Fékk heilblóðfall á heimsleikunum í CrossFit en vill keppa á næstu leikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 08:30 Dave Rempel annars vegar á sjúkrahúsinu og svo nokkrum dögum fyrr í myndatöku fyrir heimsleikana í CrossFit. Instagram/@rem_fitdave Morning Chalk Up vefurinn fjallar um örlög eins keppandans á heimsleikunum CrossFit í ár en sem betur fer lítur út fyrir það að sagan ætli að enda mun betur en á horfðist. Kanadamaðurinn Dave Rempel var að keppa á sínum fyrstu heimsleikum á dögunum þar sem hann tók þátt í einum öldungaflokknum. Hann var hins vegar hætt kominn á fyrsta degi. Rempel, sem er 51 árs gamall, keppti í flokki 50 til 54 ára. Hann gerði mjög vel í annarri grein keppninnar þar sem hann varð annar. Næst á dagskrá var opnunarhátíðin en svo var komið að þriðju grein. Rempel sagði að hann hafi byrjað að hita upp fyrir næstu grein en að honum hafi liðið eitthvað undarlega. „Ég hugsaði að kannski hefði hádegismaturinn eitthvað farið illa í mig. Ég tók því rólega, fékk mér nokkra endurheimtardrykki, reyndi að drekka vatn og koma næringarefnum í mig,“ sagði Dave Rempel í viðtalinu við Morning Chalk Up. „Hlaupin og kaðlarnir reyndu mikið á mig. Ég tók sippubandið mitt til að byrja upphitun af því að það var sippað í næstu grein. Á leiðinni þangað þá datt bandið úr hendi minni. Ég hugsaði: Hvernig missti ég bandið? Svo gerðist það aftur,“ sagði Rempel. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Þegar við vorum á leiðinni á staðinn þá sá ég að annar helmingur líkama hans var alveg máttlaus. Ég man eftir því að ég horfði á hina strákana og það var eins og við vissum allir hvað væri að gerast. Mér datt ekkert annað í hug en að hann væri að fá heilablóðfall,“ sagði Ernie Stewart, þjálfari Rempel. Þjálfarinn kallaði á sjúkraliða og lækna á mótsvæðinu sem voru fljótir að aðstoða og nokkrum mínútum síðar var Rempel á leiðinni á sjúkrahús. Læknum tókst að losa blóðtappann með skurðaðgerð og bjarga honum frá alvarlegum afleiðingum. Það skipti miklu máli í hversu góðu formi Rempel var sem og að það liðu aðeins sautján mínútur frá atvikinu þar til að hann var komin á skurðarborðið. Stewart segir að það sé engin uppgjafartónn í sínum manni þegar kemur að CrossFit. „Ég ætla að ná mér hundrað prósent, koma aftur og vinna heimsleikana,“ sagði Ernie Stewart að Rempel hefði sagt við sig. Það á þó eftir að koma í ljós hvernig líkaminn hans kemur út úr þessu áfalli. Rempel varð eftir í Madison á meðan hann var jafna sig en snéri síðan svo til baka til Kanada. Hann ætlar að taka næstu skref á CrossFit ferlinum í samráði við lækna og í góðum bandi við þjálfara sinn. View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave) View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave) CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Kanadamaðurinn Dave Rempel var að keppa á sínum fyrstu heimsleikum á dögunum þar sem hann tók þátt í einum öldungaflokknum. Hann var hins vegar hætt kominn á fyrsta degi. Rempel, sem er 51 árs gamall, keppti í flokki 50 til 54 ára. Hann gerði mjög vel í annarri grein keppninnar þar sem hann varð annar. Næst á dagskrá var opnunarhátíðin en svo var komið að þriðju grein. Rempel sagði að hann hafi byrjað að hita upp fyrir næstu grein en að honum hafi liðið eitthvað undarlega. „Ég hugsaði að kannski hefði hádegismaturinn eitthvað farið illa í mig. Ég tók því rólega, fékk mér nokkra endurheimtardrykki, reyndi að drekka vatn og koma næringarefnum í mig,“ sagði Dave Rempel í viðtalinu við Morning Chalk Up. „Hlaupin og kaðlarnir reyndu mikið á mig. Ég tók sippubandið mitt til að byrja upphitun af því að það var sippað í næstu grein. Á leiðinni þangað þá datt bandið úr hendi minni. Ég hugsaði: Hvernig missti ég bandið? Svo gerðist það aftur,“ sagði Rempel. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Þegar við vorum á leiðinni á staðinn þá sá ég að annar helmingur líkama hans var alveg máttlaus. Ég man eftir því að ég horfði á hina strákana og það var eins og við vissum allir hvað væri að gerast. Mér datt ekkert annað í hug en að hann væri að fá heilablóðfall,“ sagði Ernie Stewart, þjálfari Rempel. Þjálfarinn kallaði á sjúkraliða og lækna á mótsvæðinu sem voru fljótir að aðstoða og nokkrum mínútum síðar var Rempel á leiðinni á sjúkrahús. Læknum tókst að losa blóðtappann með skurðaðgerð og bjarga honum frá alvarlegum afleiðingum. Það skipti miklu máli í hversu góðu formi Rempel var sem og að það liðu aðeins sautján mínútur frá atvikinu þar til að hann var komin á skurðarborðið. Stewart segir að það sé engin uppgjafartónn í sínum manni þegar kemur að CrossFit. „Ég ætla að ná mér hundrað prósent, koma aftur og vinna heimsleikana,“ sagði Ernie Stewart að Rempel hefði sagt við sig. Það á þó eftir að koma í ljós hvernig líkaminn hans kemur út úr þessu áfalli. Rempel varð eftir í Madison á meðan hann var jafna sig en snéri síðan svo til baka til Kanada. Hann ætlar að taka næstu skref á CrossFit ferlinum í samráði við lækna og í góðum bandi við þjálfara sinn. View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave) View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave)
CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira