Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2022 12:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir miður að Björk hafi orðið fyrir vonbrigðum. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. Björk sagði í viðtali við The Guardian í morgun að Katrín hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Það er alveg rétt að Björk hvatti mig til þess að lýsa yfir neyðarástandi í skilaboðum sem hún sendi mér. Það var tekið til skoðunar og rætt á fundi ríkisstjórnar. Okkar niðurstaða var hins vegar að við vildum aðra nálgun, við vildum leggja áherslu á aðgerðir sem skila árangri,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi um gagnrýni Bjarkar. Sagði Katrín að öllum mætti vera ljóst að loftslagsmálin væru að valda neyð víða í heiminum. Tími væri kominn á aðgerðir, fremur en orð. „Það er ekki þörf á fleiri orðum til að ítreka það heldur aðgerðum. Þess vegna vorum við til að mynda með fyrstu þjóða til að lögfesta kolefnisleysi. Við höfum verið að vinna samkvæmt mjög ítarlegri aðgerðaráætlun því að við viljum ná árangri í þesum málum,“ sagði Katrín. Henni þætti leitt að Björk hafi orðið fyrir vonbrigðum. „Já, það er leitt en ég held að þegar til lengri tíma er horft skipti mestu máli að við, Ísland, náum árangri í raunverulegum aðgerðum í að draga úr losun gróðurhúsategunda og ná kolefnishlutleysi“. Katrín vísaði því enn fremur á bug að hún hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið, líkt og Björk sakaði hana um í umræddu viðtali. „Algjörlega og loftslagsmálin voru sannarlega til umræðu á þessum tíma, sem og endranær. Við vorum að ræða þau á þessum ríkisstjórnarfundi,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Horfa má á viðtalið við hana í heild sinni hér að ofan. Loftslagsmál Umhverfismál Björk Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Björk sagði í viðtali við The Guardian í morgun að Katrín hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Það er alveg rétt að Björk hvatti mig til þess að lýsa yfir neyðarástandi í skilaboðum sem hún sendi mér. Það var tekið til skoðunar og rætt á fundi ríkisstjórnar. Okkar niðurstaða var hins vegar að við vildum aðra nálgun, við vildum leggja áherslu á aðgerðir sem skila árangri,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi um gagnrýni Bjarkar. Sagði Katrín að öllum mætti vera ljóst að loftslagsmálin væru að valda neyð víða í heiminum. Tími væri kominn á aðgerðir, fremur en orð. „Það er ekki þörf á fleiri orðum til að ítreka það heldur aðgerðum. Þess vegna vorum við til að mynda með fyrstu þjóða til að lögfesta kolefnisleysi. Við höfum verið að vinna samkvæmt mjög ítarlegri aðgerðaráætlun því að við viljum ná árangri í þesum málum,“ sagði Katrín. Henni þætti leitt að Björk hafi orðið fyrir vonbrigðum. „Já, það er leitt en ég held að þegar til lengri tíma er horft skipti mestu máli að við, Ísland, náum árangri í raunverulegum aðgerðum í að draga úr losun gróðurhúsategunda og ná kolefnishlutleysi“. Katrín vísaði því enn fremur á bug að hún hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið, líkt og Björk sakaði hana um í umræddu viðtali. „Algjörlega og loftslagsmálin voru sannarlega til umræðu á þessum tíma, sem og endranær. Við vorum að ræða þau á þessum ríkisstjórnarfundi,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Horfa má á viðtalið við hana í heild sinni hér að ofan.
Loftslagsmál Umhverfismál Björk Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43