Birtir launaseðil og segir endurskoðandann hafa gleymt að skila framtalinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2022 15:44 Þorsteinn V. Einarsson er kynjafræðingur og skilgreinir sjálfan sig sem femínskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd. Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður Karlmennskunnar, þvertekur fyrir að vera launahæsti áhrifavaldurinn eins og fram kemur í Tekjublaði Frjálsrar verslunar og greint hefur verið frá í fjölmiðlum í dag. Hann segist hafa verið með um 700 þúsund krónur í mánaðarlaun í fyrra. Endurskoðandi hans hafi klúðrað að senda inn skattframtalið hans. Þorstein gerir fréttaflutningum af launum sínum að umtalsefni á Facebook-síðu Karlmennskunnar. Samkvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar var hann með um 1,3 milljónir króna á mánuði. Sem Þorsteinn segir alls ekki rétt. „Mikið vildi ég að það væri raunin en mér finnst réttast að benda ykkur allavega á hið rétta. Launin mín voru um 700 þus kr 2021. Laun sem koma til vegna fyrirlestra, samstarfs og ráðgjafar í jafnréttismálum,“ segir Þorsteinn. Launaseðill Þorsteins frá því í október. „Ástæða mismunarins felst í því að allur rekstur í tengslum við Karlmennskuna (átakið jákvæð karlmennska þmt styrkir v grafík, auglýsinga ofl, leiga húsnæðis, kaup búnaðar o.fl) er áætlað sem laun. Á meðan stór hluti er kostnaður. Þetta hljómar eins og lygasaga, en ástæða þess að launin eru sögð mun hærri en þau eru í raun er vegna þess að endurskoðandinn gleymdi að skila skattframtalinu mínu.“ Þorsteinn deilir launaseðli fyrir október á Facebook og sömuleiðis skjáskoti af svari endurskoðandans þegar hann fékk óvænt ansi háan áætlaðan skatt í maí síðastliðnum. Þorsteinn birtir tölvupóst frá endurskoðanda sínum frá því í lok maí. „Þá vitiði það, en ég væri svosum alveg til í að vera með rúma milljón á mánuði. Mér finnst hins vegar mikilvægt að vera heiðarlegur og leiðrétta misskilninginn,“ segir Þorsteinn og titlar sig, á léttum nótum, „ekki launahæsti áhrifavaldurinn.“ Rætt var við Þorstein um Karlmennskuna í Íslandi í dag árið 2018. Kjaramál Tekjur Skattar og tollar Tengdar fréttir Þorsteinn og Birgitta Líf tekjuhæst áhrifavalda Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskunnar, var tekjuhæstur áhrifavalda árið 2021 samkvæmt nýju tölublaði Frjálsrar verslunar. Þorsteinn var með 1.369.000 krónur á mánuði en næst á eftir honum kom Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, eigandi Bankastræti Club og umboðsmaður, með 1.275.000 krónur á mánuði. 18. ágúst 2022 10:13 Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Tónlist Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Fleiri fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 Sjá meira
Hann segist hafa verið með um 700 þúsund krónur í mánaðarlaun í fyrra. Endurskoðandi hans hafi klúðrað að senda inn skattframtalið hans. Þorstein gerir fréttaflutningum af launum sínum að umtalsefni á Facebook-síðu Karlmennskunnar. Samkvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar var hann með um 1,3 milljónir króna á mánuði. Sem Þorsteinn segir alls ekki rétt. „Mikið vildi ég að það væri raunin en mér finnst réttast að benda ykkur allavega á hið rétta. Launin mín voru um 700 þus kr 2021. Laun sem koma til vegna fyrirlestra, samstarfs og ráðgjafar í jafnréttismálum,“ segir Þorsteinn. Launaseðill Þorsteins frá því í október. „Ástæða mismunarins felst í því að allur rekstur í tengslum við Karlmennskuna (átakið jákvæð karlmennska þmt styrkir v grafík, auglýsinga ofl, leiga húsnæðis, kaup búnaðar o.fl) er áætlað sem laun. Á meðan stór hluti er kostnaður. Þetta hljómar eins og lygasaga, en ástæða þess að launin eru sögð mun hærri en þau eru í raun er vegna þess að endurskoðandinn gleymdi að skila skattframtalinu mínu.“ Þorsteinn deilir launaseðli fyrir október á Facebook og sömuleiðis skjáskoti af svari endurskoðandans þegar hann fékk óvænt ansi háan áætlaðan skatt í maí síðastliðnum. Þorsteinn birtir tölvupóst frá endurskoðanda sínum frá því í lok maí. „Þá vitiði það, en ég væri svosum alveg til í að vera með rúma milljón á mánuði. Mér finnst hins vegar mikilvægt að vera heiðarlegur og leiðrétta misskilninginn,“ segir Þorsteinn og titlar sig, á léttum nótum, „ekki launahæsti áhrifavaldurinn.“ Rætt var við Þorstein um Karlmennskuna í Íslandi í dag árið 2018.
Kjaramál Tekjur Skattar og tollar Tengdar fréttir Þorsteinn og Birgitta Líf tekjuhæst áhrifavalda Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskunnar, var tekjuhæstur áhrifavalda árið 2021 samkvæmt nýju tölublaði Frjálsrar verslunar. Þorsteinn var með 1.369.000 krónur á mánuði en næst á eftir honum kom Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, eigandi Bankastræti Club og umboðsmaður, með 1.275.000 krónur á mánuði. 18. ágúst 2022 10:13 Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Tónlist Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Fleiri fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 Sjá meira
Þorsteinn og Birgitta Líf tekjuhæst áhrifavalda Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskunnar, var tekjuhæstur áhrifavalda árið 2021 samkvæmt nýju tölublaði Frjálsrar verslunar. Þorsteinn var með 1.369.000 krónur á mánuði en næst á eftir honum kom Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, eigandi Bankastræti Club og umboðsmaður, með 1.275.000 krónur á mánuði. 18. ágúst 2022 10:13