Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 19:00 Ísabella í leik með Breiðablik síðasta vetur. Vísir/Bára Dröfn Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. „Ég er með samning í Ástralíu út þetta tímabil en ég kem aftur heim til Íslands í september og mun spila þar á næsta tímabili,“ sagði Isabella Ósk í samtali við Vísi í vikunni. Eftir erfiða byrjun í Ástralíu tókst Isabellu að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Panthers þar sem hún hefur leikið gífurlega vel en Isabella er meðal annars í 12. sæti yfir frákastahæstu leikmenn deildarinnar, af þeim 156 leikmönnum sem leika í NBL 1 Central deildinni. Isabella er þar með 9 fráköst að meðaltali. Tímabilið í Ástralíu stendur yfir á meðan íslenska deildin er í sumarfríi. Isabella kemur því til með að koma beint inn í byrjun næsta tímabilsins eftir að hafa leikið körfubolta í Ástralíu síðan í maí. Isabella vill þó ekkert gefa upp með hvaða liði hún mun spila á næsta tímabili en Karfan.is hefur meðal annars orðað Isabellu við Keflavík sem og við endurkomu í Breiðablik. Einnig hefur hún verið orðuð við Íslandsmeistara Njarðvíkur og deildarmeistara Fjölnis. „Ég get ekkert sagt um það strax en þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ svaraði Isabella aðspurð að því hvar hún kemur til með að leika í vetur. Isabella er í viðræðum við nokkur lið á Íslandi en hún er uppalin í Kópavoginum hjá Breiðablik og hefur leikið með Blikum alla tíð, þangað til hún samdi við South Adelaide Panthers fyrr í sumar. Hún segist ekki enn vera búin að taka ákvörðun um það hvaða lið hún semur við. „Sumir verða kannski í sjokki þegar þau heyra að ég sé líka að tala við önnur lið en Breiðablik, þar sem ég hef alltaf spilað með Blikum,“ sagði Isabella. Á síðasta leiktímabili með Breiðablik skoraði Isabella 14,4 stig, tók 13,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali í 17 leikjum. Isabella lauk tímabilinu sem sá íslenski leikmaður með flest framlagsstig að meðaltali, eða 24,41 framlagsstig. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvar Isabella endar en hún mun eflaust reynast hvaða liði sem hún leikur með á næsta tímabili mikill hvalreki. Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Isabella Ósk strax farin að láta til sín taka í Ástralíu Körfuboltakonan Isabella Ósk Sigurðardóttir gekk nýverið til liðs við South Adelaide Panthers sem leikur í efstu deild í Ástralíu. Liðið vann stórsigur á North Adelaide Rockets í dag, lokatölur 89-59 Isabellu Ósk og stöllum í vil. 4. júní 2022 17:15 Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt. 18. júní 2022 13:29 Isabella Ósk sló Íslandsmetið í fráköstum í gærkvöldi Isabella Ósk Sigurðardóttir setti nýtt frákastamet í efstu deild kvenna í gærkvöldi þegar hún hjálpaði Breiðabliki að vinna sautján stiga sigur á Snæfelli í Domino´s deildinni. 12. mars 2021 10:30 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
„Ég er með samning í Ástralíu út þetta tímabil en ég kem aftur heim til Íslands í september og mun spila þar á næsta tímabili,“ sagði Isabella Ósk í samtali við Vísi í vikunni. Eftir erfiða byrjun í Ástralíu tókst Isabellu að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Panthers þar sem hún hefur leikið gífurlega vel en Isabella er meðal annars í 12. sæti yfir frákastahæstu leikmenn deildarinnar, af þeim 156 leikmönnum sem leika í NBL 1 Central deildinni. Isabella er þar með 9 fráköst að meðaltali. Tímabilið í Ástralíu stendur yfir á meðan íslenska deildin er í sumarfríi. Isabella kemur því til með að koma beint inn í byrjun næsta tímabilsins eftir að hafa leikið körfubolta í Ástralíu síðan í maí. Isabella vill þó ekkert gefa upp með hvaða liði hún mun spila á næsta tímabili en Karfan.is hefur meðal annars orðað Isabellu við Keflavík sem og við endurkomu í Breiðablik. Einnig hefur hún verið orðuð við Íslandsmeistara Njarðvíkur og deildarmeistara Fjölnis. „Ég get ekkert sagt um það strax en þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ svaraði Isabella aðspurð að því hvar hún kemur til með að leika í vetur. Isabella er í viðræðum við nokkur lið á Íslandi en hún er uppalin í Kópavoginum hjá Breiðablik og hefur leikið með Blikum alla tíð, þangað til hún samdi við South Adelaide Panthers fyrr í sumar. Hún segist ekki enn vera búin að taka ákvörðun um það hvaða lið hún semur við. „Sumir verða kannski í sjokki þegar þau heyra að ég sé líka að tala við önnur lið en Breiðablik, þar sem ég hef alltaf spilað með Blikum,“ sagði Isabella. Á síðasta leiktímabili með Breiðablik skoraði Isabella 14,4 stig, tók 13,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali í 17 leikjum. Isabella lauk tímabilinu sem sá íslenski leikmaður með flest framlagsstig að meðaltali, eða 24,41 framlagsstig. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvar Isabella endar en hún mun eflaust reynast hvaða liði sem hún leikur með á næsta tímabili mikill hvalreki.
Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Isabella Ósk strax farin að láta til sín taka í Ástralíu Körfuboltakonan Isabella Ósk Sigurðardóttir gekk nýverið til liðs við South Adelaide Panthers sem leikur í efstu deild í Ástralíu. Liðið vann stórsigur á North Adelaide Rockets í dag, lokatölur 89-59 Isabellu Ósk og stöllum í vil. 4. júní 2022 17:15 Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt. 18. júní 2022 13:29 Isabella Ósk sló Íslandsmetið í fráköstum í gærkvöldi Isabella Ósk Sigurðardóttir setti nýtt frákastamet í efstu deild kvenna í gærkvöldi þegar hún hjálpaði Breiðabliki að vinna sautján stiga sigur á Snæfelli í Domino´s deildinni. 12. mars 2021 10:30 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Isabella Ósk strax farin að láta til sín taka í Ástralíu Körfuboltakonan Isabella Ósk Sigurðardóttir gekk nýverið til liðs við South Adelaide Panthers sem leikur í efstu deild í Ástralíu. Liðið vann stórsigur á North Adelaide Rockets í dag, lokatölur 89-59 Isabellu Ósk og stöllum í vil. 4. júní 2022 17:15
Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt. 18. júní 2022 13:29
Isabella Ósk sló Íslandsmetið í fráköstum í gærkvöldi Isabella Ósk Sigurðardóttir setti nýtt frákastamet í efstu deild kvenna í gærkvöldi þegar hún hjálpaði Breiðabliki að vinna sautján stiga sigur á Snæfelli í Domino´s deildinni. 12. mars 2021 10:30