gundlock Fyrrverandi ríkissaksóknari Mexíkó hefur verið handtekinn í tengslum við hvarf 43 stúdenta árið 2014. Saksóknarinn er sakaður um mannrán, pyntingar og að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Jesús Murillo Karam leiddi rannsókn á hvarfi stúdentanna á sínum tíma en þeir hurfu á leið sinni með rútu í gegn um borgina Iguala á leið til mótmæla í Mexíkóborg. Ekkert er vitað um örlög þeirra en hluti beina úr aðeins þremur þeirra hafa fundist frá hvarfinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Það eina sem vitað er um atburðina sem leiddu til hvarfsins er að lögreglan í Iguala skaut á rútuna kvöldið 26. september 2014 en deilt er um hvað geriðst næst. Hvarf stúdentanna vakti mikla athygli á sínum tíma um heim allan og leiddi til víðtækra mótmæla um Mexíkó. Mótmælendur hömruðu á fáránleika þess að opinbera starfsmenn væri ekki hægt að sækja til saka og hlutdeild ríkisins í skipulagðri glæpastarfsemi. Karam leiddi umdeilda rannsókn á hvarfinu árið 2015 en niðurstaða rannsóknarinnar var sú að eiturlyfjahringur hafi myrt stúdentana og brennt líkamsleifar þeirra. Þáverandi forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, viðurkenndi niðurstöðurnar opinberlega en sérfræðingar gagnrýndu þær vegna galla í rannsókninni og fyrir það að lögregluyfirvöld hafi ekki verið látin bera ábyrgð á sínum hluta í málinu. Flokkur Karam, Partido Revolucionario Institucional (PRI), sakaði þá sem báru ábyrgð á handtöku hans um pólitískar ofsóknir í tísti. Karam er hæst setti embættismaðurinn sem handtekinn hefur verið í tengslum við hvarf stúdentanna. Rannsakendur telja að stúdentarnir hafi verið handteknir af spilltum lögreglumönnum og síðan afhentir eiturlyfjasmyglurum, sem töldu nemendurna meðlimi annars gengis, sem síðan myrtu þá. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í yfirlýsingu á fimmtudag að lögreglumenn bæru að hluta til ábyrgð á fjöldamorðinu. Ef ekki beina ábyrgð þá hefðu þeir ekki sinnt skyldum sínum. Hann bætti því við að rannsaka þyrfti frekar hlut lögregluyfirvalda í fjöldamorðinu. Fyrr á þessu ári opinberaði Obrador að meðlimir mexíkóska hersins væru til rannsóknar fyrir að hafa spillt sönnunargögnum á vettvangi þar sem líkamsleifar stúdentanna fundust. Þá kallaði hann eftir því að þeir lögreglumenn sem bæru ábyrgð í málinu yrðu sóttir til saka. Mexíkó Tengdar fréttir Báru kennsl á bein eins nemanda Fjörutíu og þrír nemar hurfu sporlaust í Mexíkó í september og hefur þeirra verið leitað logandi ljósi síðan. 7. desember 2014 09:59 Bæjarstjórahjón handtekin í Mexíkó Þau eru talin eiga þátt í hvarfi 43 nema í september. 4. nóvember 2014 22:34 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Sjá meira
Jesús Murillo Karam leiddi rannsókn á hvarfi stúdentanna á sínum tíma en þeir hurfu á leið sinni með rútu í gegn um borgina Iguala á leið til mótmæla í Mexíkóborg. Ekkert er vitað um örlög þeirra en hluti beina úr aðeins þremur þeirra hafa fundist frá hvarfinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Það eina sem vitað er um atburðina sem leiddu til hvarfsins er að lögreglan í Iguala skaut á rútuna kvöldið 26. september 2014 en deilt er um hvað geriðst næst. Hvarf stúdentanna vakti mikla athygli á sínum tíma um heim allan og leiddi til víðtækra mótmæla um Mexíkó. Mótmælendur hömruðu á fáránleika þess að opinbera starfsmenn væri ekki hægt að sækja til saka og hlutdeild ríkisins í skipulagðri glæpastarfsemi. Karam leiddi umdeilda rannsókn á hvarfinu árið 2015 en niðurstaða rannsóknarinnar var sú að eiturlyfjahringur hafi myrt stúdentana og brennt líkamsleifar þeirra. Þáverandi forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, viðurkenndi niðurstöðurnar opinberlega en sérfræðingar gagnrýndu þær vegna galla í rannsókninni og fyrir það að lögregluyfirvöld hafi ekki verið látin bera ábyrgð á sínum hluta í málinu. Flokkur Karam, Partido Revolucionario Institucional (PRI), sakaði þá sem báru ábyrgð á handtöku hans um pólitískar ofsóknir í tísti. Karam er hæst setti embættismaðurinn sem handtekinn hefur verið í tengslum við hvarf stúdentanna. Rannsakendur telja að stúdentarnir hafi verið handteknir af spilltum lögreglumönnum og síðan afhentir eiturlyfjasmyglurum, sem töldu nemendurna meðlimi annars gengis, sem síðan myrtu þá. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í yfirlýsingu á fimmtudag að lögreglumenn bæru að hluta til ábyrgð á fjöldamorðinu. Ef ekki beina ábyrgð þá hefðu þeir ekki sinnt skyldum sínum. Hann bætti því við að rannsaka þyrfti frekar hlut lögregluyfirvalda í fjöldamorðinu. Fyrr á þessu ári opinberaði Obrador að meðlimir mexíkóska hersins væru til rannsóknar fyrir að hafa spillt sönnunargögnum á vettvangi þar sem líkamsleifar stúdentanna fundust. Þá kallaði hann eftir því að þeir lögreglumenn sem bæru ábyrgð í málinu yrðu sóttir til saka.
Mexíkó Tengdar fréttir Báru kennsl á bein eins nemanda Fjörutíu og þrír nemar hurfu sporlaust í Mexíkó í september og hefur þeirra verið leitað logandi ljósi síðan. 7. desember 2014 09:59 Bæjarstjórahjón handtekin í Mexíkó Þau eru talin eiga þátt í hvarfi 43 nema í september. 4. nóvember 2014 22:34 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Sjá meira
Báru kennsl á bein eins nemanda Fjörutíu og þrír nemar hurfu sporlaust í Mexíkó í september og hefur þeirra verið leitað logandi ljósi síðan. 7. desember 2014 09:59
Bæjarstjórahjón handtekin í Mexíkó Þau eru talin eiga þátt í hvarfi 43 nema í september. 4. nóvember 2014 22:34