„Myndi aldrei gera þetta nema með fullum stuðningi frá eiginkonu og börnum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. ágúst 2022 07:01 Reynsluboltinn Logi Gunnarsson ætlar að spila áfram með Njarðvíkingum. Vísir/Stöð 2 Sport Logi Gunnarsson, fyrirliði körfuboltaliðs Njarðvíkur, skrifaði í vikunni undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Logi hóf meistaraflokksferil sinn hjá Njarðvík fyrir 25 árum síðan og hefur leikið samfellt með félaginu síðan hann kom heim úr atvinnumennsku árið 2013. „Ég væri ekki í þessu án þess að heilsan væri í fínu standi. Mér líður bara vel og hef enn gaman að þessu, ég held að það skipti mestu máli. En jú, skrokkurinn er fínn og ég passa vel upp á mig,“ sagði Logi í samtali við Stöð 2. Eins og áður segir hóf Logi sinn meistaraflokksferil fyrir 25 árum, en hann verður 41 árs gamall í næsta mánuði. Hann segist ekki hafa búist við því að hann yrði svona lengi í sportinu. „Þetta er langur tími og kannski ekki eitthvað sem maður bjóst við. En þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og hef gert og ég að fá að spila uppáhalds íþróttina mína svona lengi eru bara forréttindi.“ „Auðvitað er það með stoppi þar sem ég er ýfir áratug úti í Evrópu en kom aftur heim úr atvinnumennsku fyrir að verða áratug og maður hélt að þetta væri að verða búið þá. En það er eitthvað við þetta sem fær mann til að halda áfram.“ Logi Gunnarsson er fyrirliði Njarðvíkur.Vísir/Hulda Margrét Mikilvægt að halda líkamanum góðum Eins og fram hefur komið er Logi líklega kominn af því sem kallað er léttasta skeið. Hann segist þó hafa lært það á löngum atvinnumannaferli að helda líkamanum góðum og það sé það sem heldur honum enn inni á vellinum. „Ég lærði það sem atvinnumaður í mörg ár hvernig ég á að halda mér í standi og hvernig ég á að æfa. Ég tamdi mér nokkrar venjur sem ég nota ennþá og æfi í rauninni eins og ég gerði þá. Það er kannski aðeins minni tími sem maður hefur en ég næ að troða því inn.“ „En svo myndi maður aldrei gera þetta nema ég fengi fullan stuðning frá eiginkonu og börnum. Krakkarnir fylgjast náttúrulega vel með mér á öllum leikjum og Birna konan mín gefur grænt ljós, þá gerum við þetta,“ sagði Logi léttur. „Erum að kveðja ábyggilega sögufrægasta íþróttahús landsins“ Njarðvíkingar urðu bæði deildarmeistarar á seiansta tímabili, ásamt því að tryggja sér bikarmeistaratitilinn í upphafi tímabils. Logi segir að þegar markið sé sett jafn hátt og hjá Njarðvíkurliðinu sé það full vinna að halda liðinu á toppnum. „Auðvitað er þetta það. Þegar maður er í liði sem er í efstu deild og að berjast um titla þá þarf auðvitað að gera þetta á fullu. Við urðum deildar- og bikarmeistarar á síðasta ári og það ýtir auðvitað líka undir að við ætlum að vera með það gott lið að við ætlum að vera í toppbaráttunni.“ Logi Gunnarsson lyftir fyrsta bikartitli Njarðvíkur í 16 ár á loft.Vísir/Hulda Margrét Þá eru Njarðvíkingar að flytja í nýtt íþróttahús og Logi segir það hafa ýtt undir ákvörðunina um að halda áfram, þrátt fyrir það að hann kveðji Ljónagryfjuna með söknuð í hjarta. „Auðvitað gerði það það. Við erum búin að bíða lengi eftir því að fá betri aðstöðu og erum að kveðja ábyggilega sögufrægasta íþróttahús landsins myndi ég segja, Ljónagryfjuna. Við ætlum að gera það vel og almennilega og fara svo yfir í flotta, nýja húsið. Eins og ég segi þá erum við búin að bíða lengi eftir alvöru aðstöðu.“ Bjartir tímar framundan í Njarðvík Þrátt fyrir gott gengi Njarðvíkinga á seinasta tímabili hefur karlalið félagsins ekki orðið Íslandsmeistari ´síðan árið 2006. Það þykir óþarflega langur tími fyrir lið eins og Njarðvík, en Logi horfir björtum augum á framhaldið hjá liðinu. „Það er orðið svolítið síðan og þessir titlar sem við unnum núna voru þeir fyrstu í langan, langan tíma. Við ætluðum okkur þann stóra en náðum því ekki þannig að ég held að við eigum alveg góðan séns á því að komast aftur í þann stóra.“ „En biðin er búin að vera löng þannig að eigum við ekki að ná þessu áður en ég hætti?“ spurði Logi brosandi. „Mér lýst bara nokkuð vel á samsetninguna á liðinu fyrir þetta tímabil. Við settum saman svolítið nýtt lið í fyrra þar sem við vorum að fá nýja leikmenn og oft tekur það aðeins meira en eitt tímabil. En við erum að ná að halda sama kjarna og viljum byggja á því sem við gerðum seinasta vetur.“ Lengri endurheimt fyrir eldri skrokk Að lokum var Logi spurður að því hvernig skrokkurinn á honum hafi verið eftir leiki á seinasta tímabili. Hann fór ekkert í felur með það að það hafi tekið hann lengri tíma en á hans yngri árum að ná endurheimt eftir leiki. „Það tekur mig aðeins lengir tíma en gerði fyrir nokkrum árum að jafna mig. en ég er með ákveðnar aðferðir og ég er með ísbað úti í garði og heitan pott og það er langur tími sem fer í teygjur og svona. En ég hef það gaman að þessu að ég er tilbúinn að leggja það á mig,“ sagði reynsluboltinn Logi gunnarsson að lokum. Klippa: Loginn logar áfram Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Logi Gunnarsson verður áfram í Njarðvík næstu tvö árin Fyrirliði Njarðvíkur, Logi Gunnarsson, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024 en þetta kemur fram í tilkynningu sem Njarðvíkingar sendu frá sér í gærkvöldi. 18. ágúst 2022 07:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
„Ég væri ekki í þessu án þess að heilsan væri í fínu standi. Mér líður bara vel og hef enn gaman að þessu, ég held að það skipti mestu máli. En jú, skrokkurinn er fínn og ég passa vel upp á mig,“ sagði Logi í samtali við Stöð 2. Eins og áður segir hóf Logi sinn meistaraflokksferil fyrir 25 árum, en hann verður 41 árs gamall í næsta mánuði. Hann segist ekki hafa búist við því að hann yrði svona lengi í sportinu. „Þetta er langur tími og kannski ekki eitthvað sem maður bjóst við. En þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og hef gert og ég að fá að spila uppáhalds íþróttina mína svona lengi eru bara forréttindi.“ „Auðvitað er það með stoppi þar sem ég er ýfir áratug úti í Evrópu en kom aftur heim úr atvinnumennsku fyrir að verða áratug og maður hélt að þetta væri að verða búið þá. En það er eitthvað við þetta sem fær mann til að halda áfram.“ Logi Gunnarsson er fyrirliði Njarðvíkur.Vísir/Hulda Margrét Mikilvægt að halda líkamanum góðum Eins og fram hefur komið er Logi líklega kominn af því sem kallað er léttasta skeið. Hann segist þó hafa lært það á löngum atvinnumannaferli að helda líkamanum góðum og það sé það sem heldur honum enn inni á vellinum. „Ég lærði það sem atvinnumaður í mörg ár hvernig ég á að halda mér í standi og hvernig ég á að æfa. Ég tamdi mér nokkrar venjur sem ég nota ennþá og æfi í rauninni eins og ég gerði þá. Það er kannski aðeins minni tími sem maður hefur en ég næ að troða því inn.“ „En svo myndi maður aldrei gera þetta nema ég fengi fullan stuðning frá eiginkonu og börnum. Krakkarnir fylgjast náttúrulega vel með mér á öllum leikjum og Birna konan mín gefur grænt ljós, þá gerum við þetta,“ sagði Logi léttur. „Erum að kveðja ábyggilega sögufrægasta íþróttahús landsins“ Njarðvíkingar urðu bæði deildarmeistarar á seiansta tímabili, ásamt því að tryggja sér bikarmeistaratitilinn í upphafi tímabils. Logi segir að þegar markið sé sett jafn hátt og hjá Njarðvíkurliðinu sé það full vinna að halda liðinu á toppnum. „Auðvitað er þetta það. Þegar maður er í liði sem er í efstu deild og að berjast um titla þá þarf auðvitað að gera þetta á fullu. Við urðum deildar- og bikarmeistarar á síðasta ári og það ýtir auðvitað líka undir að við ætlum að vera með það gott lið að við ætlum að vera í toppbaráttunni.“ Logi Gunnarsson lyftir fyrsta bikartitli Njarðvíkur í 16 ár á loft.Vísir/Hulda Margrét Þá eru Njarðvíkingar að flytja í nýtt íþróttahús og Logi segir það hafa ýtt undir ákvörðunina um að halda áfram, þrátt fyrir það að hann kveðji Ljónagryfjuna með söknuð í hjarta. „Auðvitað gerði það það. Við erum búin að bíða lengi eftir því að fá betri aðstöðu og erum að kveðja ábyggilega sögufrægasta íþróttahús landsins myndi ég segja, Ljónagryfjuna. Við ætlum að gera það vel og almennilega og fara svo yfir í flotta, nýja húsið. Eins og ég segi þá erum við búin að bíða lengi eftir alvöru aðstöðu.“ Bjartir tímar framundan í Njarðvík Þrátt fyrir gott gengi Njarðvíkinga á seinasta tímabili hefur karlalið félagsins ekki orðið Íslandsmeistari ´síðan árið 2006. Það þykir óþarflega langur tími fyrir lið eins og Njarðvík, en Logi horfir björtum augum á framhaldið hjá liðinu. „Það er orðið svolítið síðan og þessir titlar sem við unnum núna voru þeir fyrstu í langan, langan tíma. Við ætluðum okkur þann stóra en náðum því ekki þannig að ég held að við eigum alveg góðan séns á því að komast aftur í þann stóra.“ „En biðin er búin að vera löng þannig að eigum við ekki að ná þessu áður en ég hætti?“ spurði Logi brosandi. „Mér lýst bara nokkuð vel á samsetninguna á liðinu fyrir þetta tímabil. Við settum saman svolítið nýtt lið í fyrra þar sem við vorum að fá nýja leikmenn og oft tekur það aðeins meira en eitt tímabil. En við erum að ná að halda sama kjarna og viljum byggja á því sem við gerðum seinasta vetur.“ Lengri endurheimt fyrir eldri skrokk Að lokum var Logi spurður að því hvernig skrokkurinn á honum hafi verið eftir leiki á seinasta tímabili. Hann fór ekkert í felur með það að það hafi tekið hann lengri tíma en á hans yngri árum að ná endurheimt eftir leiki. „Það tekur mig aðeins lengir tíma en gerði fyrir nokkrum árum að jafna mig. en ég er með ákveðnar aðferðir og ég er með ísbað úti í garði og heitan pott og það er langur tími sem fer í teygjur og svona. En ég hef það gaman að þessu að ég er tilbúinn að leggja það á mig,“ sagði reynsluboltinn Logi gunnarsson að lokum. Klippa: Loginn logar áfram
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Logi Gunnarsson verður áfram í Njarðvík næstu tvö árin Fyrirliði Njarðvíkur, Logi Gunnarsson, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024 en þetta kemur fram í tilkynningu sem Njarðvíkingar sendu frá sér í gærkvöldi. 18. ágúst 2022 07:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Logi Gunnarsson verður áfram í Njarðvík næstu tvö árin Fyrirliði Njarðvíkur, Logi Gunnarsson, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024 en þetta kemur fram í tilkynningu sem Njarðvíkingar sendu frá sér í gærkvöldi. 18. ágúst 2022 07:30
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti