Hætt að vera Glowie í bili Elísabet Hanna skrifar 17. ágúst 2022 09:28 Sara Pétursdóttir segir skilið við það að vera Glowie, allavegana í bili. Skjáskot/Instagram Tónlistarkonan Glowie ætlar að segja skilið við tónlistina í bili og einbeita sér að því að vera bara Sara Pétursdóttir. Hún segir mikið álag hafa fylgt því að vera í sviðsljósinu frá ungum aldri og nú ætli hún að taka sér tíma í það að vera fullorðin. Risa samningur í London Sara sló upphaflega í gegn þegar hún sigraði söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2014 og í framhaldinu gaf hún út sitt fyrsta lag sem Glowie. Það var lagið No More sem kom út árið 2015 ásamt tónlistarmanninum Stony. Árið 2017 skrifaði hún undir samning við útgáfurisann Columbia í London. Í kjölfarið sendi hún frá sér smáskífuna Where I Belong sem kom út árið 2019. Eitt af lögum plötunnar var síðar endurútgefið með Söru og rapparanum Saweetie. Draumur frá því að hún var níu ára „Síðustu 7 ár hef ég einbeitt mér að tónlist og frá því ég var 9 ára hef ég haft þann draum að verða frægur listamaður. Reyndar hugsaði ég varla um neitt annað og á síðustu tveimur árum gerði ég mér sársaukafulla grein fyrir því að ég hef ekki hugmynd um hver ég er án tónlistar í lífi mínu,“ segir Sara í upphafi langrar færslu sem hún birti á Instagram miðli sínum. Hún segist þó enn elska að búa til tónlist og að mögulega sé von á efni frá henni í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Mikið álag Hún segir einnig í færslunni að tónlist hafi alltaf verið sitt öryggi og lengi vel hafa haldið að ekkert annað kæmi til greina fyrir sig í þessum heimi. „Á síðustu 7 árum sem ég var „Glowie“ hef ég öðlast svo ótrúlega reynslu að mér finnst ég virkilega heppin að hafa fengið að upplifa það, sérstaklega á svona ungum aldri. En á sama tíma hefur það verið mjög erfitt að vera undir svona miklu álagi á meðan ég hef verið að vaxa, breytast, finna sjálfan mig sem listamann og manneskju.“ Ætlar að vera bara Sara Sara segir síðustu ár hafa farið í það að elta drauminn en nú sé komið að kaflaskilum í hennar lífi: „Eftir 7 ára stöðugt hlaup í átt að draum sem ég átti þegar ég var 9 ára hef ég tekið ákvörðun um að taka mér frí frá því að búa til tónlist og gefa mér tíma og pláss til að vera bara hér, vera fullorðin, vera Sara. Læra að vera betri við sjálfa mig, elska og virða sjálfa mig og gera það sem mér finnst rétt.“ View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Ákvörðunin tekin þegar hárið fékk að fjúka Hún segist jafnframt halda að ákvörðunin hafi verið tekin ómeðvitað fyrir mánuðum síðan þegar hún ákvað að raka af sér hárið en á þeim tímapunkti hafi hún ekki verið tilbúin að viðurkenna það fyrir sjálfri sér og bætir við: „Að raka það af var bæði leið til að líta ekki út eins og „Glowie“ lengur og að vera nær sjálfri mér.“ Hér að neðan má sjá þegar Sara var gestur í þættinum Á rúntinum fyrr á þessu ári: Tónlist Tímamót Tengdar fréttir „Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Risa samningur í London Sara sló upphaflega í gegn þegar hún sigraði söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2014 og í framhaldinu gaf hún út sitt fyrsta lag sem Glowie. Það var lagið No More sem kom út árið 2015 ásamt tónlistarmanninum Stony. Árið 2017 skrifaði hún undir samning við útgáfurisann Columbia í London. Í kjölfarið sendi hún frá sér smáskífuna Where I Belong sem kom út árið 2019. Eitt af lögum plötunnar var síðar endurútgefið með Söru og rapparanum Saweetie. Draumur frá því að hún var níu ára „Síðustu 7 ár hef ég einbeitt mér að tónlist og frá því ég var 9 ára hef ég haft þann draum að verða frægur listamaður. Reyndar hugsaði ég varla um neitt annað og á síðustu tveimur árum gerði ég mér sársaukafulla grein fyrir því að ég hef ekki hugmynd um hver ég er án tónlistar í lífi mínu,“ segir Sara í upphafi langrar færslu sem hún birti á Instagram miðli sínum. Hún segist þó enn elska að búa til tónlist og að mögulega sé von á efni frá henni í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Mikið álag Hún segir einnig í færslunni að tónlist hafi alltaf verið sitt öryggi og lengi vel hafa haldið að ekkert annað kæmi til greina fyrir sig í þessum heimi. „Á síðustu 7 árum sem ég var „Glowie“ hef ég öðlast svo ótrúlega reynslu að mér finnst ég virkilega heppin að hafa fengið að upplifa það, sérstaklega á svona ungum aldri. En á sama tíma hefur það verið mjög erfitt að vera undir svona miklu álagi á meðan ég hef verið að vaxa, breytast, finna sjálfan mig sem listamann og manneskju.“ Ætlar að vera bara Sara Sara segir síðustu ár hafa farið í það að elta drauminn en nú sé komið að kaflaskilum í hennar lífi: „Eftir 7 ára stöðugt hlaup í átt að draum sem ég átti þegar ég var 9 ára hef ég tekið ákvörðun um að taka mér frí frá því að búa til tónlist og gefa mér tíma og pláss til að vera bara hér, vera fullorðin, vera Sara. Læra að vera betri við sjálfa mig, elska og virða sjálfa mig og gera það sem mér finnst rétt.“ View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Ákvörðunin tekin þegar hárið fékk að fjúka Hún segist jafnframt halda að ákvörðunin hafi verið tekin ómeðvitað fyrir mánuðum síðan þegar hún ákvað að raka af sér hárið en á þeim tímapunkti hafi hún ekki verið tilbúin að viðurkenna það fyrir sjálfri sér og bætir við: „Að raka það af var bæði leið til að líta ekki út eins og „Glowie“ lengur og að vera nær sjálfri mér.“ Hér að neðan má sjá þegar Sara var gestur í þættinum Á rúntinum fyrr á þessu ári:
Tónlist Tímamót Tengdar fréttir „Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
„Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31