Andfúli vinnufélaginn og góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 07:01 Að starfa með fólki sem er andfúlt er algengara vandamál en fólk kannski heldur. Þekkt viðbrögð eru að snúa sér undan eða bjóða viðkomandi tyggjó en mælt er með því að taka frekar samtalið. Ímyndaðu þér til dæmis ef staðan væri öfug og þú værir einstaklingurinn sem væri andfúl(l)? Vísir/Getty Við erum andfúl á morgnana þegar að við vöknum en sem betur fer er það frá um leið og við höfum burstað tennurnar. Og þó. Sumir glíma við andremmu í meira mæli en aðrir og í raun má segja að andfýluiðnaðurinn sé risastór iðnaður út af fyrir sig. Ekki síst tyggjógúmmíiðnaðurinn. Að vinna með fólki sem er andfúlt alla daga getur verið nokkuð leiðinleg staða að vera í. Í stað þess að vera afslöppuð í samskiptum, verðum við ósjálfrátt viðbúin því að mæta andremmunni og erum fyrir vikið ekki jafn fókusuð á sjálft samtalið. Það sem gerir málið enn snúnara er að oft virðist viðkomandi aðili ekki átta sig á vandamálinu. Einn af hverjum fimm segja vinnufélaga andfúlann Í könnun sem gerð var í Bretlandi árið 2018 viðurkenndi einn af hverjum fimm svarendum að þeir þyldu ekki að tala við ákveðna samstarfsmenn vegna þess að viðkomandi væri svo andfúll. Þá viðurkenndu 63% svarenda að þeir þyrftu að líta undan í samtölum við ákveðinn aðila, vegna andremmu þeirra. Könnunin náði til tvö þúsund fullorðinna einstaklinga. Svo algengt er andfýla í vinnunni að á vefsíðunni WorkSmart LiveSmart er því hreinlega haldið fram að á netinu sé hægt að finna um tvær milljónir vefsíða þar sem fjallað er um andfýlu samstarfsfélaga. Hin sorglega staðreynd er hins vegar að oft er þetta vandamál viðvarandi í langan tíma því í fæstum tilfellum er fólk að benda vinnufélaga sínum á að hann/hún er mjög andfúl(l). Enda getur maður bara boðið viðkomandi tyggjó svo og svo oft…. En hvað er þá til ráða? Jú, eins og í svo mörgu öðru er mælt með því að taka frekar samtalið en hitt. Og þá beint við vinnufélagann, ekki að ræða andfýluna í baknagi með öðrum vinnufélögum. Andfýla er hins vegar mjög persónulegt mál og án efa erfitt að fá þær fréttir frá vinnufélaga að maður sé andfúll. Þess vegna skiptir svo miklu máli að velja orð sín vel og eins að taka samtalið í einrúmi, ekki innan um aðra og ekki í gríni. Því ef viðkomandi vinnufélagi finnur að þú ert einlæg/ur í samtalinu og augljóslega aðeins að brydda upp á einhverju sem þú telur honum/henni til góðs, verður strax mildara að fá fréttirnar. Gott er að ímynda sér hvernig maður myndi sjálfur vilja að vinnufélagi tæki samtalið við okkur, ef staðan væri öfug. Þá er líka gott að luma kannski á einhverjum einföldum ráðum sem geta dregið úr andremmu eða líkum á henni. Eins og til dæmis það hversu mikilvægt það er að vanda sig við tannburstun þannig að matarleifar sitji ekki eftir í tönnunum og að drekka vel af vatni svo munnþurrkurinn myndi ekki andfýlu. Fleiri ráð gegn andfýlu má sjá á doktor.is. Því það gæti hjálpað við svona fréttir að fá um leið upplýsingar um að það er hægt að leysa úr þessu eins og öllu öðru. Þá gæti verið gott að renna yfir góðu ráðin sem stjórnendum eru gefin þegar taka þarf samtal við starfsmann sem lyktar illa. Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Óttinn við að kúka í vinnunni og góð ráð Niðurstöður rannsókna sýna að mjög stór hópur fólks vill ekki, þorir ekki eða forðast að kúka í vinnunni. Kannast þú við þetta? 8. apríl 2022 07:01 Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00 Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26. júlí 2021 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Sumir glíma við andremmu í meira mæli en aðrir og í raun má segja að andfýluiðnaðurinn sé risastór iðnaður út af fyrir sig. Ekki síst tyggjógúmmíiðnaðurinn. Að vinna með fólki sem er andfúlt alla daga getur verið nokkuð leiðinleg staða að vera í. Í stað þess að vera afslöppuð í samskiptum, verðum við ósjálfrátt viðbúin því að mæta andremmunni og erum fyrir vikið ekki jafn fókusuð á sjálft samtalið. Það sem gerir málið enn snúnara er að oft virðist viðkomandi aðili ekki átta sig á vandamálinu. Einn af hverjum fimm segja vinnufélaga andfúlann Í könnun sem gerð var í Bretlandi árið 2018 viðurkenndi einn af hverjum fimm svarendum að þeir þyldu ekki að tala við ákveðna samstarfsmenn vegna þess að viðkomandi væri svo andfúll. Þá viðurkenndu 63% svarenda að þeir þyrftu að líta undan í samtölum við ákveðinn aðila, vegna andremmu þeirra. Könnunin náði til tvö þúsund fullorðinna einstaklinga. Svo algengt er andfýla í vinnunni að á vefsíðunni WorkSmart LiveSmart er því hreinlega haldið fram að á netinu sé hægt að finna um tvær milljónir vefsíða þar sem fjallað er um andfýlu samstarfsfélaga. Hin sorglega staðreynd er hins vegar að oft er þetta vandamál viðvarandi í langan tíma því í fæstum tilfellum er fólk að benda vinnufélaga sínum á að hann/hún er mjög andfúl(l). Enda getur maður bara boðið viðkomandi tyggjó svo og svo oft…. En hvað er þá til ráða? Jú, eins og í svo mörgu öðru er mælt með því að taka frekar samtalið en hitt. Og þá beint við vinnufélagann, ekki að ræða andfýluna í baknagi með öðrum vinnufélögum. Andfýla er hins vegar mjög persónulegt mál og án efa erfitt að fá þær fréttir frá vinnufélaga að maður sé andfúll. Þess vegna skiptir svo miklu máli að velja orð sín vel og eins að taka samtalið í einrúmi, ekki innan um aðra og ekki í gríni. Því ef viðkomandi vinnufélagi finnur að þú ert einlæg/ur í samtalinu og augljóslega aðeins að brydda upp á einhverju sem þú telur honum/henni til góðs, verður strax mildara að fá fréttirnar. Gott er að ímynda sér hvernig maður myndi sjálfur vilja að vinnufélagi tæki samtalið við okkur, ef staðan væri öfug. Þá er líka gott að luma kannski á einhverjum einföldum ráðum sem geta dregið úr andremmu eða líkum á henni. Eins og til dæmis það hversu mikilvægt það er að vanda sig við tannburstun þannig að matarleifar sitji ekki eftir í tönnunum og að drekka vel af vatni svo munnþurrkurinn myndi ekki andfýlu. Fleiri ráð gegn andfýlu má sjá á doktor.is. Því það gæti hjálpað við svona fréttir að fá um leið upplýsingar um að það er hægt að leysa úr þessu eins og öllu öðru. Þá gæti verið gott að renna yfir góðu ráðin sem stjórnendum eru gefin þegar taka þarf samtal við starfsmann sem lyktar illa.
Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Óttinn við að kúka í vinnunni og góð ráð Niðurstöður rannsókna sýna að mjög stór hópur fólks vill ekki, þorir ekki eða forðast að kúka í vinnunni. Kannast þú við þetta? 8. apríl 2022 07:01 Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00 Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26. júlí 2021 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Óttinn við að kúka í vinnunni og góð ráð Niðurstöður rannsókna sýna að mjög stór hópur fólks vill ekki, þorir ekki eða forðast að kúka í vinnunni. Kannast þú við þetta? 8. apríl 2022 07:01
Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04
Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00
Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26. júlí 2021 07:01