Klopp ætlaði að hringja inn í útvarpsþátt til að láta fyrrum leikmann heyra það Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 23:31 Jürgen Klopp var heldur hissa á ummælum Gabriel Agbonlahor um Manchester United. Mike Hewitt/Getty Images Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool, segist hafa verið nálægt því að hringja inn í útvarpsþátt í vikunni eftir að hann heyrði ummæli Gabriel Agbonlahor um Manchester United. Agbonlahor fór þá ófögrum orðum um erkifjendur Liverpool í Manchester United. Þessi fyrrverandi leikmaður Aston Villa ræddi um United-liðið í útvarpsþætti Talksport eftir 4-0 tap liðsins gegn Brentford. Agbonlahor hélt ekki aftur að orðum sínum og sagði að United væri eins og rústir einar. United tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag, en Klopp segist hafa verið nálægt því að hringja inn í þáttinn til að láta framherjann fyrrverandi heyra það. „Það sem hann sagði um United, ég var nálægt því að hringa inn og segja honum að hann væri líklega búinn að steingleyma því að hann hafi sjálfur verið leikmaður,“ sagði Klopp. Gabriel Agbonlahor lék með Aston Villa frá 2005-2018.Neville Williams/Aston Villa FC via Getty Images Agbonlahor var leikmaður Aston Villa frá 2005 til 2018, en í febrúar 2016 tapaði liðið 6-0 gegn Liverpool. Í lok tímabils féll Aston Villa úr ensku úrvalsdeildinni, en síðan þá hefur Klopp unnið deildina, Meistaradeild Evrópu og báðar bikarkeppnirnar á Englandi. Klopp virðist muna vel eftir þessum leik og nýtti tækifærið til að minnast á þessa niðurlægingu. „Hann tapaði 6-0 á móti okkur á mínu fyrsta tímabili hjá Liverpool. Ég man ekki eftir því að hann hafi verið eitthvað hugarfarsskrímsli (e. Mentality monster),“ sagði Klopp, en „Mentality monster7 er hugtak sem hann notar oft um leikmenn sína hjá Liverpool. „Þetta voru ótrúleg ummæli,“ hélt Klopp áfram. „Ef fyrrverandi leikmenn eru nú þegar farnir að tala svona þá geturðu rétt ímyndað þér hvernig allir aðrir tala,“ sagði Klopp að lokum. 🗣 "I listened to Gabby Agbonlahor, he lost against us 6-0 in my first year, I couldn't remember him as a mentality monster on the pitch."Jurgen Klopp reveals he was close to calling in to @talkSPORT after listening to the post-match reaction to Man United's loss to Brentford pic.twitter.com/zNlfB6UXsV— Football Daily (@footballdaily) August 19, 2022 Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Þessi fyrrverandi leikmaður Aston Villa ræddi um United-liðið í útvarpsþætti Talksport eftir 4-0 tap liðsins gegn Brentford. Agbonlahor hélt ekki aftur að orðum sínum og sagði að United væri eins og rústir einar. United tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag, en Klopp segist hafa verið nálægt því að hringja inn í þáttinn til að láta framherjann fyrrverandi heyra það. „Það sem hann sagði um United, ég var nálægt því að hringa inn og segja honum að hann væri líklega búinn að steingleyma því að hann hafi sjálfur verið leikmaður,“ sagði Klopp. Gabriel Agbonlahor lék með Aston Villa frá 2005-2018.Neville Williams/Aston Villa FC via Getty Images Agbonlahor var leikmaður Aston Villa frá 2005 til 2018, en í febrúar 2016 tapaði liðið 6-0 gegn Liverpool. Í lok tímabils féll Aston Villa úr ensku úrvalsdeildinni, en síðan þá hefur Klopp unnið deildina, Meistaradeild Evrópu og báðar bikarkeppnirnar á Englandi. Klopp virðist muna vel eftir þessum leik og nýtti tækifærið til að minnast á þessa niðurlægingu. „Hann tapaði 6-0 á móti okkur á mínu fyrsta tímabili hjá Liverpool. Ég man ekki eftir því að hann hafi verið eitthvað hugarfarsskrímsli (e. Mentality monster),“ sagði Klopp, en „Mentality monster7 er hugtak sem hann notar oft um leikmenn sína hjá Liverpool. „Þetta voru ótrúleg ummæli,“ hélt Klopp áfram. „Ef fyrrverandi leikmenn eru nú þegar farnir að tala svona þá geturðu rétt ímyndað þér hvernig allir aðrir tala,“ sagði Klopp að lokum. 🗣 "I listened to Gabby Agbonlahor, he lost against us 6-0 in my first year, I couldn't remember him as a mentality monster on the pitch."Jurgen Klopp reveals he was close to calling in to @talkSPORT after listening to the post-match reaction to Man United's loss to Brentford pic.twitter.com/zNlfB6UXsV— Football Daily (@footballdaily) August 19, 2022
Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira