Jón Daði var í byrjunarliði Bolton og lék á hægri kanti áður en hann var tekinn af velli þegar rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka.
Eina mark leiksins skoraði Conor Bradley á 39. mínútu eftir stoðsendingu frá Jóni Daða og niðurstaðan því 1-0 sigur Bolton.
Jón Daði og félagar hafa farið vel af stað í upphafi tímabils í ensku C-deildinni og hafa nú unnið tvo og gert tvö jafntefli í fyrstu fjórum leikjunum. Liðið er því með átta stig í fjórða sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Ipswich.
✅ Another three points at the @UoBStadium. 🏡
— Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) August 16, 2022
🙌 𝗚𝗼𝗼𝗱 𝗲𝘃𝗲𝗻𝗶𝗻𝗴.
⚪️ 1-0 🔴 [FT] #BWFC 🐘🏰 pic.twitter.com/qgJtCyDIcF