United hafði vonast til að fá þennan 27 ára miðjumann frá Juventus í sumar og liðin höfðu nú þegar komist að samkomulagi um kaupverð. Samningaviðræður við leikmanninn sjálfan hafi hins vegar siglt í strand þar sem launakröfur Rabiot hafi verið of háar.
Ef marka má heimildir BBC höfðu forsvarsmenn United boðið Rabiot að verða með launahæstu mönnum liðsins.
Adrien Rabiot’s salary requests are considered crazy by Man United. Discussions are now in total stand-by, could only change in case Rabiot changes his mind. 🚨🇫🇷 #MUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 16, 2022
Man Utd won’t change salary bid made to Rabiot. Up to him, as board’s already exploring other options. ⤵️ https://t.co/BpeMDxa0fu
United hefur verið á höttunum eftir miðjumanni í allt sumar, en lítið sem ekkert gengið í þeim málum. Liðið hefur verið að reyna að fá Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona, í sínar raðir frá því að félagsskiptaglugginn opnaði, en félagið gæti nú snúið sér til Real Madrid og reynt að fá hinn þrítuga Brasilíumann Casemiro til liðs við sig.
The Athletic greinir frá því að United íhugi nú að bjóða spænsku meisturunum 50 milljónir punda fyrir miðjumanninn.
Erik ten Hag, nýráðinn knattspyrnustjóri United, er sagður hrifinn af leikmanninum, sem þó á þrjú ár eftir af samningi sínum. Þrátt fyrir það gæti koma Aurélien Tchouaméni til Madrídinga gert það að verkum að hægt sé að lokka Casemiro frá liðinu þar sem samkeppnin um stöðuna er nú orðin hörð.
🚨 Adrien Rabiot to Man Utd now highly unlikely. Gap in wage offer/expectation mean move not happening as things stand. Live talks over other options such as Casemiro. De Jong improbable but #MUFC hope to get a top midfielder before deadline @TheAthleticUK https://t.co/pKojDR5GHM
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 16, 2022