Tónlistar drottningin Beyoncé situr óhreyfð í fyrsta sæti íslenska listans með lagið Break My Soul. Lagið er að finna á nýútgefinni plötu, RENAISSANCE, en engin önnur lög plötunnar hafa ratað inn á listann enn sem komið er.
Breski söngvarinn George Ezra situr svo í öðru sæti þessa vikuna með lagið Green Green Grass sem hann sendi frá sér í apríl síðastliðnum og Harry Styles tekur bronsið með fyrrum topplagi íslenska listans, Late Night Talking.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga frá klukkan 14:00-16:00 á FM957.
Íslenski listinn í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: