Tuchel dæmdur í bann en Conte sleppur með sekt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 20:31 Thomas Tuchel og Antonio Conte létu skapið hlaupa með sig í gönur. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Mikill hiti var í leik Chelsea og Tottenham í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar um seinustu helgi. Eftir að leikurinn var flautaður af lenti þjálfurum liðanna, þeim Thomas Tuchel og Antonio Conte, saman með þeim afleiðingum að báðir fengu að líta rauða spjaldið. Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Tuchel verði dæmdur í eins leiks bann frá hliðarlínunni, ásamt því að þurfa að greiða 35 þúsund punda sekt, en það samsvarar tæplega sex milljónum króna. Kollegi hans hjá Tottenham, Antonio Conte, sleppur hins vegar við bann, en þarf að greiða 15 þúsund punda sekt sem samsvarar tæplega tveim og hálfri milljón króna. 🚨 BREAKING 🚨⚪️ Antonio Conte has been fined £15,000 following his clash with Tuchel at Stamford Bridge🔵 Thomas Tuchel has been fined £35,000 and receives one-game touchline ban following improper conduct pic.twitter.com/3USKUnEgc3— Football Daily (@footballdaily) August 19, 2022 Þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann mun Tuchel þó geta verið á hliðarlínunni þegar Chelsea heimsækir Leeds á sunnudaginn. Ástæðan er sú að enska knattspyrnusambandið ákvað að fresta banninu þar til rituð ástæða fyrir ákvörðuninni hefur borist. Tuchel og Conte fengu báðir að líta rauða spjaldið eftir að flautað hafði verið til leiksloka í leik Chelsea og Tottenham eins og áður segir. Þeim hafði lent saman fyrr í leiknum, en eftir að lokaflautið gall tókust þeir í hendur, en Tuchel leyfði kollega sínum ekki að sleppa fyrr en Ítalinn myndi líta í augu hans. Úr varð mikið fjaðrafok og leikmenn og starfsmenn þurftu að hafa sig alla við til að stía stjóranna í sundur. Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill ekki sjá Taylor dæma hjá Chelsea aftur Thomas Tuchel var ekki par hrifinn af frammistöðu Anthony Taylor, dómara, í leik Chelsea gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 23:25 Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 17:36 Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. 19. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Tuchel verði dæmdur í eins leiks bann frá hliðarlínunni, ásamt því að þurfa að greiða 35 þúsund punda sekt, en það samsvarar tæplega sex milljónum króna. Kollegi hans hjá Tottenham, Antonio Conte, sleppur hins vegar við bann, en þarf að greiða 15 þúsund punda sekt sem samsvarar tæplega tveim og hálfri milljón króna. 🚨 BREAKING 🚨⚪️ Antonio Conte has been fined £15,000 following his clash with Tuchel at Stamford Bridge🔵 Thomas Tuchel has been fined £35,000 and receives one-game touchline ban following improper conduct pic.twitter.com/3USKUnEgc3— Football Daily (@footballdaily) August 19, 2022 Þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann mun Tuchel þó geta verið á hliðarlínunni þegar Chelsea heimsækir Leeds á sunnudaginn. Ástæðan er sú að enska knattspyrnusambandið ákvað að fresta banninu þar til rituð ástæða fyrir ákvörðuninni hefur borist. Tuchel og Conte fengu báðir að líta rauða spjaldið eftir að flautað hafði verið til leiksloka í leik Chelsea og Tottenham eins og áður segir. Þeim hafði lent saman fyrr í leiknum, en eftir að lokaflautið gall tókust þeir í hendur, en Tuchel leyfði kollega sínum ekki að sleppa fyrr en Ítalinn myndi líta í augu hans. Úr varð mikið fjaðrafok og leikmenn og starfsmenn þurftu að hafa sig alla við til að stía stjóranna í sundur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill ekki sjá Taylor dæma hjá Chelsea aftur Thomas Tuchel var ekki par hrifinn af frammistöðu Anthony Taylor, dómara, í leik Chelsea gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 23:25 Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 17:36 Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. 19. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Tuchel vill ekki sjá Taylor dæma hjá Chelsea aftur Thomas Tuchel var ekki par hrifinn af frammistöðu Anthony Taylor, dómara, í leik Chelsea gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 23:25
Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 17:36
Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. 19. ágúst 2022 07:01