Anníe Mist verður alltaf veik eftir heimsleikana: „Mikið veik núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2022 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir sagði aðdáendum sínum frá því hvað tekur alltaf við hjá henni strax eftir heimsleikana í CrossFit. Instagram/@anniethorisdottir Það tekur mikið á að taka þátt í heimsleikunum í CrossFit. Keppendur hafa verið mörg ár að undirbúa sig og eru í frábæru formi en leikarnir eru alltaf alvöru próf sem taka mikla orku frá öllum. Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það manna best enda nýkomin heim af sínum tólftu heimsleikum sem voru þó aðeins öðruvísi þar sem hún tók þátt í liðakeppninni að þessu sinn. Anníe gaf aðdáendum sínum smá innsýn í það sem hún hefur verið að ganga í gegnum eftir að keppnin kláraðist í Madison. „Áhugaverð staðreynd um mig. Nánast eftir alla heimsleika þá veikist ég,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í myndbandi sem hún setti inn á samfélagsmiðla sína. „Þessir heimsleikar reyndu ekki það mikið á mig en eftir allt andlega stressið og það sem gekk á í aðdraganda leikanna þá fer líkaminn í ferli þar sem hann finnur leið til að komast í gegnum þetta álag,“ sagði Anníe Mist. „Það er enginn tími til að veikjast og líkaminn finnur út úr þessu. Þegar heimsleikarnir eru að baki og þú færð tækifæri til að slaka á þá er eins og líkaminn minn hrynji,“ sagði Anníe Mist. „Ég varð mjög veik í þetta skiptið og þið heyrið það kannski á röddinni minni því ég er enn smá hás og með hósta. Nú er samt liðin ein vika frá leikunum og ég var að klára mitt fyrsta útihlaup eftir leikana,“ sagði Anníe. „Þetta var bara auðvelt hjá mér í dag því ég veit að má ekki keyra þetta of hratt í gang aftur en mér líður rosalega vel á eftir. Nú er ég orðin spennt að byrja aftur og vil líka fara að borða hollari mat. Fólk er hannað til að hreyfa sig,“ sagði Anníe. Hún var þá stödd í Kaupmannahöfn að ná sér niður eftir heimsleikana sem fóru fram í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Það má sjá myndbandið hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Sjá meira
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það manna best enda nýkomin heim af sínum tólftu heimsleikum sem voru þó aðeins öðruvísi þar sem hún tók þátt í liðakeppninni að þessu sinn. Anníe gaf aðdáendum sínum smá innsýn í það sem hún hefur verið að ganga í gegnum eftir að keppnin kláraðist í Madison. „Áhugaverð staðreynd um mig. Nánast eftir alla heimsleika þá veikist ég,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í myndbandi sem hún setti inn á samfélagsmiðla sína. „Þessir heimsleikar reyndu ekki það mikið á mig en eftir allt andlega stressið og það sem gekk á í aðdraganda leikanna þá fer líkaminn í ferli þar sem hann finnur leið til að komast í gegnum þetta álag,“ sagði Anníe Mist. „Það er enginn tími til að veikjast og líkaminn finnur út úr þessu. Þegar heimsleikarnir eru að baki og þú færð tækifæri til að slaka á þá er eins og líkaminn minn hrynji,“ sagði Anníe Mist. „Ég varð mjög veik í þetta skiptið og þið heyrið það kannski á röddinni minni því ég er enn smá hás og með hósta. Nú er samt liðin ein vika frá leikunum og ég var að klára mitt fyrsta útihlaup eftir leikana,“ sagði Anníe. „Þetta var bara auðvelt hjá mér í dag því ég veit að má ekki keyra þetta of hratt í gang aftur en mér líður rosalega vel á eftir. Nú er ég orðin spennt að byrja aftur og vil líka fara að borða hollari mat. Fólk er hannað til að hreyfa sig,“ sagði Anníe. Hún var þá stödd í Kaupmannahöfn að ná sér niður eftir heimsleikana sem fóru fram í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Það má sjá myndbandið hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Sjá meira